Breytt borg og horfnar sjoppur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 20:00 Á Þjóðminjasafninu er nú haldin yfirlitssýning um hálfrar aldrar feril Guðmundar Ingólfssonar ljósmyndara. Erla Björg Gunnarsdóttir hitti Guðmund og ræddi við hann um síbreytilega ásýnd borgarinnar, sjoppusjarma og mikilvægi fjölskyldualbúma. Sýningin ber heitið Á eigin vegum og vísar til þeirra mynda sem Guðmundur hefur tekið að eigin frumkvæði eins og hann orðar það sjálfur. Árið 1986 myndaði hann hvert einasta hús í Kvosinni fyrir Torfusamtökin og ákvað að mynda þau aftur 25 árum síðar. Á þeim tíma segir hann ferðamenn og bíla hafa breytt borgarásýndinni. „Breytingin var að 1986 gat ég myndað öll hús bíllaus en núna er engin leið að komast að húsunum án þess að það séu bílar. Eftir að barirnir komu þá skilur fólk eftir bíla yfir nótt," segir Guðmundur glottandi. Ljósmyndarinn hefur einnig sérstakan áhuga á söluturnum. „Söluturninn voru sérstakt fyrirbrigði og eru ennþá. Því miður hefur slegið á söluturna því það er verslunarkeðja sem heitir 10-11 sem tók þeirra hlutverk yfir.“Söluturninn á Tryggvagötumynd/Guðmundur IngólfssonÁ sýningunni má sjá sjoppur í miðborginni á níunda áratug síðustu aldar. Samkeppnin á þessum tíma var hörð og fólk hugsaði út fyrir boxið til að vekja athygli á sér og má þar nefna flugvélastélið sem kom út úr sjoppunni á Tryggvagötu. En allar þessar sjoppur eru horfnar úr borginni. Nema Pulsuvagninn. Hann lifir. „Pulsuvagninn er bara fyrirtæki af sömu stærðargráðu og Landsbankinn," segir Guðmundur hlæjandi.Söluturninn á Túngötumynd/Guðmundur IngólfssonGuðmundur segir ljósmyndun hafa breyst mikið á hálfri öld. Fyrst og fremst sé búið að alþýðuvæða greinina og vísar hann þar til símamynda. Hann segir þó sjálfsmyndir eða selfies aldeilis ekki vera nýtt fyrirbæri og bendir mér á áratuga gamla sjálfsmynd af honum og konu hans. En hann saknar fjölskyldualbúmsins og því ákvað hann að setja upp fjölskyldumyndavegg á sýningunni til að vekja athygli á mikilvægi þess að setja myndir í albúm. „Það er nefnilega þannig með nútímatækni að það getur gerst að margar myndir daga í tölvum. Fólk skiptir kannski um tölvu, lætur gömlu tölvuna í skápinn með harða diskinum og öllum myndunum föstum þar inni. Svo gleymast þær," segir Guðmundur og mælir með að fólk fari í gegnum myndirnar sínar einu sinni til tvisvar á ári. „Og framkalla myndirnar á pappír. Fisísk ljósmynd lifir lengur en tölvugögn." Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Á Þjóðminjasafninu er nú haldin yfirlitssýning um hálfrar aldrar feril Guðmundar Ingólfssonar ljósmyndara. Erla Björg Gunnarsdóttir hitti Guðmund og ræddi við hann um síbreytilega ásýnd borgarinnar, sjoppusjarma og mikilvægi fjölskyldualbúma. Sýningin ber heitið Á eigin vegum og vísar til þeirra mynda sem Guðmundur hefur tekið að eigin frumkvæði eins og hann orðar það sjálfur. Árið 1986 myndaði hann hvert einasta hús í Kvosinni fyrir Torfusamtökin og ákvað að mynda þau aftur 25 árum síðar. Á þeim tíma segir hann ferðamenn og bíla hafa breytt borgarásýndinni. „Breytingin var að 1986 gat ég myndað öll hús bíllaus en núna er engin leið að komast að húsunum án þess að það séu bílar. Eftir að barirnir komu þá skilur fólk eftir bíla yfir nótt," segir Guðmundur glottandi. Ljósmyndarinn hefur einnig sérstakan áhuga á söluturnum. „Söluturninn voru sérstakt fyrirbrigði og eru ennþá. Því miður hefur slegið á söluturna því það er verslunarkeðja sem heitir 10-11 sem tók þeirra hlutverk yfir.“Söluturninn á Tryggvagötumynd/Guðmundur IngólfssonÁ sýningunni má sjá sjoppur í miðborginni á níunda áratug síðustu aldar. Samkeppnin á þessum tíma var hörð og fólk hugsaði út fyrir boxið til að vekja athygli á sér og má þar nefna flugvélastélið sem kom út úr sjoppunni á Tryggvagötu. En allar þessar sjoppur eru horfnar úr borginni. Nema Pulsuvagninn. Hann lifir. „Pulsuvagninn er bara fyrirtæki af sömu stærðargráðu og Landsbankinn," segir Guðmundur hlæjandi.Söluturninn á Túngötumynd/Guðmundur IngólfssonGuðmundur segir ljósmyndun hafa breyst mikið á hálfri öld. Fyrst og fremst sé búið að alþýðuvæða greinina og vísar hann þar til símamynda. Hann segir þó sjálfsmyndir eða selfies aldeilis ekki vera nýtt fyrirbæri og bendir mér á áratuga gamla sjálfsmynd af honum og konu hans. En hann saknar fjölskyldualbúmsins og því ákvað hann að setja upp fjölskyldumyndavegg á sýningunni til að vekja athygli á mikilvægi þess að setja myndir í albúm. „Það er nefnilega þannig með nútímatækni að það getur gerst að margar myndir daga í tölvum. Fólk skiptir kannski um tölvu, lætur gömlu tölvuna í skápinn með harða diskinum og öllum myndunum föstum þar inni. Svo gleymast þær," segir Guðmundur og mælir með að fólk fari í gegnum myndirnar sínar einu sinni til tvisvar á ári. „Og framkalla myndirnar á pappír. Fisísk ljósmynd lifir lengur en tölvugögn."
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira