Tveir skólar urðu hlutskarpastir í gær, Réttarholtsskóli og Rimaskóli. Aðrir skólar sem stigu á stokk í gær voru Hólabrekkuskóli, Klettaskóli, Háteigsskóli, Ingunnarskóli, Laugalækjarskóli, Tjarnarskóli og Ölduselsskóli.
Er þetta í jafnframt í fyrsta sinn sem Klettaskóli skráir sig til leiks.

Alls taka 26 unglingaskólar þátt í ár en það eru fleiri skólar en nokkru sinni áður. Síðasta undanúrslitakvöldið fer fram í kvöld.
Áður hafa Árbæjarskóli og Langholtsskóli tryggt sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu í næstu viku.