Sýknaður af ákæru um nauðgun en sekur um kynferðislega áreitni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2017 21:00 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun. Honum var gefið að sök að hafa strokið læri konu og stungið fingri í leggöngin gegn hennar vilja meðan hún svaf. Maðurinn hlaut þriggja mánaða dóm fyrir kynferðislega áreitni. Lögð var fram kæra á hendur manninum í mars árið 2015. Hjá lögreglu sagði konan að nokkrum dögum fyrr hefði hún farið í heimsókn til vinafólks og farið út að borða með þeim. Þar hitti hún manninn og heilsaði honum. Fór hún snemma heim en konan gisti heima hja vinafólkinu í séríbúð á neðri hæð hússins. Sagðist hún hafa vaknað um miðja nótt við það að maðurinn hafi legið við hlið hennar. Lá hann þétt upp við hana að aftan og sagði hún hann hafa verið með hægri hönd yfir hana og fingurinn upp í leggöngum hennar. Sló hún hann með olnboganum og við það fór maðurinn úr herberginu. Þegar maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu lýsti hann því að fyrst hafði hann hitt konuna um ári áður í gleðskap. Þá hafi hún gefið honum „„soldið mikið undir fótinn“ og talað um að hún gæti nú kennt honum og sýnt honum ýmislegt““. Þegar þau hittust umrætt kvöld taldi maðurinn sig hafa fengið „skilaboð“ frá konunni. Segist hann hafa snúið aftur úr gleðskap í heimahúsið þar sem konan gisti. Þar fór hann að tala við konuna og „verið eitthvað að strjúka henni og hún hafi beðið hann að hætta þessu,“ líkt að því er kom fram við skýrslutöku. Taldi maðurinn sig hafa misskilið skilaboð sem hann taldi sig vera að fá frá konunni en hann hafi talið að „hún væri til í eitthvað meira“. Spurður nánar út í þetta af lögreglu kvaðst hann hafa verið að „strjúka brotaþola eitthvað í myrkrinu.“ Sagðist hann síðar hafa farið heim og kannaðist ekki við að hafa fengið olnbogaskot frá konunni. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa verið að reyna að gera vart við sig með því að strjúka konunni á lærið utanvert. Sagðist hann ekki ekki hafa snert kynfæri konunnar og ekki sett fingur inn í þau. Aðspurður um misræmi í lögregluskýrslu og framburði fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði verið í „sjokki“ hjá lögreglu og myndi atburðina betur nú.Hafið yfir skynsamlegan vafa Í dómi héraðsdóms segir að óumdeilt sé að konan hafi legið í rúminum og að maðurinn hafi komið inn í herbergið og að þar hafi þau átt einhver samskipti. Nánar um hver þau samskipti hafi verið væru ekki til frásagnar aðrir en þau tvö. Þá segir einnig að skýringar mannsins um að maðurinn hafi ekki strokið læri konunnar í kynferðislegum tilgangi geti ekki talist trúverðugar. Væri það hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni gagnvart konunni. Þar kemur einnig fram að of mikill vafi sé uppi í málinu um hvort að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi að stinga fingri í leggöng brotaþola gegn vilja hennar með því að notfæra sér sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi. Ekki liggi fyrir nein læknisfræðileg gögn sem geti rennt stoðum undir framburð konunnar. Var maðurinn sýknaður af ákæru um naugðun. Var hann hins vegar dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni en refsing fellur niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár. Þá þarf maðurinn að greiða konunni 200 þúsund krónur í bætur.Dóm héraðsdóms má nálgast hér. Dómsmál Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun. Honum var gefið að sök að hafa strokið læri konu og stungið fingri í leggöngin gegn hennar vilja meðan hún svaf. Maðurinn hlaut þriggja mánaða dóm fyrir kynferðislega áreitni. Lögð var fram kæra á hendur manninum í mars árið 2015. Hjá lögreglu sagði konan að nokkrum dögum fyrr hefði hún farið í heimsókn til vinafólks og farið út að borða með þeim. Þar hitti hún manninn og heilsaði honum. Fór hún snemma heim en konan gisti heima hja vinafólkinu í séríbúð á neðri hæð hússins. Sagðist hún hafa vaknað um miðja nótt við það að maðurinn hafi legið við hlið hennar. Lá hann þétt upp við hana að aftan og sagði hún hann hafa verið með hægri hönd yfir hana og fingurinn upp í leggöngum hennar. Sló hún hann með olnboganum og við það fór maðurinn úr herberginu. Þegar maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu lýsti hann því að fyrst hafði hann hitt konuna um ári áður í gleðskap. Þá hafi hún gefið honum „„soldið mikið undir fótinn“ og talað um að hún gæti nú kennt honum og sýnt honum ýmislegt““. Þegar þau hittust umrætt kvöld taldi maðurinn sig hafa fengið „skilaboð“ frá konunni. Segist hann hafa snúið aftur úr gleðskap í heimahúsið þar sem konan gisti. Þar fór hann að tala við konuna og „verið eitthvað að strjúka henni og hún hafi beðið hann að hætta þessu,“ líkt að því er kom fram við skýrslutöku. Taldi maðurinn sig hafa misskilið skilaboð sem hann taldi sig vera að fá frá konunni en hann hafi talið að „hún væri til í eitthvað meira“. Spurður nánar út í þetta af lögreglu kvaðst hann hafa verið að „strjúka brotaþola eitthvað í myrkrinu.“ Sagðist hann síðar hafa farið heim og kannaðist ekki við að hafa fengið olnbogaskot frá konunni. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa verið að reyna að gera vart við sig með því að strjúka konunni á lærið utanvert. Sagðist hann ekki ekki hafa snert kynfæri konunnar og ekki sett fingur inn í þau. Aðspurður um misræmi í lögregluskýrslu og framburði fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði verið í „sjokki“ hjá lögreglu og myndi atburðina betur nú.Hafið yfir skynsamlegan vafa Í dómi héraðsdóms segir að óumdeilt sé að konan hafi legið í rúminum og að maðurinn hafi komið inn í herbergið og að þar hafi þau átt einhver samskipti. Nánar um hver þau samskipti hafi verið væru ekki til frásagnar aðrir en þau tvö. Þá segir einnig að skýringar mannsins um að maðurinn hafi ekki strokið læri konunnar í kynferðislegum tilgangi geti ekki talist trúverðugar. Væri það hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni gagnvart konunni. Þar kemur einnig fram að of mikill vafi sé uppi í málinu um hvort að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi að stinga fingri í leggöng brotaþola gegn vilja hennar með því að notfæra sér sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi. Ekki liggi fyrir nein læknisfræðileg gögn sem geti rennt stoðum undir framburð konunnar. Var maðurinn sýknaður af ákæru um naugðun. Var hann hins vegar dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni en refsing fellur niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár. Þá þarf maðurinn að greiða konunni 200 þúsund krónur í bætur.Dóm héraðsdóms má nálgast hér.
Dómsmál Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira