„Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 11:12 Í raun hefur ekkert verið útilokað varðandi stjórnarmyndun, þar með talið þriggja flokka ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins en ýmsir vilja meina að það yrði erfitt fyrir Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, að taka þátt í slíkri stjórn. vísir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. Einn möguleikinn sé þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Þá hafi Framsóknarflokkurinn verið í stjórnarmyndunarviðræðunum með Vinstri grænum, Samfylkingunni og Pírtöum en flokkurinn sleit viðræðunum í gær. Ástæðan er tæpur meirihluti flokkanna fjögurra en þeir eru saman með 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta á þingi. Lilja ræddi stöðuna í pólitíkinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Staðan er sú að það slitnaði upp úr þessu í gær eins og allri þjóðinni er kunnugt um. Það sem við leggjum áherslu á núna í framhaldinu, og við höfum alltaf gert frá því núna eftir kosningar, er að við viljum að sé mynduð ríkisstjórn sem stuðlar að pólitískum stöðugleika, félagslegum stöðugleika og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Lilja.Mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt Hún sagði Framsókn hafa viljað fá Viðreisn og Flokk fólksins með í viðræður flokkanna fjögurra til að breikka þær en formennirnir fjórir hafi á endanum ákveðið að setjast niður og fjölga ekki í hópnum. „En við höfum verið á því í Framsóknarflokknum að það sé mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt. Af hverju segi ég það? Jú, það er vegna þess að við höfum náð okkur efnahagslega nokkuð vel eftir fjármálahrunið en það sem hefur skort í íslensku samfélagi er ákveðin sátt. Sátt um næstu skref er varðar innviðauppbyggingu og hvernig við förum í þessi stóru verkefni,“ sagði Lilja og nefndi meðal annars komandi kjaraviðræður. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að það þyrfti traustari stjórn til að fara inn í kjaraviðræður en ég legg áherslu á að því gefnu þá er er ekki verið að útiloka einn eða neinn af þeim flokkum sem komu að þessu. Staðan er frekar flókin í íslenskum stjórnmálum og það vill þannig til að allir þeir flokkar sem eru kosnir á Alþingi Íslendinga hafa tiltölulega breiðan hóp á bak við sig. [...] Ég er að tala um að ríkisstjórnin endurspegli breiðan hóp fólks og það þarf ekki endilega að vera þannig að það séu margir flokkar heldur að það séu mismunandi sjónarmið sem mætast í þessari ríkisstjórn,“ sagði Lilja. Aðspurð hvort það væri raunhæfur möguleiki að mynda þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sagði Lilja: „Ég held eins og staðan er að þá er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur. [...] Ég sé þann möguleika jafnvel og líka fleiri möguleika.“Viðtalið við Lilju í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. 6. nóvember 2017 17:36 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Vaktin: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. Einn möguleikinn sé þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Þá hafi Framsóknarflokkurinn verið í stjórnarmyndunarviðræðunum með Vinstri grænum, Samfylkingunni og Pírtöum en flokkurinn sleit viðræðunum í gær. Ástæðan er tæpur meirihluti flokkanna fjögurra en þeir eru saman með 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta á þingi. Lilja ræddi stöðuna í pólitíkinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Staðan er sú að það slitnaði upp úr þessu í gær eins og allri þjóðinni er kunnugt um. Það sem við leggjum áherslu á núna í framhaldinu, og við höfum alltaf gert frá því núna eftir kosningar, er að við viljum að sé mynduð ríkisstjórn sem stuðlar að pólitískum stöðugleika, félagslegum stöðugleika og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Lilja.Mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt Hún sagði Framsókn hafa viljað fá Viðreisn og Flokk fólksins með í viðræður flokkanna fjögurra til að breikka þær en formennirnir fjórir hafi á endanum ákveðið að setjast niður og fjölga ekki í hópnum. „En við höfum verið á því í Framsóknarflokknum að það sé mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt. Af hverju segi ég það? Jú, það er vegna þess að við höfum náð okkur efnahagslega nokkuð vel eftir fjármálahrunið en það sem hefur skort í íslensku samfélagi er ákveðin sátt. Sátt um næstu skref er varðar innviðauppbyggingu og hvernig við förum í þessi stóru verkefni,“ sagði Lilja og nefndi meðal annars komandi kjaraviðræður. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að það þyrfti traustari stjórn til að fara inn í kjaraviðræður en ég legg áherslu á að því gefnu þá er er ekki verið að útiloka einn eða neinn af þeim flokkum sem komu að þessu. Staðan er frekar flókin í íslenskum stjórnmálum og það vill þannig til að allir þeir flokkar sem eru kosnir á Alþingi Íslendinga hafa tiltölulega breiðan hóp á bak við sig. [...] Ég er að tala um að ríkisstjórnin endurspegli breiðan hóp fólks og það þarf ekki endilega að vera þannig að það séu margir flokkar heldur að það séu mismunandi sjónarmið sem mætast í þessari ríkisstjórn,“ sagði Lilja. Aðspurð hvort það væri raunhæfur möguleiki að mynda þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sagði Lilja: „Ég held eins og staðan er að þá er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur. [...] Ég sé þann möguleika jafnvel og líka fleiri möguleika.“Viðtalið við Lilju í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. 6. nóvember 2017 17:36 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Vaktin: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. 6. nóvember 2017 17:36
Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00
Vaktin: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45