Nær Bisping að stöðva Hollywood-endurkomu Georges St. Pierre? Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. nóvember 2017 10:00 Vísir/Getty UFC 217 fer fram í nótt í Madison Square Garden, New York. Einn besti bardagamaður allra tíma snýr þá aftur eftir fjögurra ára hlé og reynir fyrir sér í nýjum þyngdarflokki. Þeir Michael Bisping og Georges St. Pierre eigast við í aðalbardaga kvöldsins á UFC 217. Georges St. Pierre var um árabil ríkjandi meistari í veltivigt en eftir umdeildan sigur á Johny Hendricks í nóvember 2013 ákvað hann óvænt að taka sér hlé frá íþróttinni. St. Pierre hélt beltinu í 2064 daga og var orðinn þreyttur á pressunni sem fylgdi því að vera meistari. Þar að auki fannst honum lyfjaeftirlitið í UFC vera ábótavant. Nú, 36 ára gamall, hefur hann aftur fundið hungrið sem hann vantaði í svo mörg ár og er lyfjaeftirlitið í UFC í dag með því besta sem þekkist. Hann hefur því ákveðið að snúa aftur en í þetta sinn í millivigt. St. Pierre hefur aldrei barist í millivigt en þegar bardaginn var fyrst tilkynntur kvaðst St. Pierre vera með stór áform og var millivigtartitillinn bara fyrsta púslið. Meira vildi hann ekki greina frá áformum sínum fyrr en að bardaganum loknum. Saga St. Pierre er í raun klassísk saga sem mætti jafnvel sjá fyrir sér sem Hollywood kvikmynd. Hann ólst upp í smábæ í Kanada og var snemma lagður í einelti í skólanum. Hann var auðvelt fórnarlamb enda lítill og varnarlaus á þeim tíma. Hann fór þó að læra karate til að læra að verja sig og þegar hann gat loksins svarað fyrir sig hætti eineltið. Karate fangaði hug hans á unglingsárum en þegar hann sá fyrstu UFC keppninna vissi hann hvert hann ætlaði að stefna. Hann ætlaði að verða besti bardagaíþróttmaður í heimi og það tókst honum. St. Pierre varð fyrst veltivigtarmeistari í nóvember 2006. Líkt og hjá sjálfum Rocky Balboa missti nýkrýndi meistarinn sjónar á því sem raunverulega skipti máli og eyddi hann of miklum tíma á skemmtanalífinu. Það kom honum svo um koll þegar hann tapaði í sinni fyrstu titilvörn og var það dýrmæt lexía. St. Pierre varð upp frá því fullkomin bardagavél sem vann 12 bardaga í röð. Í kvöld snýr hann aftur eftir fjögurra ára hlé og á hann erfitt verk fyrir höndum gegn millivigtarmeistaranum Michael Bisping. Bretinn kjaftfori er stærri en St. Pierre og gæti þetta orðið langt kvöld fyrir St. Pierre. Það væri þó dæmigerður endir á Hollywood kvikmyndinni ef St. Pierre tekst hið óvænta og sigrar Bisping. Takist honum ætlunarverkið sitt yrði hann einn af fáum sem vinnur belti í tveimur mismunandi þyngdarflokkum en aðeins Randy Couture, B.J. Penn og Conor McGregor hafa leikið það eftir. Michael Bisping er þó alveg sama um fallegan endi á Hollywood kvikmynd og ætlar svo sannarlega ekki að láta beltið af hendi auðveldlega. Bisping er talinn sigurstranglegri af veðbönkum og verður afskaplega spennandi að sjá gamla veltivigtarkónginn aftur í búrinu. UFC 217 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 2. MMA Tengdar fréttir Rose fékk sér meistaraklippingu Allir bardagakapparnir á UFC 217 eru komnir til New York þar sem bardagakvöldið risastóra fer fram á laugardag. 1. nóvember 2017 11:30 Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 217 Stærsta kvöld ársins hjá UFC er um næstu helgi og upphitun fyrir risakvöldið er hafið. Þá verða þrír titilbardagar á dagskránni plús fullt af öðrum áhugaverðum bardögum. 31. október 2017 13:00 Bisping lenti í harkalegu rifrildi við Masvidal | Myndband Michael Bisping og Jorge Masvidal eru báðir að berjast á UFC 217 annað kvöld. Þeir eru samt ekki að berjast við hvorn annan og eru ekki í sama þyngdarflokki. Samt lentu þeir í svakalegu rifrildi. 3. nóvember 2017 22:30 Synd að þurfa að lemja glæsimenni eins og GSP Millivigtarmeistarinn Michael Bisping heldur áfram að skemmta andstæðingi sínum um helgina, Georges St-Pierre, með kostulegum ummælum. 3. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
UFC 217 fer fram í nótt í Madison Square Garden, New York. Einn besti bardagamaður allra tíma snýr þá aftur eftir fjögurra ára hlé og reynir fyrir sér í nýjum þyngdarflokki. Þeir Michael Bisping og Georges St. Pierre eigast við í aðalbardaga kvöldsins á UFC 217. Georges St. Pierre var um árabil ríkjandi meistari í veltivigt en eftir umdeildan sigur á Johny Hendricks í nóvember 2013 ákvað hann óvænt að taka sér hlé frá íþróttinni. St. Pierre hélt beltinu í 2064 daga og var orðinn þreyttur á pressunni sem fylgdi því að vera meistari. Þar að auki fannst honum lyfjaeftirlitið í UFC vera ábótavant. Nú, 36 ára gamall, hefur hann aftur fundið hungrið sem hann vantaði í svo mörg ár og er lyfjaeftirlitið í UFC í dag með því besta sem þekkist. Hann hefur því ákveðið að snúa aftur en í þetta sinn í millivigt. St. Pierre hefur aldrei barist í millivigt en þegar bardaginn var fyrst tilkynntur kvaðst St. Pierre vera með stór áform og var millivigtartitillinn bara fyrsta púslið. Meira vildi hann ekki greina frá áformum sínum fyrr en að bardaganum loknum. Saga St. Pierre er í raun klassísk saga sem mætti jafnvel sjá fyrir sér sem Hollywood kvikmynd. Hann ólst upp í smábæ í Kanada og var snemma lagður í einelti í skólanum. Hann var auðvelt fórnarlamb enda lítill og varnarlaus á þeim tíma. Hann fór þó að læra karate til að læra að verja sig og þegar hann gat loksins svarað fyrir sig hætti eineltið. Karate fangaði hug hans á unglingsárum en þegar hann sá fyrstu UFC keppninna vissi hann hvert hann ætlaði að stefna. Hann ætlaði að verða besti bardagaíþróttmaður í heimi og það tókst honum. St. Pierre varð fyrst veltivigtarmeistari í nóvember 2006. Líkt og hjá sjálfum Rocky Balboa missti nýkrýndi meistarinn sjónar á því sem raunverulega skipti máli og eyddi hann of miklum tíma á skemmtanalífinu. Það kom honum svo um koll þegar hann tapaði í sinni fyrstu titilvörn og var það dýrmæt lexía. St. Pierre varð upp frá því fullkomin bardagavél sem vann 12 bardaga í röð. Í kvöld snýr hann aftur eftir fjögurra ára hlé og á hann erfitt verk fyrir höndum gegn millivigtarmeistaranum Michael Bisping. Bretinn kjaftfori er stærri en St. Pierre og gæti þetta orðið langt kvöld fyrir St. Pierre. Það væri þó dæmigerður endir á Hollywood kvikmyndinni ef St. Pierre tekst hið óvænta og sigrar Bisping. Takist honum ætlunarverkið sitt yrði hann einn af fáum sem vinnur belti í tveimur mismunandi þyngdarflokkum en aðeins Randy Couture, B.J. Penn og Conor McGregor hafa leikið það eftir. Michael Bisping er þó alveg sama um fallegan endi á Hollywood kvikmynd og ætlar svo sannarlega ekki að láta beltið af hendi auðveldlega. Bisping er talinn sigurstranglegri af veðbönkum og verður afskaplega spennandi að sjá gamla veltivigtarkónginn aftur í búrinu. UFC 217 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 2.
MMA Tengdar fréttir Rose fékk sér meistaraklippingu Allir bardagakapparnir á UFC 217 eru komnir til New York þar sem bardagakvöldið risastóra fer fram á laugardag. 1. nóvember 2017 11:30 Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 217 Stærsta kvöld ársins hjá UFC er um næstu helgi og upphitun fyrir risakvöldið er hafið. Þá verða þrír titilbardagar á dagskránni plús fullt af öðrum áhugaverðum bardögum. 31. október 2017 13:00 Bisping lenti í harkalegu rifrildi við Masvidal | Myndband Michael Bisping og Jorge Masvidal eru báðir að berjast á UFC 217 annað kvöld. Þeir eru samt ekki að berjast við hvorn annan og eru ekki í sama þyngdarflokki. Samt lentu þeir í svakalegu rifrildi. 3. nóvember 2017 22:30 Synd að þurfa að lemja glæsimenni eins og GSP Millivigtarmeistarinn Michael Bisping heldur áfram að skemmta andstæðingi sínum um helgina, Georges St-Pierre, með kostulegum ummælum. 3. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Rose fékk sér meistaraklippingu Allir bardagakapparnir á UFC 217 eru komnir til New York þar sem bardagakvöldið risastóra fer fram á laugardag. 1. nóvember 2017 11:30
Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 217 Stærsta kvöld ársins hjá UFC er um næstu helgi og upphitun fyrir risakvöldið er hafið. Þá verða þrír titilbardagar á dagskránni plús fullt af öðrum áhugaverðum bardögum. 31. október 2017 13:00
Bisping lenti í harkalegu rifrildi við Masvidal | Myndband Michael Bisping og Jorge Masvidal eru báðir að berjast á UFC 217 annað kvöld. Þeir eru samt ekki að berjast við hvorn annan og eru ekki í sama þyngdarflokki. Samt lentu þeir í svakalegu rifrildi. 3. nóvember 2017 22:30
Synd að þurfa að lemja glæsimenni eins og GSP Millivigtarmeistarinn Michael Bisping heldur áfram að skemmta andstæðingi sínum um helgina, Georges St-Pierre, með kostulegum ummælum. 3. nóvember 2017 11:30