Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2017 13:31 Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. Þetta verða fyrstu leikir íslenska liðsins síðan að strákarnir okkar tryggðu sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar og um leið fyrstu undirbúningsleikir liðsins fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Fyrst mun Ísland mæta Tékklandi 8. nóvember og íslenska liðið spilar síðan við heimamenn í Katar sex dögum síðar. Tékklandi og Katar mætast síðan í millitíðinni og allir spila því við alla í mótinu. Þetta eru alþjóðlegir leikdagar og ekkert var því til fyrirstöðu að bestu leikmenn okkar taki þátt í þessum verkefnum. Heimir gerir ekki margar breytingar frá því í síðustu leikjum í undankeppninni á móti Tyrklandi og Kósóvó þar sem íslenska liðið vann tvo frábæra sigra sem tryggðu liðinu sigur í riðlinum og sæti á HM. Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason hafa báðir verið að glíma við meiðsli. Heimir sagði að það væri ólíklegt að þeir muni spila en þeir eru samt með í hópnum. Emil Hallfreðsson og Jón Daði Böðvarsson eru hinsvegar meiddir og taka ekki þátt í þessu verkefni af því þeir töldu betra fyrir sig að fá að ná sér góðum hjá félögum sínum. Ingvar Jónsson og Theódór Elmar Bjarnason koma báðir inn í hópinn frá því í síðasta verkefni og íslenska liðið verður því með fjóra markmenn.Landsliðshópur Íslands fyrir vináttuleiki í nóvember 2017:Markmenn Fæddur L M Félag Hannes Þór Halldórsson 1984 48 Randers FC Ögmundur Kristinsson 1989 14 SBV Excelsior Ingvar Jónsson 1989 Sandefjord Rúnar Alex Rúnarsson 1995 0 FC Nordsjæland Varnarmenn Birkir Már Sævarsson 1984 76 1 Hammarby IF Ragnar Sigurðsson 1986 73 3 Rubin Kazan FC Kári Árnason 1982 63 4 Aberdeen FC Ari Freyr Skúlason 1987 50 KSC Lokeren Sverrir Ingi Ingason 1993 14 3 Rostov FC Hörður Björgvin Magnússon 1993 14 2 Bristol City FC Jón Guðni Fjóluson 1989 10 IFK Norrkoping Hjörtur Hermannsson 1995 3 Brøndby IF Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson 1989 75 2 Cardiff City FC Birkir Bjarnason 1988 62 9 Aston Villa FC Jóhann Berg Guðmundsson 1990 62 7 Burnley FC Gylfi Þór Sigurðsson 1989 54 18 Everton FC Rúrik Gíslason 1988 41 3 1.FC Nürnberg Ólafur Ingi Skúlason 1983 30 1 Kardemir Karabükspor Arnór Smárason 1988 22 2 Hammarby IF Arnóri Ingvi Traustason 1993 13 5 AEK Rúnar Már Sigurjónsson 1990 13 1 Grasshopper Club Theódór Elmar Bjarnason 1987 36 0 Elazığspor Sóknarmenn Alfreð Finnbogason 1989 45 11 FC Augsburg Viðar Örn Kjartansson 1990 14 1 Maccabi Tel-Aviv FC Björn Bergmann Sigurðarson 1991 9 1 Molde FK Kjartan Henry Finnbogason 1986 7 1 AC Horsens HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. Þetta verða fyrstu leikir íslenska liðsins síðan að strákarnir okkar tryggðu sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar og um leið fyrstu undirbúningsleikir liðsins fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Fyrst mun Ísland mæta Tékklandi 8. nóvember og íslenska liðið spilar síðan við heimamenn í Katar sex dögum síðar. Tékklandi og Katar mætast síðan í millitíðinni og allir spila því við alla í mótinu. Þetta eru alþjóðlegir leikdagar og ekkert var því til fyrirstöðu að bestu leikmenn okkar taki þátt í þessum verkefnum. Heimir gerir ekki margar breytingar frá því í síðustu leikjum í undankeppninni á móti Tyrklandi og Kósóvó þar sem íslenska liðið vann tvo frábæra sigra sem tryggðu liðinu sigur í riðlinum og sæti á HM. Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason hafa báðir verið að glíma við meiðsli. Heimir sagði að það væri ólíklegt að þeir muni spila en þeir eru samt með í hópnum. Emil Hallfreðsson og Jón Daði Böðvarsson eru hinsvegar meiddir og taka ekki þátt í þessu verkefni af því þeir töldu betra fyrir sig að fá að ná sér góðum hjá félögum sínum. Ingvar Jónsson og Theódór Elmar Bjarnason koma báðir inn í hópinn frá því í síðasta verkefni og íslenska liðið verður því með fjóra markmenn.Landsliðshópur Íslands fyrir vináttuleiki í nóvember 2017:Markmenn Fæddur L M Félag Hannes Þór Halldórsson 1984 48 Randers FC Ögmundur Kristinsson 1989 14 SBV Excelsior Ingvar Jónsson 1989 Sandefjord Rúnar Alex Rúnarsson 1995 0 FC Nordsjæland Varnarmenn Birkir Már Sævarsson 1984 76 1 Hammarby IF Ragnar Sigurðsson 1986 73 3 Rubin Kazan FC Kári Árnason 1982 63 4 Aberdeen FC Ari Freyr Skúlason 1987 50 KSC Lokeren Sverrir Ingi Ingason 1993 14 3 Rostov FC Hörður Björgvin Magnússon 1993 14 2 Bristol City FC Jón Guðni Fjóluson 1989 10 IFK Norrkoping Hjörtur Hermannsson 1995 3 Brøndby IF Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson 1989 75 2 Cardiff City FC Birkir Bjarnason 1988 62 9 Aston Villa FC Jóhann Berg Guðmundsson 1990 62 7 Burnley FC Gylfi Þór Sigurðsson 1989 54 18 Everton FC Rúrik Gíslason 1988 41 3 1.FC Nürnberg Ólafur Ingi Skúlason 1983 30 1 Kardemir Karabükspor Arnór Smárason 1988 22 2 Hammarby IF Arnóri Ingvi Traustason 1993 13 5 AEK Rúnar Már Sigurjónsson 1990 13 1 Grasshopper Club Theódór Elmar Bjarnason 1987 36 0 Elazığspor Sóknarmenn Alfreð Finnbogason 1989 45 11 FC Augsburg Viðar Örn Kjartansson 1990 14 1 Maccabi Tel-Aviv FC Björn Bergmann Sigurðarson 1991 9 1 Molde FK Kjartan Henry Finnbogason 1986 7 1 AC Horsens
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira