Kannast ekki við bandalag með Miðflokknum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 16:41 Inga Sæland ræðir við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta Íslands. Vísir/Eyþór Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir það liggja í augum uppi að sá flokkur sem er með mestan þingstyrk að loknum kosningum eða sá sem geti talist sigurvegari kosninganna skuli fá umboð til stjórnarmyndunar. Þetta sagði hún í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í dag og átti þar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Hún segist þó ekki kannast við að vera kominn í kosningabandalag með Miðflokknum. „Við drukkum alveg yndislegt kaffi og svo spjölluðum við um heima og geima og hið pólitíska landslag,“ sagði Inga um fundinn með forsetanum. Aðspurð um bandalag Flokks fólksins og Miðflokksins í stjórnarmyndunarviðræðum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ýjaði að eftir sinn fund, sagðist Inga ekki kannast við neitt slíkt. „Ég hef nú ekki heyrt um neitt bandalag. Við spjölluðum nú bara saman í dag og Sigmundur var svo elskulegur að biðja bílstjórann sinn að skutla mér heim,“ sagði Inga. „En við erum afskaplega lík um margt í okkar stefnu þannig að eðli málsins samkvæmt tölum við saman.“Inga Sæland á fundi forseta í dag.Vísir/EyþórHún segir að Flokkur fólksins sé bæði reiðubúinn til að starfa í ríkisstjórn sem og í öflugri stjórnarandstöðu. Hún segir það vel koma til greina að slást í lið með fráfarandi stjórnarandstöðunni í ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. „Við gengum óbundin til þessara kosninga og við erum enn óbundin þannig lagað séð, þó að sumir stjórnmálaflokkar séu meira inn á okkar stefnu en aðrir. Þannig að það væri lang farsælast ef við gætum þjappað saman þeim flokkum sem væru með svipuð og sambærileg málefni, en það kemur allt til greina hvað það varðar,“ segir Inga. Hún segir að enginn hafi leitað til hennar til formlegra viðræðna en hún finni þó engan kala í garð flokksins. „Það er bara afskaplega gaman núna og við erum að spjalla saman. Það eru svona o´formlega þreifingar eins og sagt er. Svo sjáum við hvað forsetinn gerir.“Hver finnst þér að ætti að fá umboðið? „Að mínu mati þá finnst mér það liggja nokkuð í augum uppi að annað hvort sá sem er með stærsta flokkinn eða sá sem er sigurvegari kosninganna.“Hver er sigurvegari kosninganna? „Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Telja réttast að Katrín fái umboðið Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. 30. október 2017 15:50 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir það liggja í augum uppi að sá flokkur sem er með mestan þingstyrk að loknum kosningum eða sá sem geti talist sigurvegari kosninganna skuli fá umboð til stjórnarmyndunar. Þetta sagði hún í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í dag og átti þar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Hún segist þó ekki kannast við að vera kominn í kosningabandalag með Miðflokknum. „Við drukkum alveg yndislegt kaffi og svo spjölluðum við um heima og geima og hið pólitíska landslag,“ sagði Inga um fundinn með forsetanum. Aðspurð um bandalag Flokks fólksins og Miðflokksins í stjórnarmyndunarviðræðum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ýjaði að eftir sinn fund, sagðist Inga ekki kannast við neitt slíkt. „Ég hef nú ekki heyrt um neitt bandalag. Við spjölluðum nú bara saman í dag og Sigmundur var svo elskulegur að biðja bílstjórann sinn að skutla mér heim,“ sagði Inga. „En við erum afskaplega lík um margt í okkar stefnu þannig að eðli málsins samkvæmt tölum við saman.“Inga Sæland á fundi forseta í dag.Vísir/EyþórHún segir að Flokkur fólksins sé bæði reiðubúinn til að starfa í ríkisstjórn sem og í öflugri stjórnarandstöðu. Hún segir það vel koma til greina að slást í lið með fráfarandi stjórnarandstöðunni í ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. „Við gengum óbundin til þessara kosninga og við erum enn óbundin þannig lagað séð, þó að sumir stjórnmálaflokkar séu meira inn á okkar stefnu en aðrir. Þannig að það væri lang farsælast ef við gætum þjappað saman þeim flokkum sem væru með svipuð og sambærileg málefni, en það kemur allt til greina hvað það varðar,“ segir Inga. Hún segir að enginn hafi leitað til hennar til formlegra viðræðna en hún finni þó engan kala í garð flokksins. „Það er bara afskaplega gaman núna og við erum að spjalla saman. Það eru svona o´formlega þreifingar eins og sagt er. Svo sjáum við hvað forsetinn gerir.“Hver finnst þér að ætti að fá umboðið? „Að mínu mati þá finnst mér það liggja nokkuð í augum uppi að annað hvort sá sem er með stærsta flokkinn eða sá sem er sigurvegari kosninganna.“Hver er sigurvegari kosninganna? „Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Telja réttast að Katrín fái umboðið Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. 30. október 2017 15:50 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira
Telja réttast að Katrín fái umboðið Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. 30. október 2017 15:50
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47
„Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45