Þolinmæði gagnvart kerfisbreytingum Bolli Héðinsson skrifar 31. október 2017 07:00 Björt framtíð reis úr öskustónni fyrir kosningarnar 2016 með því að greiða einn flokka atkvæði gegn búvörusamningnum og sýna þannig fram á að hún væri flokkur kerfisbreytinga. Flokkurinn fór svo í ríkisstjórn án þess að ná fram kerfisbreytingum. Á meðan á ríkisstjórnarsamstarfinu stóð lágu forráðamenn Bjartrar framtíðar undir stöðugu ámæli fyrir að hafa farið í ríkisstjórn upp á þessi býti. Samfélagsmiðlar voru dag eftir dag uppfullir af ásökunum, dylgjum og oft á tíðum yfirgengilegri illmælgi í garð forystu Bjartrar framtíðar. Lærdómurinn af þessu hlýtur að vera sá að fyrir flokka eins og Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata sem allir hafa boðað kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, auk nýrrar stjórnarskrár, þá verða þessir flokkar að ná áþreifanlegum árangri í ríkisstjórnarsamstarfi strax svo þeir megi forðast það að lenda í því sama og Björt framtíð. Þolinmæði kjósenda fyrir sýnilegum árangri af stjórnarsamstarfi er ekki mæld í árum heldur fáeinum mánuðum.Útboð aflaheimilda – stjórnarskrá – landbúnaður Þannig geta Píratar ekki vænst friðhelgi frá kjósendum sínum ef ekki verður búið að skipa hóp til að beinlínis ganga frá nýrri stjórnarskrá í annarri eða þriðju viku eftir myndun ríkisstjórnar sem þeir eiga aðild að. Aukinn innflutningur landbúnaðarvara og dregið úr miðstýringu í mjólkur- og kjötframleiðslu yrði að sjást innan örfárra mánaða hjá Viðreisn og Samfylking yrði að tryggja að útboð veiðiheimilda vegna veiða á makríl fari fram ekki seinna en fyrir páska. Það er liðinn sá tími að nægi að segja kjósendum að málin séu komin í nefnd eða farveg og svo líður og bíður, ekkert gerist og fyrr en varir er komið að lokum kjörtímabils. Þessi vinnubrögð eru einfaldlega ekki lengur í boði. Almenningur sættir sig ekki við að slíkt sé viðhaft um mál sem þegar hafa verið rædd í þaula og vitað er hverjir eru og verða alltaf á móti og hverjir eru með. Þetta gildir a.m.k. um útboð aflaheimilda og nýja stjórnarskrá.Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Björt framtíð reis úr öskustónni fyrir kosningarnar 2016 með því að greiða einn flokka atkvæði gegn búvörusamningnum og sýna þannig fram á að hún væri flokkur kerfisbreytinga. Flokkurinn fór svo í ríkisstjórn án þess að ná fram kerfisbreytingum. Á meðan á ríkisstjórnarsamstarfinu stóð lágu forráðamenn Bjartrar framtíðar undir stöðugu ámæli fyrir að hafa farið í ríkisstjórn upp á þessi býti. Samfélagsmiðlar voru dag eftir dag uppfullir af ásökunum, dylgjum og oft á tíðum yfirgengilegri illmælgi í garð forystu Bjartrar framtíðar. Lærdómurinn af þessu hlýtur að vera sá að fyrir flokka eins og Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata sem allir hafa boðað kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, auk nýrrar stjórnarskrár, þá verða þessir flokkar að ná áþreifanlegum árangri í ríkisstjórnarsamstarfi strax svo þeir megi forðast það að lenda í því sama og Björt framtíð. Þolinmæði kjósenda fyrir sýnilegum árangri af stjórnarsamstarfi er ekki mæld í árum heldur fáeinum mánuðum.Útboð aflaheimilda – stjórnarskrá – landbúnaður Þannig geta Píratar ekki vænst friðhelgi frá kjósendum sínum ef ekki verður búið að skipa hóp til að beinlínis ganga frá nýrri stjórnarskrá í annarri eða þriðju viku eftir myndun ríkisstjórnar sem þeir eiga aðild að. Aukinn innflutningur landbúnaðarvara og dregið úr miðstýringu í mjólkur- og kjötframleiðslu yrði að sjást innan örfárra mánaða hjá Viðreisn og Samfylking yrði að tryggja að útboð veiðiheimilda vegna veiða á makríl fari fram ekki seinna en fyrir páska. Það er liðinn sá tími að nægi að segja kjósendum að málin séu komin í nefnd eða farveg og svo líður og bíður, ekkert gerist og fyrr en varir er komið að lokum kjörtímabils. Þessi vinnubrögð eru einfaldlega ekki lengur í boði. Almenningur sættir sig ekki við að slíkt sé viðhaft um mál sem þegar hafa verið rædd í þaula og vitað er hverjir eru og verða alltaf á móti og hverjir eru með. Þetta gildir a.m.k. um útboð aflaheimilda og nýja stjórnarskrá.Höfundur er hagfræðingur.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun