Ætla að taka áhættur í síðustu tveimur keppnum ársins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. nóvember 2017 20:15 Force India liðið hefur sýnt mikinn stöðugleika á árinu. Vísir/Getty Vijay Mallya, einn eiganda Force India liðsins hefur sagt að nú geti liðið einbeitt sér að því að prófa nýja hluti og taka áhættur sem það ætli að gera. Force India liðið tryggði sér fjórða sæti í keppni bílasmiða í Mexíkó kappakstrinum. Force India er með 99 stiga forskot á Williams sem er í fimmta sæti og þegar tvær keppnir eru eftir eru í mestalagi 86 stig í pottinum. Liðið er svo 165 stigum á eftir Red Bull sem er í þriðja sæti. Mallya segir tímabilið vera það besta í sögu liðsins og var sérstaklega ánægður með að tryggja fjórða sætið þegar tvær umferðir eru eftir í mótaröðinni. „Að tryggja fjórða sæti í keppni bílasmiða annað árið í röð er frábært afrek. Ég er afar stoltur af liðinu og mjög kátur með að það takist þegar tvær keppnir eru eftir. Við höfum þegar bætt stigametið okkar og við erum bara 25 stigum frá 200 stiga múrnum. Það sýnir hversu stöðug veið höfum verið allt árið,“ sagði Mallya. „Okkur hungrar enn í góð úrslit og við viljum enda tímabilið vel en við ætlum að prófa nýjar nálganir á föstudögum og jafnvel nýja ökumenn á föstudögum til að sjá hvort það er eitthvað sem við getum lært fyrir næsta ár. Við munum einnig vera með sókndjarfari keppnisáætlanir og taka meiri áhættur,“ bætti Mallya við. Formúla Tengdar fréttir Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Vijay Mallya, einn eiganda Force India liðsins hefur sagt að nú geti liðið einbeitt sér að því að prófa nýja hluti og taka áhættur sem það ætli að gera. Force India liðið tryggði sér fjórða sæti í keppni bílasmiða í Mexíkó kappakstrinum. Force India er með 99 stiga forskot á Williams sem er í fimmta sæti og þegar tvær keppnir eru eftir eru í mestalagi 86 stig í pottinum. Liðið er svo 165 stigum á eftir Red Bull sem er í þriðja sæti. Mallya segir tímabilið vera það besta í sögu liðsins og var sérstaklega ánægður með að tryggja fjórða sætið þegar tvær umferðir eru eftir í mótaröðinni. „Að tryggja fjórða sæti í keppni bílasmiða annað árið í röð er frábært afrek. Ég er afar stoltur af liðinu og mjög kátur með að það takist þegar tvær keppnir eru eftir. Við höfum þegar bætt stigametið okkar og við erum bara 25 stigum frá 200 stiga múrnum. Það sýnir hversu stöðug veið höfum verið allt árið,“ sagði Mallya. „Okkur hungrar enn í góð úrslit og við viljum enda tímabilið vel en við ætlum að prófa nýjar nálganir á föstudögum og jafnvel nýja ökumenn á föstudögum til að sjá hvort það er eitthvað sem við getum lært fyrir næsta ár. Við munum einnig vera með sókndjarfari keppnisáætlanir og taka meiri áhættur,“ bætti Mallya við.
Formúla Tengdar fréttir Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45