Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Sveinn Arnarsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Fiskeldi er svo sannarlega stækkandi atvinnugrein og skapar hundruð starfa á Vest- og Austfjörðum. Vísir/pjetur Úrgangslosun í sjó af völdum sjókvíaeldis á Íslandi samsvarar því ef skólp Reykvíkinga færi óhreinsað í sjóinn. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það ekki mikið miðað við það magn sem Færeyingar og Norðmenn framleiða. Fram kemur í tölulegum upplýsingum um umhverfisáhrif laxeldis að: „úrgangsefni við framleiðslu á einu tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá átta manns.“ Samkvæmt Kristjáni Davíðssyni, framkvæmdastjóra landssambandsins, segir hann að allt að 14.000 tonn verði framleidd af fiski í ár og að þessi iðnaður sé í stöðugri framþróun og sókn. Því er mjög líklegt að magn framleidds fiskjar úr sjókvíum aukist mjög á næstu árum.Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra14.000 tonn af framleiddum laxi og urriða í sjó þýðir því að skólp 112.000 manna rynni óhreinsað í sjóinn. Til samanburðar bjuggu í höfuðborginni í byrjun árs rétt um 123 þúsund manns. Þorsteinn Másson er svæðisstjóri Arnarlax á Bíldudal. Hann segir fyrirtækið leggja gríðarlega áherslu á að framleiðsla þess sé í sátt og samlyndi við náttúruna og valdi engum spjöllum. Mikil verðmæti verði til í sjókvíum fyrirtækisins. „Ef við lítum til þess hversu mikið af mat við framleiðum og hversu góð nýtingin er þá er þetta ekki mikið. Okkur er mikið í mun að lágmarka umhverfisáhrif okkar eins mikið og hægt er með aðstoð Hafrannsóknastofnunar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar,“ segir Þorsteinn.Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri LFBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra telur að óhreinsaður úrgangur frá sjókvíaeldi sé nokkuð mikill séu tölurnar réttar um að þær samsvari óhreinsuðu klóakrennsli Reykjavíkur. „Það er mjög mikið að mínu mati og er ástæða þess að ég og minn flokkur vildum fara leið Norðmanna og skoða lokað sjókvíaeldi sem lágmarkar úrgang frá fiski og lágmarkar hættu á erfðablöndun,“ segir Björt. „Hér hefur umræða um erfðablöndun verið mikil en lítið talað um umhverfisáhrif eins og losun úrgangs í hafið af þessum iðnaði. Því ættum við að fara okkur hægt og taka upp bætta tækni með lokuðum kerfum.“ Kristján Davíðsson, framkvæmdastjóri LF, segir þetta ekki mikið. „Þú getur borið það saman við Færeyjar sem framleiða fjórum sinnum meira og Noreg sem framleiðir 1,3 milljónir tonna árlega. Svo er úrgangur úr fiski eins og úrgangur frá húsdýrum á landi. Þetta er áburður og lífrænt efni. Við þurfum bara að sjá til þess að hann dreifi sér vel með straumum,“ segir Kristján. Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Úrgangslosun í sjó af völdum sjókvíaeldis á Íslandi samsvarar því ef skólp Reykvíkinga færi óhreinsað í sjóinn. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það ekki mikið miðað við það magn sem Færeyingar og Norðmenn framleiða. Fram kemur í tölulegum upplýsingum um umhverfisáhrif laxeldis að: „úrgangsefni við framleiðslu á einu tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá átta manns.“ Samkvæmt Kristjáni Davíðssyni, framkvæmdastjóra landssambandsins, segir hann að allt að 14.000 tonn verði framleidd af fiski í ár og að þessi iðnaður sé í stöðugri framþróun og sókn. Því er mjög líklegt að magn framleidds fiskjar úr sjókvíum aukist mjög á næstu árum.Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra14.000 tonn af framleiddum laxi og urriða í sjó þýðir því að skólp 112.000 manna rynni óhreinsað í sjóinn. Til samanburðar bjuggu í höfuðborginni í byrjun árs rétt um 123 þúsund manns. Þorsteinn Másson er svæðisstjóri Arnarlax á Bíldudal. Hann segir fyrirtækið leggja gríðarlega áherslu á að framleiðsla þess sé í sátt og samlyndi við náttúruna og valdi engum spjöllum. Mikil verðmæti verði til í sjókvíum fyrirtækisins. „Ef við lítum til þess hversu mikið af mat við framleiðum og hversu góð nýtingin er þá er þetta ekki mikið. Okkur er mikið í mun að lágmarka umhverfisáhrif okkar eins mikið og hægt er með aðstoð Hafrannsóknastofnunar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar,“ segir Þorsteinn.Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri LFBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra telur að óhreinsaður úrgangur frá sjókvíaeldi sé nokkuð mikill séu tölurnar réttar um að þær samsvari óhreinsuðu klóakrennsli Reykjavíkur. „Það er mjög mikið að mínu mati og er ástæða þess að ég og minn flokkur vildum fara leið Norðmanna og skoða lokað sjókvíaeldi sem lágmarkar úrgang frá fiski og lágmarkar hættu á erfðablöndun,“ segir Björt. „Hér hefur umræða um erfðablöndun verið mikil en lítið talað um umhverfisáhrif eins og losun úrgangs í hafið af þessum iðnaði. Því ættum við að fara okkur hægt og taka upp bætta tækni með lokuðum kerfum.“ Kristján Davíðsson, framkvæmdastjóri LF, segir þetta ekki mikið. „Þú getur borið það saman við Færeyjar sem framleiða fjórum sinnum meira og Noreg sem framleiðir 1,3 milljónir tonna árlega. Svo er úrgangur úr fiski eins og úrgangur frá húsdýrum á landi. Þetta er áburður og lífrænt efni. Við þurfum bara að sjá til þess að hann dreifi sér vel með straumum,“ segir Kristján.
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira