Fjárfestar að missa þolinmæðina gagnvart Snapchat Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2017 13:22 Fyrirtækið tapaði rúmlega 400 milljónum dala, eða rúmum 42 milljörðum króna. Vísir/Getty Fyrirtækið Snap Inc. birti í gær þriðja ársfjórðungsuppgjör sitt og olli það verulegum vonbrigðum meðal fjárfesta. Það var líka í þriðja sinn sem hlutabréf fyrirtækisins lækka mikið í verði vegna þess að tekjur Snapchat, dótturfélags Snap Inc, þykja ekki nægar og hið sama er að segja um aukningu notenda.Samkvæmt frétt BBC tapaði fyrirtækið rúmlega 400 milljónum dala, eða rúmum 42 milljörðum króna.Vegna uppgjörsins ætla starfsmenn Snapchat að gera umfangsmiklar breytingar á samfélagsmiðlinum sem ætlað er að gera notkun forritsins auðveldari.Auðvelda notkun Snapchat Í tilkynningu til fjárfesta sagði Evan Spiegel, framkvæmdastjóri Snap, að starfsmenn fyrirtækisins hefðu lengi vitað af því að notendur ættu erfitt með að skilja Snapchat og það reyndist mörgum erfitt að nota það. Verið sé að bregðast við því.Spiegel sagði þó einnig að miklar líkur séu á því að breytingarnar muni koma niður á rekstri Snapchat, til skamms tíma, og ómögulegt sé að segja til um hvernig þeir muni bregðast við. Blaðamaður Bloomberg er stóryrt en hún byrjar grein sína á þeim orðum að átta mánuðum eftir að Snapchat fór á markað sé fyrirtækið „hörmung“ og svo virðist sem að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki trú á þeirri stefnu sem þeir hafi lagt.178 milljónir notendaÞrátt fyrir að tekjur Snapchat hafi aukist hratt frá því að fyrirtækið hóf að selja auglýsingar fyrir þremur árum sé það langt frá því að vera nóg. Bloomberg bendir einnig á að í uppgjöri Snapchat komi fram að fyrirtækið hagnist að meðaltali um 1,17 dali daglega fyrir hvern af þeim 178 milljónum sem nota samfélagsmiðilinn á degi hverjum. Facebook hagnast um 5,07 dali daglega fyrir hvern notenda, miðað við þriðja árfjórðungsuppgjör fyrirtækisins.Munurinn þar á milli er þó til marks að Snapchat er ungt fyrirtæki og vaxtarmöguleikarnir gætu verið miklir ef haldið verði rétt á spöðunum. Nú í dag keypti kínverska fyrirtækið Tencent Holdings Ltd. tíu prósent í Snap Inc. Tencent á tvo samfélagsmiðla í Kína, WeChat og QQ, sem tæplega milljarður manna notar daglega. Fyrirtækið á einnig Ali Baba. Forsvarsmenn Snap Inc segjast geta lært mikið af reynslu Tencent varðandi tekjuöflun. Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Fyrirtækið Snap Inc. birti í gær þriðja ársfjórðungsuppgjör sitt og olli það verulegum vonbrigðum meðal fjárfesta. Það var líka í þriðja sinn sem hlutabréf fyrirtækisins lækka mikið í verði vegna þess að tekjur Snapchat, dótturfélags Snap Inc, þykja ekki nægar og hið sama er að segja um aukningu notenda.Samkvæmt frétt BBC tapaði fyrirtækið rúmlega 400 milljónum dala, eða rúmum 42 milljörðum króna.Vegna uppgjörsins ætla starfsmenn Snapchat að gera umfangsmiklar breytingar á samfélagsmiðlinum sem ætlað er að gera notkun forritsins auðveldari.Auðvelda notkun Snapchat Í tilkynningu til fjárfesta sagði Evan Spiegel, framkvæmdastjóri Snap, að starfsmenn fyrirtækisins hefðu lengi vitað af því að notendur ættu erfitt með að skilja Snapchat og það reyndist mörgum erfitt að nota það. Verið sé að bregðast við því.Spiegel sagði þó einnig að miklar líkur séu á því að breytingarnar muni koma niður á rekstri Snapchat, til skamms tíma, og ómögulegt sé að segja til um hvernig þeir muni bregðast við. Blaðamaður Bloomberg er stóryrt en hún byrjar grein sína á þeim orðum að átta mánuðum eftir að Snapchat fór á markað sé fyrirtækið „hörmung“ og svo virðist sem að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki trú á þeirri stefnu sem þeir hafi lagt.178 milljónir notendaÞrátt fyrir að tekjur Snapchat hafi aukist hratt frá því að fyrirtækið hóf að selja auglýsingar fyrir þremur árum sé það langt frá því að vera nóg. Bloomberg bendir einnig á að í uppgjöri Snapchat komi fram að fyrirtækið hagnist að meðaltali um 1,17 dali daglega fyrir hvern af þeim 178 milljónum sem nota samfélagsmiðilinn á degi hverjum. Facebook hagnast um 5,07 dali daglega fyrir hvern notenda, miðað við þriðja árfjórðungsuppgjör fyrirtækisins.Munurinn þar á milli er þó til marks að Snapchat er ungt fyrirtæki og vaxtarmöguleikarnir gætu verið miklir ef haldið verði rétt á spöðunum. Nú í dag keypti kínverska fyrirtækið Tencent Holdings Ltd. tíu prósent í Snap Inc. Tencent á tvo samfélagsmiðla í Kína, WeChat og QQ, sem tæplega milljarður manna notar daglega. Fyrirtækið á einnig Ali Baba. Forsvarsmenn Snap Inc segjast geta lært mikið af reynslu Tencent varðandi tekjuöflun.
Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira