Jöfnuður milli kynjanna mælist hvergi meiri í heiminum en á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2017 17:13 Ísland í fyrsta sæti 9. árið í röð. Vísir/Getty Hvergi í heiminum mælist meiri jöfnuður milli kynjanna en á Íslandi samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins árið 2017 og trónir Ísland í efsta sæti 9. árið í röð. Í kynningu á niðurstöðunum er sérstaklega fjallað um hvað ræður góðri frammistöðu Íslendinga á þessu sviði.Greint er frá þessu á vef velferðarráðuneytisins en þar kemur fram að Alþjóðefnahagsráðið hafi birt skýrslur um stöðu kynjajafnréttis í heiminum frá árinu 2016. Samkvæmt niðurstöðum fyrir árið 2017 eru Ísland, Noregur og Finnland í þremur efstu sætunum en lestina reka Sýrland, Pakistan og Jemen sem er í botnsæti þeirra 144 þjóða sem mælingin tekur til. Kvarðinn sem WEF byggir mat sitt á (e. Global Gender Gap Index) felur í sér mælingar á fjórum sviðum sem taka til stöðu kynjajafnréttis á sviði heilbrigðis, menntunar, efnahagslífs og stjórnmála. Á efnahagssviðinu er m.a. horft til launamunar kynjanna, atvinnuþátttöku og kynjahlutfalla í hópi stjórnenda. Menntunarþátturinn er metinn út frá menntunarstigi karla og kvenna, heilbrigðisþátturinn tekur m.a. mið af lífslíkum og jafnfrétti á sviði stjórnmála er metið út frá stjórnmálaþátttöku kynjanna en staða Íslands árið 2017 miðar við hlutfall kvenna á Alþingi fyrir kosningarnar 28. október sl. Ein af meginniðurstöðum skýrslu þessa árs er að eftir tíu ára hægfara framfarir á heimsvísu þar sem kynjabilið hefur minnkað, sýna niðurstöður ársins 2017 bakslag. Dregið hefur sundur með körlum og konum á öllum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis, menntunar, stjórnmála eða efnahagslífs. Bakslagið mælist þó einkum þegar horft er til stöðunnar á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Klaus Schwab, stofnandi og stjórnarformaður WEF, segir kynjamisréttið fela í sér gríðarlega sóun á mannauði og njóti þar með minni verðmætasköpunar. Það sé því jafnt siðferðilega og efnahagslega bráðnauðsynlegt að sigrast á þeim þáttum sem standa jafnrétti kvenna og karla fyrir þrifum. Samkvæmt mælingum WEF hefur 87% kynjabilsins á Íslandi verið brúað og frá því að WEF hóf mælingar árið 2006 hefur kynjabilið minnkað um 10% sem skipar Íslandi í sæti þeirra ríkja þar sem jafnrétti kynjanna eykst hvað hraðast. Árangur Íslands sem skorar hæst á jafnréttiskvarða WEF níunda árið í röð vekur athygli og óskaði WEF eftir umfjöllun frá jafnréttisteymi velferðarráðuneytisins um það hvaða þættir kunni helst að ráða góðum árangri landsins á sviði jafnréttismála. Grein þessa efnis var birt á vef WEF samhliða skýrslunni Global Gender Gap Report og er aðgengileg hér að neðan. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir ánægjulegt að mælingin endurspegli þann árangur sem markvissar aðgerðir á sviði kynjajafnréttismála hafa skilað undanfarin áratug. „Það er mikill heiður fyrir Ísland að vera enn og aftur í toppsæti lista Alþjóðaefnahagsráðsins og þeim heiðri fylgir sú ábyrgð að halda áfram að vera til fyrirmyndar og tryggja að fullu jöfn tækifæri og jafna stöðu kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins.“ WEF hafa birt stutt myndband um stöðu jafnréttismála á Íslandi með áherslu á aðgerðir til þess að draga úr launamun kynjanna, m.a. með lögleiðingu jafnlaunavottunar. Myndbandið er aðgengilegt á facebook og er vísað á það hér að neðan. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Hvergi í heiminum mælist meiri jöfnuður milli kynjanna en á Íslandi samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins árið 2017 og trónir Ísland í efsta sæti 9. árið í röð. Í kynningu á niðurstöðunum er sérstaklega fjallað um hvað ræður góðri frammistöðu Íslendinga á þessu sviði.Greint er frá þessu á vef velferðarráðuneytisins en þar kemur fram að Alþjóðefnahagsráðið hafi birt skýrslur um stöðu kynjajafnréttis í heiminum frá árinu 2016. Samkvæmt niðurstöðum fyrir árið 2017 eru Ísland, Noregur og Finnland í þremur efstu sætunum en lestina reka Sýrland, Pakistan og Jemen sem er í botnsæti þeirra 144 þjóða sem mælingin tekur til. Kvarðinn sem WEF byggir mat sitt á (e. Global Gender Gap Index) felur í sér mælingar á fjórum sviðum sem taka til stöðu kynjajafnréttis á sviði heilbrigðis, menntunar, efnahagslífs og stjórnmála. Á efnahagssviðinu er m.a. horft til launamunar kynjanna, atvinnuþátttöku og kynjahlutfalla í hópi stjórnenda. Menntunarþátturinn er metinn út frá menntunarstigi karla og kvenna, heilbrigðisþátturinn tekur m.a. mið af lífslíkum og jafnfrétti á sviði stjórnmála er metið út frá stjórnmálaþátttöku kynjanna en staða Íslands árið 2017 miðar við hlutfall kvenna á Alþingi fyrir kosningarnar 28. október sl. Ein af meginniðurstöðum skýrslu þessa árs er að eftir tíu ára hægfara framfarir á heimsvísu þar sem kynjabilið hefur minnkað, sýna niðurstöður ársins 2017 bakslag. Dregið hefur sundur með körlum og konum á öllum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis, menntunar, stjórnmála eða efnahagslífs. Bakslagið mælist þó einkum þegar horft er til stöðunnar á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Klaus Schwab, stofnandi og stjórnarformaður WEF, segir kynjamisréttið fela í sér gríðarlega sóun á mannauði og njóti þar með minni verðmætasköpunar. Það sé því jafnt siðferðilega og efnahagslega bráðnauðsynlegt að sigrast á þeim þáttum sem standa jafnrétti kvenna og karla fyrir þrifum. Samkvæmt mælingum WEF hefur 87% kynjabilsins á Íslandi verið brúað og frá því að WEF hóf mælingar árið 2006 hefur kynjabilið minnkað um 10% sem skipar Íslandi í sæti þeirra ríkja þar sem jafnrétti kynjanna eykst hvað hraðast. Árangur Íslands sem skorar hæst á jafnréttiskvarða WEF níunda árið í röð vekur athygli og óskaði WEF eftir umfjöllun frá jafnréttisteymi velferðarráðuneytisins um það hvaða þættir kunni helst að ráða góðum árangri landsins á sviði jafnréttismála. Grein þessa efnis var birt á vef WEF samhliða skýrslunni Global Gender Gap Report og er aðgengileg hér að neðan. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir ánægjulegt að mælingin endurspegli þann árangur sem markvissar aðgerðir á sviði kynjajafnréttismála hafa skilað undanfarin áratug. „Það er mikill heiður fyrir Ísland að vera enn og aftur í toppsæti lista Alþjóðaefnahagsráðsins og þeim heiðri fylgir sú ábyrgð að halda áfram að vera til fyrirmyndar og tryggja að fullu jöfn tækifæri og jafna stöðu kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins.“ WEF hafa birt stutt myndband um stöðu jafnréttismála á Íslandi með áherslu á aðgerðir til þess að draga úr launamun kynjanna, m.a. með lögleiðingu jafnlaunavottunar. Myndbandið er aðgengilegt á facebook og er vísað á það hér að neðan.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira