„Við vorum að koma af leynifundi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 14:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Bessastöðum í dag. vísir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. „Það gafst ekki tími til að skutla henni heim áður. Maður vill ekki mæta seint á Bessastaði,“ sagði Sigmundur við blaðamenn eftir fund sinn með forseta í dag. „En við ræddum sameiginlegar áherslur okkar og vorum sammála um hversu mikilvægt væri að tekið væri á þeim í nýrri ríkisstjórn.“Sigmundur segir að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt. Báðir vilji þeir ráðast í endurskipulagningu fjármálakerfisins og bæta stöðu eldri borgara til dæmis. Hann segir að flokkar sem hafi lagt áherslu á þau mál hafi unnið sigur í kosningunum. Inga sjálf sagði í samtali við RÚV að flokkarnir ættu margt sameiginlegt. „Miðflokkurinn og Flokkur fólksins geta vel verið samstíga, hvort sem það er í stjórnarandstöðu eða í stjórn,“ sagði Inga í samtali við fréttastofu RÚV.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í dag.Vísir/Anton BrinkLokar ekki á samstarf við neinn Hann segir þó að flokkarnir hafi ekki gert formlegt bandalag sín á milli um samstarf í stjórnarmyndunarviðræðunum en segir að það væri mikill styrkur að hafa bæði Miðflokkinn og Flokk fólksins í ríkisstjórn. Hann segist þó ekki útiloka samstarf við neina flokka. „Maður verður að vera tilbúinn til að vinna með alls konar fólki.“Er líklegt að þú getir náð saman með Framsóknarflokknum? „Já ég tel að það sé vel hægt ef litið er til málefna Framsóknarflokksins.“ Sigmundur sagðist jafnframt hafa rætt við Bjarna Benediktsson um stjórnarsamstarf en vildi ekki svara því hvort Bjarni hefði opnað formlega á samstarf. Bjarni og Sigmundur sátu sem kunnugt er í ríkisstjórn saman á árunum 2013-2016 eða allt þar til Sigmundur sagði af sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-skjalanna. Þá tók hann undir með öðrum formönnum sem farið hafa á fund forseta í dag með að mikilvægt væri að hafa nægan tíma til að ræða saman og komast að skynsamlegri niðurstöðu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Formenn og oddvitar bregðast við úrslitunum Kosningar eru að baki og úrslitin eru ljós. Átta flokkar af tíu komust á þing og nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Fréttablaðið hafði samband við formenn eða oddvita allra flokka sem buðu sig fram og sóttist eftir viðbrögðum. 30. október 2017 06:00 Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. „Það gafst ekki tími til að skutla henni heim áður. Maður vill ekki mæta seint á Bessastaði,“ sagði Sigmundur við blaðamenn eftir fund sinn með forseta í dag. „En við ræddum sameiginlegar áherslur okkar og vorum sammála um hversu mikilvægt væri að tekið væri á þeim í nýrri ríkisstjórn.“Sigmundur segir að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt. Báðir vilji þeir ráðast í endurskipulagningu fjármálakerfisins og bæta stöðu eldri borgara til dæmis. Hann segir að flokkar sem hafi lagt áherslu á þau mál hafi unnið sigur í kosningunum. Inga sjálf sagði í samtali við RÚV að flokkarnir ættu margt sameiginlegt. „Miðflokkurinn og Flokkur fólksins geta vel verið samstíga, hvort sem það er í stjórnarandstöðu eða í stjórn,“ sagði Inga í samtali við fréttastofu RÚV.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í dag.Vísir/Anton BrinkLokar ekki á samstarf við neinn Hann segir þó að flokkarnir hafi ekki gert formlegt bandalag sín á milli um samstarf í stjórnarmyndunarviðræðunum en segir að það væri mikill styrkur að hafa bæði Miðflokkinn og Flokk fólksins í ríkisstjórn. Hann segist þó ekki útiloka samstarf við neina flokka. „Maður verður að vera tilbúinn til að vinna með alls konar fólki.“Er líklegt að þú getir náð saman með Framsóknarflokknum? „Já ég tel að það sé vel hægt ef litið er til málefna Framsóknarflokksins.“ Sigmundur sagðist jafnframt hafa rætt við Bjarna Benediktsson um stjórnarsamstarf en vildi ekki svara því hvort Bjarni hefði opnað formlega á samstarf. Bjarni og Sigmundur sátu sem kunnugt er í ríkisstjórn saman á árunum 2013-2016 eða allt þar til Sigmundur sagði af sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-skjalanna. Þá tók hann undir með öðrum formönnum sem farið hafa á fund forseta í dag með að mikilvægt væri að hafa nægan tíma til að ræða saman og komast að skynsamlegri niðurstöðu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Formenn og oddvitar bregðast við úrslitunum Kosningar eru að baki og úrslitin eru ljós. Átta flokkar af tíu komust á þing og nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Fréttablaðið hafði samband við formenn eða oddvita allra flokka sem buðu sig fram og sóttist eftir viðbrögðum. 30. október 2017 06:00 Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira
Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06
Formenn og oddvitar bregðast við úrslitunum Kosningar eru að baki og úrslitin eru ljós. Átta flokkar af tíu komust á þing og nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Fréttablaðið hafði samband við formenn eða oddvita allra flokka sem buðu sig fram og sóttist eftir viðbrögðum. 30. október 2017 06:00
Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08