Formenn vilja að forsetinn gefi þeim meira svigrúm Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2017 12:00 Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírati, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í Kosningauppgjöri Stöðvar 2 daginn eftir kosningar í liðnum mánuði. vísir/anton brink Ekki liggur fyrir hvort forseti Íslands muni boða leiðtoga stjórnmálaflokkanna á sinn fund í dag til að veita einhverjum þeirra umboð til myndinar ríkisstjórnar. Tveir kostir virðast helst vera í stöðunni, annars vegar um myndun fjögurra flokka stjórnar undir forsæti Bjarna Benediktssonar eða fimm til sex flokka stjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. Það stjórnarmynstur sem helst hefur verið rætt frá því viðræðum um myndun stjórnar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks var slitið á mánudag, það er að segja stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks virðist ekki njóta stuðnings innan þessarra flokka. Meðal annars vegna þess að innan Vinstri grænna er ríkari vilji til að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum ef Samfylkingin kæmi einnig að slíkri stjórn í stað Framsóknarflokks eða auk Framsóknarflokksins, en sú hugmynd nýtur ekki mikils stuðnings innan Samfylkingarinnar. „Formið á þessum samtölum hingað til hefur verið að við erum í raun og veru að ræða saman hvert og eitt við hvert og eitt. Það hafa ekki verið fjölmennari fundir þannig séð. Alla vega ekki margir, svo ég hugsi nú til baka. Þannig að það er ekki verið að setjast niður með einhverja samsetta ríkisstjórn ennþá,“ sagði Katrín Jakobsdóttir seinnipartinn í gær.Tveir kostir taldir líklegastir Því er nú helst rætt um tvo aðra kosti. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins, en ýmis ljón eru í vegi slíkrar stjórnar. Hinn möguleikinn sem helst kæmi til greina er að flokkarnir fjórir sem ræddu möguleika á stjórnarmyndun í síðustu viku taki aftur upp þráðinn og þá með Viðreisn og eða Flokki fólksins. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann hefði rætt þennan möguleika við Katrínu Jakobsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og hefði sú síðarnefnda ekki tekið illa í þessa hugmynd.Gæti hún kannski orðið lokalendingin? „Það er ekkert útilokað. En þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem ég stýrði var slitið á mánudaginn vegna þess að ekki náðist saman. Hluti af því sem var til umræðu í þeim viðræðum var að breikka slíka stjórn í sex flokka stjórn og ekki náðist saman um það. Þannig að eins og ég segi; þær dyr lokuðust þá. En þegar staðan er svona kunna slíkar dyr auðvitað að opnast aftur síðar,“ sagði Katrín.Eftirsótt stjórnarmyndunarumboð Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann væri tilbúinn til að reyna stjórnarmyndun og hann teldi eðlilegt að hann fengi næst umboð forseta Íslands til að reyna að koma saman stjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur einnig eðlilegt að hann fái umboðið út frá hefðum um að annað hvort formaður fjölmennasta þingflokksins eða þess flokks sem mest hefði unnið á í kosningum fengju umboðið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, telur hins vegar eðlilegt að forseti Íslands gefi flokkunum lengra svigrúm til þreifinga. Katrín tekur í svipaðan streng. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir seinnipartinn í gær. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. 9. nóvember 2017 07:00 Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka. 8. nóvember 2017 19:00 Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. 8. nóvember 2017 11:27 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort forseti Íslands muni boða leiðtoga stjórnmálaflokkanna á sinn fund í dag til að veita einhverjum þeirra umboð til myndinar ríkisstjórnar. Tveir kostir virðast helst vera í stöðunni, annars vegar um myndun fjögurra flokka stjórnar undir forsæti Bjarna Benediktssonar eða fimm til sex flokka stjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. Það stjórnarmynstur sem helst hefur verið rætt frá því viðræðum um myndun stjórnar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks var slitið á mánudag, það er að segja stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks virðist ekki njóta stuðnings innan þessarra flokka. Meðal annars vegna þess að innan Vinstri grænna er ríkari vilji til að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum ef Samfylkingin kæmi einnig að slíkri stjórn í stað Framsóknarflokks eða auk Framsóknarflokksins, en sú hugmynd nýtur ekki mikils stuðnings innan Samfylkingarinnar. „Formið á þessum samtölum hingað til hefur verið að við erum í raun og veru að ræða saman hvert og eitt við hvert og eitt. Það hafa ekki verið fjölmennari fundir þannig séð. Alla vega ekki margir, svo ég hugsi nú til baka. Þannig að það er ekki verið að setjast niður með einhverja samsetta ríkisstjórn ennþá,“ sagði Katrín Jakobsdóttir seinnipartinn í gær.Tveir kostir taldir líklegastir Því er nú helst rætt um tvo aðra kosti. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins, en ýmis ljón eru í vegi slíkrar stjórnar. Hinn möguleikinn sem helst kæmi til greina er að flokkarnir fjórir sem ræddu möguleika á stjórnarmyndun í síðustu viku taki aftur upp þráðinn og þá með Viðreisn og eða Flokki fólksins. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann hefði rætt þennan möguleika við Katrínu Jakobsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og hefði sú síðarnefnda ekki tekið illa í þessa hugmynd.Gæti hún kannski orðið lokalendingin? „Það er ekkert útilokað. En þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem ég stýrði var slitið á mánudaginn vegna þess að ekki náðist saman. Hluti af því sem var til umræðu í þeim viðræðum var að breikka slíka stjórn í sex flokka stjórn og ekki náðist saman um það. Þannig að eins og ég segi; þær dyr lokuðust þá. En þegar staðan er svona kunna slíkar dyr auðvitað að opnast aftur síðar,“ sagði Katrín.Eftirsótt stjórnarmyndunarumboð Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann væri tilbúinn til að reyna stjórnarmyndun og hann teldi eðlilegt að hann fengi næst umboð forseta Íslands til að reyna að koma saman stjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur einnig eðlilegt að hann fái umboðið út frá hefðum um að annað hvort formaður fjölmennasta þingflokksins eða þess flokks sem mest hefði unnið á í kosningum fengju umboðið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, telur hins vegar eðlilegt að forseti Íslands gefi flokkunum lengra svigrúm til þreifinga. Katrín tekur í svipaðan streng. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir seinnipartinn í gær.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. 9. nóvember 2017 07:00 Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka. 8. nóvember 2017 19:00 Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. 8. nóvember 2017 11:27 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. 9. nóvember 2017 07:00
Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka. 8. nóvember 2017 19:00
Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. 8. nóvember 2017 11:27