Króatar í frábærum málum eftir stórsigur á Grikkjum á Maksimir | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2017 21:30 Króatíska fótboltalandsliðið er komið með annan fótinn inn á HM í Rússlandi í sumar eftir 4-1 sigur á Grikkjum í kvöld í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2018. Leikurinn í kvöld fór fram á Maksimir-leikvanginum í Zagreb en seinni leikurinn verður síðan í Grikklandi. Króatarnir eru greinilega búnir að hrista af sér vonbrigðin eftir að hafa misst fyrsta sæti riðilsins til okkar Íslendinga. Þeir fóru inn á HM í Brasilíu fyrir fjórum árum eftir sigur á Íslandi í umspili og ætla nú að endurtaka leikinn á móti Grikkjum. Króatar léku án framherjans Mario Mandzukic en það kom þó ekki í veg fyrir að þeir skoruðu fjögur mörk. Mandzukic er tognaður aftan í læri. Luka Modric kom Króatíu í 1-0 strax á 13. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem Nikola Kalinic fiskaði. Nikola Kalinic skoraði síðan sjálfur sex mínútum síðar og kom Króatíu í 2-0. Skoraði þá af stuttu færi eftir sendingu Ivan Strinic. Sokratis náði að minnka muninn í 2-1 á 30. mínútu með skalla og Grikkir voru því búnir að ná inn mikilvægu útivallarmarki. Þremur mínútum síðar var hinsvegar Ivan Perisic búinn að koma Króatíu aftur tveimur mörkum yfir, 3-1. Króatar fengu síðan draumabyrjun í seinni hálfleik þegar Andrej Kramaric skoraði á 49. mínútu og kom Króatíu í 4-1.Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2018 í Rússlandi
Króatíska fótboltalandsliðið er komið með annan fótinn inn á HM í Rússlandi í sumar eftir 4-1 sigur á Grikkjum í kvöld í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2018. Leikurinn í kvöld fór fram á Maksimir-leikvanginum í Zagreb en seinni leikurinn verður síðan í Grikklandi. Króatarnir eru greinilega búnir að hrista af sér vonbrigðin eftir að hafa misst fyrsta sæti riðilsins til okkar Íslendinga. Þeir fóru inn á HM í Brasilíu fyrir fjórum árum eftir sigur á Íslandi í umspili og ætla nú að endurtaka leikinn á móti Grikkjum. Króatar léku án framherjans Mario Mandzukic en það kom þó ekki í veg fyrir að þeir skoruðu fjögur mörk. Mandzukic er tognaður aftan í læri. Luka Modric kom Króatíu í 1-0 strax á 13. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem Nikola Kalinic fiskaði. Nikola Kalinic skoraði síðan sjálfur sex mínútum síðar og kom Króatíu í 2-0. Skoraði þá af stuttu færi eftir sendingu Ivan Strinic. Sokratis náði að minnka muninn í 2-1 á 30. mínútu með skalla og Grikkir voru því búnir að ná inn mikilvægu útivallarmarki. Þremur mínútum síðar var hinsvegar Ivan Perisic búinn að koma Króatíu aftur tveimur mörkum yfir, 3-1. Króatar fengu síðan draumabyrjun í seinni hálfleik þegar Andrej Kramaric skoraði á 49. mínútu og kom Króatíu í 4-1.Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum í spilaranum hér fyrir ofan.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti