Leitinni er ekki lokið Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2017 14:30 Ása Nishanthi Magnúsdóttir leitar enn að móður sinni. Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi.Sumir dagar voru erfiðir fyrir Ásu úti í Sri Lanka.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum á sunnudaginn kom fátt í ljós um blóðmóður Ásu. Leitin gekk einfaldlega ekki upp og keyrði teymið í raun alltaf inn í botnlanga eins og Ása orðaði það sjálf í þættinum. Ása og Sigrún Ósk fóru á hvern fundinn á eftir öðrum og gátu fáir gefið skýr svör um.Myndin umtalaða frá árinu 1985.Blaðamaður frá Sri Lanka telur fullvíst að ættleiðingarskjöl Ásu séu í raun fölsuð og þegar það varð ljóst brotnaði hún niður.Andlega búin á því „Ég bjóst ekki við þessu öllu með skjölin og það er það sem er búið að flækja þetta allt svakalega mikið,“ segir Ása. „Ég er andlega búin á því, ég get bara sagt það. Innst inni í mér var mikil von en ég reyndi svo svakalega að halda aftur af mér. Þetta var svolítið sárt í dag. Það var bara eins og það væru allar götur lokaðar, hver botnlanginn á eftir öðrum. Það sem mér finnst verst að heyra er að blóðmóðir mín er að gefa mig í góðri trú, móðir mín er að ættleiða mig í góðri trú en svo eru svindlarar þarna á milli.“ Ása var stundum í miklum vandræðum með tilfinningar sínar í þættinum. Hún hefur alltaf átt mynd af móður sinni og sér frá árinu 1985 þegar hún var ættleidd. Ása hugsaði stundum í ferlinu hvort þetta væri í raun móðir hennar. „Þetta er hún og ég ætla bara halda áfram að hugsa það. Hver er ég þá? Ef ekkert stenst? Ekki pappírarnir og ekki myndin. Þetta er bara sárt.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum á sunnudaginn en Ása ætlar ekki að gefast upp og áttar sig á því að svona leit getur tekið tíma. Leitin að upprunanum Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi.Sumir dagar voru erfiðir fyrir Ásu úti í Sri Lanka.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum á sunnudaginn kom fátt í ljós um blóðmóður Ásu. Leitin gekk einfaldlega ekki upp og keyrði teymið í raun alltaf inn í botnlanga eins og Ása orðaði það sjálf í þættinum. Ása og Sigrún Ósk fóru á hvern fundinn á eftir öðrum og gátu fáir gefið skýr svör um.Myndin umtalaða frá árinu 1985.Blaðamaður frá Sri Lanka telur fullvíst að ættleiðingarskjöl Ásu séu í raun fölsuð og þegar það varð ljóst brotnaði hún niður.Andlega búin á því „Ég bjóst ekki við þessu öllu með skjölin og það er það sem er búið að flækja þetta allt svakalega mikið,“ segir Ása. „Ég er andlega búin á því, ég get bara sagt það. Innst inni í mér var mikil von en ég reyndi svo svakalega að halda aftur af mér. Þetta var svolítið sárt í dag. Það var bara eins og það væru allar götur lokaðar, hver botnlanginn á eftir öðrum. Það sem mér finnst verst að heyra er að blóðmóðir mín er að gefa mig í góðri trú, móðir mín er að ættleiða mig í góðri trú en svo eru svindlarar þarna á milli.“ Ása var stundum í miklum vandræðum með tilfinningar sínar í þættinum. Hún hefur alltaf átt mynd af móður sinni og sér frá árinu 1985 þegar hún var ættleidd. Ása hugsaði stundum í ferlinu hvort þetta væri í raun móðir hennar. „Þetta er hún og ég ætla bara halda áfram að hugsa það. Hver er ég þá? Ef ekkert stenst? Ekki pappírarnir og ekki myndin. Þetta er bara sárt.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum á sunnudaginn en Ása ætlar ekki að gefast upp og áttar sig á því að svona leit getur tekið tíma.
Leitin að upprunanum Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira