Erlent

Segja þvinganir koma niður á konum og börnum

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu skoðar barnaskó.
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu skoðar barnaskó. Vísir/AFP
Yfirvöld Norður-Kóreu segja refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn ríkinu koma niður á konum og börnum landsins. Ríkið reyni eftir bestu getu að bæta réttindi kvenna og jafnrétti. Han Tae Song, sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði þetta á fundi nefndar SÞ um mismunun gegn konum.

Han krafðist einnig þess að Suður-Kórea skilaði tólf gengilbeinum sem hann sagði að hefði verið rænt frá Kína þar sem þær voru að vinna. Sendiherran sagði hið meinta mannrán vera glæp gegn mankyninu.

Yfirvöld Suður-Kóreu segja tólf konur og einn mann hafa sótt um hæli þar í landi.

Han sagði einnig að aðgerðir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra kæmu niður á gleði þjóðarinnar. Þeir væru að beyta grimmilegum aðferðum til að reyna að kæfa hugmyndir og kerfi Norður-Kóreu, samkvæmt frétt Reuters.

Hann sagði þvinganir koma í veg fyrir dreifingu sjúkragagna, lyfja og jafnvel reiðhjóla fyrir börn. Þær ógnuðu jafnrétti kvenna og lífum barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×