Stjórn Bjartrar framtíðar fór fram á afsögn Guðlaugar Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2017 10:03 Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórnarformennsku í Bjartri framtíð í september. Guðlaug Kristjánsdóttir sagði af sér stjórnarformennsku í Bjartri framtíð eftir fund stjórnar flokksins í gær. Guðlaug greindi frá ákvörðun sinni í bréfi til stjórnar flokksins í gærkvöldi. Guðlaug var kjörin stjórnarformaður flokksins á ársfundi flokksins í byrjun september síðastliðinn. Flokkurinn beið afhroð í nýliðnum þingkosningum, hlaut 1,2 prósent á landsvísu, og hlaut engan mann kjörinn. Óttar Proppé sagði af sér formennsku í flokknum í byrjun vikunnar. Mikið virðist hafa gengið á á fundinum í gærkvöldi en í bréfi sínu til stjórnar þakkar Guðlaug fyrir fundinn og fyrir það sem þar var sagt. „Hefði sannarlega verið betra að fá þau orð sem þar féllu fyrr, svo ég hefði haft færi á að bregðast við þeim og draga þar með úr skaða,“ segir Guðlaug.Stjórn fór fram á afsögn Ekki hefur náðst í Guðlaugu í morgun, en í bréfinu vísar hún ekki nákvæmlega í hvað hafi verið rætt á fundinum. „Ég segi hér með af mér stjórnarformennsku eftir slétta tvo mánuði í því hlutverki. Mér var heiður að og þótti vænt um að fá þetta traust og þykir innilega fyrir því að hafa brugðist því. Í ljósi þess að það er stjórnin sem óskar eftir afsögn minni, fer ég fram á að víkja strax en sitja ekki fram að aukaársfundi,“ segir Guðlaug í bréfinu.Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr Í byrjun októbermánaðar birti Guðlaug mynd á Instagram og Facebook af undirskrift og heimilisfangi Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og sagðist dauðsjá eftir henni. Guðlaug birti myndina í tengslum við það að Jón hafi gengið til liðs við Samfylkinguna, en Jón hafði áður mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð til að ræða mögulega þátttöku í kosningabaráttunni. Í kjölfar fundarins varð Jón hins vegar afhuga flokknum og gekk til liðs við Samfylkingu. Vitað er að birting Guðlaugar á myndinni var mikið gagnrýnd innan stjórnar Bjartrar framtíðar og samkvæmt heimildum Vísis var málið meðal þeirra sem sneru að störfum Guðlaugar og voru til umræðu á stjórnarfundinum í gær.Uppfært 10:51: Samkvæmt Valgerði Björk Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Bjartrar framtíðar, mun flokkurinn halda aukaársfund fyrir árslok til að velja nýja forystu. Tímasetning er þó ekki komin.Uppfært 12:18: Guðlaug hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frekar frá ákvörðuninni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. 31. október 2017 13:37 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir sagði af sér stjórnarformennsku í Bjartri framtíð eftir fund stjórnar flokksins í gær. Guðlaug greindi frá ákvörðun sinni í bréfi til stjórnar flokksins í gærkvöldi. Guðlaug var kjörin stjórnarformaður flokksins á ársfundi flokksins í byrjun september síðastliðinn. Flokkurinn beið afhroð í nýliðnum þingkosningum, hlaut 1,2 prósent á landsvísu, og hlaut engan mann kjörinn. Óttar Proppé sagði af sér formennsku í flokknum í byrjun vikunnar. Mikið virðist hafa gengið á á fundinum í gærkvöldi en í bréfi sínu til stjórnar þakkar Guðlaug fyrir fundinn og fyrir það sem þar var sagt. „Hefði sannarlega verið betra að fá þau orð sem þar féllu fyrr, svo ég hefði haft færi á að bregðast við þeim og draga þar með úr skaða,“ segir Guðlaug.Stjórn fór fram á afsögn Ekki hefur náðst í Guðlaugu í morgun, en í bréfinu vísar hún ekki nákvæmlega í hvað hafi verið rætt á fundinum. „Ég segi hér með af mér stjórnarformennsku eftir slétta tvo mánuði í því hlutverki. Mér var heiður að og þótti vænt um að fá þetta traust og þykir innilega fyrir því að hafa brugðist því. Í ljósi þess að það er stjórnin sem óskar eftir afsögn minni, fer ég fram á að víkja strax en sitja ekki fram að aukaársfundi,“ segir Guðlaug í bréfinu.Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr Í byrjun októbermánaðar birti Guðlaug mynd á Instagram og Facebook af undirskrift og heimilisfangi Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og sagðist dauðsjá eftir henni. Guðlaug birti myndina í tengslum við það að Jón hafi gengið til liðs við Samfylkinguna, en Jón hafði áður mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð til að ræða mögulega þátttöku í kosningabaráttunni. Í kjölfar fundarins varð Jón hins vegar afhuga flokknum og gekk til liðs við Samfylkingu. Vitað er að birting Guðlaugar á myndinni var mikið gagnrýnd innan stjórnar Bjartrar framtíðar og samkvæmt heimildum Vísis var málið meðal þeirra sem sneru að störfum Guðlaugar og voru til umræðu á stjórnarfundinum í gær.Uppfært 10:51: Samkvæmt Valgerði Björk Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Bjartrar framtíðar, mun flokkurinn halda aukaársfund fyrir árslok til að velja nýja forystu. Tímasetning er þó ekki komin.Uppfært 12:18: Guðlaug hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frekar frá ákvörðuninni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. 31. október 2017 13:37 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15
Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. 31. október 2017 13:37
Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50