Strangheiðarlegur heimilismatur Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 12:00 Þorsteinn Matthíasson starfar við múrverk og er fastagestur í Kaffigarðinum. Hann er hrifnastur af fiskiréttum. Visir/Stefán „Það er kominn matur“, er upphrópun sem margir kannast við. Við það kall þutu heimilismenn inn í eldhús þar sem kótilettum, soðningu, hömsum og spónamat voru gerð góð skil. Heimilismatur er sveipaður ákveðnum fortíðarljóma og eiga flestir sinn uppáhaldsrétt, og er ekki bara lambalærið eins og mamma gerði alltaf best.Vinsælasta meðlætið Ilmurinn af fiskibollum og lauksmjöri lá í loftinu þegar blaðamaður og ljósmyndari litu við í Kaffigarðinum, veitingasölu sem er í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. María Erlingsdóttir umsjónarmaður KaffigarðsinsVisir/StefánSársvangir viðskiptavinir tíndust inn hver af öðrum og biðu með eftirvæntingu eftir því að sett yrði á diskana. Á matseðli dagsins voru fiskibollur, lasanja og lambalæri með bernaise. „Það er hópur viðskiptavina sem kemur hingað daglega. Við bjóðum alltaf upp á fisk, en hann er geysivinsæll og margir vilja hann eingöngu“, segir María Erla Erlingsdóttir, umsjónarmaður Kaffigarðsins. Matseðillinn er fjölbreyttur og úrval meðlætis töluvert. Verðinu er haldið í lágmarki og skammtar eru stórir. „Við reynum að koma til móts við viðskiptavini okkar og bjóðum upp á nýjungar í salatborðinu en þrátt fyrir það er rauðkálið og grænu baunirnar langvinsælasta meðlætið. Það eru sumir hérna sem borða þetta með öllu, kjöt eða fiski.“ Það er mest að gera í hádeginu. Fjölmargir iðnaðarmenn sem eru á ferðinni vegna vinnu sinnar mæta reglulega til að fylla á orkustöðvarnar og vilja almennilegan mat en ekki samloku og gos á hlaupum.Þorsteinn Matthíasson fær sér oftast fisk. Visir/Stefán„Flestir koma til okkar í hádeginu en það er líka töluvert að gera í morgunmatnum. Við opnum snemma og hér sitja menn og skrafa um heimsmálin yfir kaffibolla og kleinum. Það er til dæmis fimmtán manna hópur sem kemur hér alla morgna og hefur gert í fjölmörg ár. Menn komnir á eftirlaun, sumir voru starfsmenn Húsasmiðjunnar. Þeir sitja hér fram eftir morgni alltaf við sama borðið. Virkilega léttir og skemmtilegir og gaman að fá þá til okkar í morgunkaffi. Ég passa upp á að eiga alltaf nóg af kleinum og vínarbrauði.“ Að þeim orðum sögðum var María rokin í eldhúsið þar sem að hádegisösin var að ná hámarki og því margt og mikið að gera. „Ég kem hingað alla virka daga í hádeginu, maturinn er mjög góður og vel útilátinn,“ segir Þorsteinn Matthíasson sem starfar við múrverk. Aðspurður kvaðst hann oftast fá sér fisk sem væri afbragðsgóður og hráefnið greinilega fyrsta flokks.Ekta íslenskur dæner í Kópavogi Þar sem áður voru seldar kúlur og lakkrísrör eru nú afgreidd rif, kjötbollur, sósa og salat. Veitingasalan Matstöðin kúrir í Kársnesinu í Kópavogi og þar er fullt út úr dyrum alla daga.Matstöðin vinsæla.Visir/Stefán„Hér er afgreiddur heiðarlegur heimilismatur“, gall við í kokkinum sem gaf sér ekki tíma fyrir frekara spjall og hélt áfram að bera fram steiktan fisk á fati. Matseðillinn er fjölbreyttur kjöt, fiskur, sósa og salat og að sjálfsögðu dísætir kleinuhringir í eftirrétt. Hér er ekkert gefið eftir hvað gæði og skammtastærð snertir. Þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði var nokkuð ljóst að orðatiltækið þröngt mega sáttir sitja átti mjög vel við. Fullt var út úr dyrum, en staðurinn er lítill og kósý og því ekki erfitt að fylla hann. Réttur dagsins var steiktur fiskur og rif í barbíkjúsósu og rauðkálið langvinsælasta meðlætið.Guðjón og Júlían koma næstum á hverjum degi.Visir/StefánÁ staðnum sátu meðal annarra Guðjón Eiðsson og Júlían Elí Steingrímsson, starfsmenn Skemmtigarðsins í Grafarvogi. „Geggjaður matur hérna, það kemur varla fyrir að maður sleppi úr degi,“ segir Guðjón en hann skellti sér á rifin þennan daginn og var ekki lengi að vinna á vel kúfuðum diski. Á næsta borði sátu félagarnir Sigurður Steinþórsson og Matthías Leó Árnason, sársvangir eftir morgunverkin, en þeir vinna við borun hjá Vatnsborun. „Það var sko kominn tími til að fá svona stað í Kópavogi. Við komum hingað næstum því á hverjum degi“, segir Sigurður og sporðrennir síðasta fiskbitanum. Matthías félagi hans hrósaði matnum einnig og sagði að besti fiskurinn í bænum væri á Matstöðinni.Rauðkál og grænar baunir. Heilög tvenna sem klikkar aldrei. Visir/StefánÞeir félagar voru sammála um að rauðkálið og grænu baunirnar væru órjúfanlegur hluti af máltíðinni. „Staðurinn er lítill og ég vona að hann verði þannig áfram, það yrði ekki eins ef hann myndi stækka“, bætti Matthías við og sneri sér að máltíð dagsins. „Þetta er miklu meiri matur,“ bætir félagi hans við, „maður verður betur saddur en ef við værum að borða hamborgara á hverjum degi, svo er þetta bara ódýrara.“ Þeir félagar voru á einu máli um að það hefði verið löngu tímabært að opna svona stað í Kópavogi. Viðmælendur fóru saddir út í daginn og blaðamaður var sendur heim með stútfullan matarbakka af kjötbollum, kartöflum og sósu, sem voru gerð góð skil. Þrátt fyrir síbreytilegar tískubylgjur í mataræði, þar sem allt þarf að vera grænt, vegan og lífrænt, þá hefur það ekki rutt kótilettunni og rauðkálinu af stalli sínum – heimilismaturinn blífur.- Matur Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Fleiri fréttir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Sjá meira
„Það er kominn matur“, er upphrópun sem margir kannast við. Við það kall þutu heimilismenn inn í eldhús þar sem kótilettum, soðningu, hömsum og spónamat voru gerð góð skil. Heimilismatur er sveipaður ákveðnum fortíðarljóma og eiga flestir sinn uppáhaldsrétt, og er ekki bara lambalærið eins og mamma gerði alltaf best.Vinsælasta meðlætið Ilmurinn af fiskibollum og lauksmjöri lá í loftinu þegar blaðamaður og ljósmyndari litu við í Kaffigarðinum, veitingasölu sem er í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. María Erlingsdóttir umsjónarmaður KaffigarðsinsVisir/StefánSársvangir viðskiptavinir tíndust inn hver af öðrum og biðu með eftirvæntingu eftir því að sett yrði á diskana. Á matseðli dagsins voru fiskibollur, lasanja og lambalæri með bernaise. „Það er hópur viðskiptavina sem kemur hingað daglega. Við bjóðum alltaf upp á fisk, en hann er geysivinsæll og margir vilja hann eingöngu“, segir María Erla Erlingsdóttir, umsjónarmaður Kaffigarðsins. Matseðillinn er fjölbreyttur og úrval meðlætis töluvert. Verðinu er haldið í lágmarki og skammtar eru stórir. „Við reynum að koma til móts við viðskiptavini okkar og bjóðum upp á nýjungar í salatborðinu en þrátt fyrir það er rauðkálið og grænu baunirnar langvinsælasta meðlætið. Það eru sumir hérna sem borða þetta með öllu, kjöt eða fiski.“ Það er mest að gera í hádeginu. Fjölmargir iðnaðarmenn sem eru á ferðinni vegna vinnu sinnar mæta reglulega til að fylla á orkustöðvarnar og vilja almennilegan mat en ekki samloku og gos á hlaupum.Þorsteinn Matthíasson fær sér oftast fisk. Visir/Stefán„Flestir koma til okkar í hádeginu en það er líka töluvert að gera í morgunmatnum. Við opnum snemma og hér sitja menn og skrafa um heimsmálin yfir kaffibolla og kleinum. Það er til dæmis fimmtán manna hópur sem kemur hér alla morgna og hefur gert í fjölmörg ár. Menn komnir á eftirlaun, sumir voru starfsmenn Húsasmiðjunnar. Þeir sitja hér fram eftir morgni alltaf við sama borðið. Virkilega léttir og skemmtilegir og gaman að fá þá til okkar í morgunkaffi. Ég passa upp á að eiga alltaf nóg af kleinum og vínarbrauði.“ Að þeim orðum sögðum var María rokin í eldhúsið þar sem að hádegisösin var að ná hámarki og því margt og mikið að gera. „Ég kem hingað alla virka daga í hádeginu, maturinn er mjög góður og vel útilátinn,“ segir Þorsteinn Matthíasson sem starfar við múrverk. Aðspurður kvaðst hann oftast fá sér fisk sem væri afbragðsgóður og hráefnið greinilega fyrsta flokks.Ekta íslenskur dæner í Kópavogi Þar sem áður voru seldar kúlur og lakkrísrör eru nú afgreidd rif, kjötbollur, sósa og salat. Veitingasalan Matstöðin kúrir í Kársnesinu í Kópavogi og þar er fullt út úr dyrum alla daga.Matstöðin vinsæla.Visir/Stefán„Hér er afgreiddur heiðarlegur heimilismatur“, gall við í kokkinum sem gaf sér ekki tíma fyrir frekara spjall og hélt áfram að bera fram steiktan fisk á fati. Matseðillinn er fjölbreyttur kjöt, fiskur, sósa og salat og að sjálfsögðu dísætir kleinuhringir í eftirrétt. Hér er ekkert gefið eftir hvað gæði og skammtastærð snertir. Þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði var nokkuð ljóst að orðatiltækið þröngt mega sáttir sitja átti mjög vel við. Fullt var út úr dyrum, en staðurinn er lítill og kósý og því ekki erfitt að fylla hann. Réttur dagsins var steiktur fiskur og rif í barbíkjúsósu og rauðkálið langvinsælasta meðlætið.Guðjón og Júlían koma næstum á hverjum degi.Visir/StefánÁ staðnum sátu meðal annarra Guðjón Eiðsson og Júlían Elí Steingrímsson, starfsmenn Skemmtigarðsins í Grafarvogi. „Geggjaður matur hérna, það kemur varla fyrir að maður sleppi úr degi,“ segir Guðjón en hann skellti sér á rifin þennan daginn og var ekki lengi að vinna á vel kúfuðum diski. Á næsta borði sátu félagarnir Sigurður Steinþórsson og Matthías Leó Árnason, sársvangir eftir morgunverkin, en þeir vinna við borun hjá Vatnsborun. „Það var sko kominn tími til að fá svona stað í Kópavogi. Við komum hingað næstum því á hverjum degi“, segir Sigurður og sporðrennir síðasta fiskbitanum. Matthías félagi hans hrósaði matnum einnig og sagði að besti fiskurinn í bænum væri á Matstöðinni.Rauðkál og grænar baunir. Heilög tvenna sem klikkar aldrei. Visir/StefánÞeir félagar voru sammála um að rauðkálið og grænu baunirnar væru órjúfanlegur hluti af máltíðinni. „Staðurinn er lítill og ég vona að hann verði þannig áfram, það yrði ekki eins ef hann myndi stækka“, bætti Matthías við og sneri sér að máltíð dagsins. „Þetta er miklu meiri matur,“ bætir félagi hans við, „maður verður betur saddur en ef við værum að borða hamborgara á hverjum degi, svo er þetta bara ódýrara.“ Þeir félagar voru á einu máli um að það hefði verið löngu tímabært að opna svona stað í Kópavogi. Viðmælendur fóru saddir út í daginn og blaðamaður var sendur heim með stútfullan matarbakka af kjötbollum, kartöflum og sósu, sem voru gerð góð skil. Þrátt fyrir síbreytilegar tískubylgjur í mataræði, þar sem allt þarf að vera grænt, vegan og lífrænt, þá hefur það ekki rutt kótilettunni og rauðkálinu af stalli sínum – heimilismaturinn blífur.-
Matur Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Fleiri fréttir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Sjá meira