Leiðtogarnir glíma við pólitískt púsluspil í dag Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2017 12:30 Eftir því sem fréttastofa kemst næst kanna leiðtogarnir baklandið í flokkum sínum en næstu leikir velta á því hvort grunvöllur er til viðræðna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og þá með hverjum. Myndin er af Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata, Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og var tekin í Kosningauppgjöri Stöðvar 2 daginn eftir kosningar. vísir/anton brink Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. Flest bendir til að næst verði rætt um myndun stjórnar flokka með Sjálfstæðisflokknum en þar koma nokkrir möguleikar til greina. Sumir þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í morgun telja að aldrei hafi verið raunverulegur áhugi á myndun fjögurra flokka stjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata, hvorki innan Framsóknarflokksins og jafnvel Vinstri grænna. Vissulega yrði meirihluti slíkrar stjórnar tæpur og mikið traust hefði þurft að ríkja á milli flokkanna sem greinilega náðist ekki. Áhugi Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er augljós enda beindi hann því til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna að hefja viðræður við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar virðist áhugi Sigurðar Inga minni á því að vinna með Viðreisn og enn minni að vinna með Miðflokknum. Bjarni hefur nokkra kosti til að skoða, meðal annars þann sem hér var nefndur að ofan sem hefði 35 þingmenn á bakvið sig. En hann gæti líka rætt við Samfylkinguna um myndun stjórnar með henni, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum sem hefði 34 þingmenn og jafnvel haft Viðreisn einnig með en slík fjögurra flokka stjórn hefði 38 þingmenn á bakvið sig. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kanna leiðtogarnir baklandið í flokkum sínum en næstu leikir velta á því hvort grunvöllur er til viðræðna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og þá með hverjum. Þar gæti líka verið tekist á um hver ætti að leiða slíkt samstarf, Katrín eða Bjarni. Hann gæti einnig kosið að ræða myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks, Flokks fólksins með 35 þingmenn eins ef Flokki fólksins yrði skipt út fyrir Viðreisn. En þá þyrfti Sigurður Ingi að láta af andstöðu sinni við samstarf með Miðflokknum og ekki er mikill áhugi á slíkri stjórn innan Viðreisnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Viðreisn var með þingflokksfund í morgun þar sem staða mála var rædd og Flokkur fólksins hefur boðað þingflokksfund klukkan fjögur í dag. Aðrir flokkar hafa ekki boðað þingflokksfundi eftir því sem fréttastofa kemst næst. Forseti Íslands mun væntanlega gefa formönnum svigrúm til þreifinga í dag og jafnvel á morgun áður en hann boðar þá til fundar við sig eða gefur einhverjum leiðtoganna umboð til myndunar stjórnar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. Flest bendir til að næst verði rætt um myndun stjórnar flokka með Sjálfstæðisflokknum en þar koma nokkrir möguleikar til greina. Sumir þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í morgun telja að aldrei hafi verið raunverulegur áhugi á myndun fjögurra flokka stjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata, hvorki innan Framsóknarflokksins og jafnvel Vinstri grænna. Vissulega yrði meirihluti slíkrar stjórnar tæpur og mikið traust hefði þurft að ríkja á milli flokkanna sem greinilega náðist ekki. Áhugi Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er augljós enda beindi hann því til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna að hefja viðræður við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar virðist áhugi Sigurðar Inga minni á því að vinna með Viðreisn og enn minni að vinna með Miðflokknum. Bjarni hefur nokkra kosti til að skoða, meðal annars þann sem hér var nefndur að ofan sem hefði 35 þingmenn á bakvið sig. En hann gæti líka rætt við Samfylkinguna um myndun stjórnar með henni, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum sem hefði 34 þingmenn og jafnvel haft Viðreisn einnig með en slík fjögurra flokka stjórn hefði 38 þingmenn á bakvið sig. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kanna leiðtogarnir baklandið í flokkum sínum en næstu leikir velta á því hvort grunvöllur er til viðræðna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og þá með hverjum. Þar gæti líka verið tekist á um hver ætti að leiða slíkt samstarf, Katrín eða Bjarni. Hann gæti einnig kosið að ræða myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks, Flokks fólksins með 35 þingmenn eins ef Flokki fólksins yrði skipt út fyrir Viðreisn. En þá þyrfti Sigurður Ingi að láta af andstöðu sinni við samstarf með Miðflokknum og ekki er mikill áhugi á slíkri stjórn innan Viðreisnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Viðreisn var með þingflokksfund í morgun þar sem staða mála var rædd og Flokkur fólksins hefur boðað þingflokksfund klukkan fjögur í dag. Aðrir flokkar hafa ekki boðað þingflokksfundi eftir því sem fréttastofa kemst næst. Forseti Íslands mun væntanlega gefa formönnum svigrúm til þreifinga í dag og jafnvel á morgun áður en hann boðar þá til fundar við sig eða gefur einhverjum leiðtoganna umboð til myndunar stjórnar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12
Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00