Mansalshringur eykur grun um að leiðin um Ísland sé nýtt til að smygla fólki Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2017 14:27 Lögreglan á Suðurnesjum segir að virkt landamæraeftirlit, ekki síst á Keflavíkurflugvelli, sé afar mikilvægt eins og málið sýni, og brýnt sé að efla lögregluna á Suðurnesjum til að sinna því starfi. Vísir/Eyþór Uppræting mansalshrings rennir enn frekari stoð undir þann grun að leiðin um Keflavíkurflugvöll hafi verið og sé nýtt til að smygla fólki meðal annars frá Evrópu til Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum vegna frétta af aðgerðum þriggja ríkja sem leiddu til upprætingar mansalshringsins sem íslenskir lögreglumenn tóku þátt í. Lögreglan á Suðurnesjum hóf rannsókn þessa tiltekna máls í janúar 2017, eftir að tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar höfðu stöðvað tvo einstaklinga sem kváðust ekki þekkjast þótt sami aðili hefði greitt farmiða þeirra. Við rannsókn málsins kom meðal annars í ljós að annar mannanna ferðaðist á stolnu vegabréfi. Hann var því handtekinn. Lögreglan handtók einnig hinn manninn vegna gruns um aðild hans að því að flytja fólk með ólögmætum hætti yfir landamæri. Upplýsingum sem fram komu við lögreglurannsóknina var miðlað til erlendra lögregluyfirvalda í gegnum Europol. Þær upplýsingar leiddu til þess að landamæraeftirlitið í Finnlandi upprætti, með stuðningi Europol og bandarískra yfirvalda, skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara. Samtökin eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó. Finnsk yfirvöld hafa handtekið fjóra liðsmenn í glæpasamtökunum og framkvæmt húsleitir í fjórum húsum í Helsinki, Vantaa og Tampere í Finnlandi. Fjöldi farsíma var meðal annars gerður upptækur í húsleitinni. Jafnframt fundust þúsundir evra í reiðufé í plastpokum. Lögreglan á Suðurnesjum segir að virkt landamæraeftirlit, ekki síst á Keflavíkurflugvelli, sé afar mikilvægt eins og málið sýni, og brýnt sé að efla lögregluna á Suðurnesjum til að sinna því starfi. Jafnframt eru alþjóðlegt samstarfs lögreglu og miðlun upplýsinga lykilatriði þegar stemma skal stigu við skipulagðri glæpastarfsemi sem þessari. Tengdar fréttir Upprættu mansalshring með aðstoð íslenskra lögreglumanna Íslenskir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum þriggja ríkja sem leiddu til upprætingu mansalshrings. 19. október 2017 08:53 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Uppræting mansalshrings rennir enn frekari stoð undir þann grun að leiðin um Keflavíkurflugvöll hafi verið og sé nýtt til að smygla fólki meðal annars frá Evrópu til Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum vegna frétta af aðgerðum þriggja ríkja sem leiddu til upprætingar mansalshringsins sem íslenskir lögreglumenn tóku þátt í. Lögreglan á Suðurnesjum hóf rannsókn þessa tiltekna máls í janúar 2017, eftir að tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar höfðu stöðvað tvo einstaklinga sem kváðust ekki þekkjast þótt sami aðili hefði greitt farmiða þeirra. Við rannsókn málsins kom meðal annars í ljós að annar mannanna ferðaðist á stolnu vegabréfi. Hann var því handtekinn. Lögreglan handtók einnig hinn manninn vegna gruns um aðild hans að því að flytja fólk með ólögmætum hætti yfir landamæri. Upplýsingum sem fram komu við lögreglurannsóknina var miðlað til erlendra lögregluyfirvalda í gegnum Europol. Þær upplýsingar leiddu til þess að landamæraeftirlitið í Finnlandi upprætti, með stuðningi Europol og bandarískra yfirvalda, skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara. Samtökin eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó. Finnsk yfirvöld hafa handtekið fjóra liðsmenn í glæpasamtökunum og framkvæmt húsleitir í fjórum húsum í Helsinki, Vantaa og Tampere í Finnlandi. Fjöldi farsíma var meðal annars gerður upptækur í húsleitinni. Jafnframt fundust þúsundir evra í reiðufé í plastpokum. Lögreglan á Suðurnesjum segir að virkt landamæraeftirlit, ekki síst á Keflavíkurflugvelli, sé afar mikilvægt eins og málið sýni, og brýnt sé að efla lögregluna á Suðurnesjum til að sinna því starfi. Jafnframt eru alþjóðlegt samstarfs lögreglu og miðlun upplýsinga lykilatriði þegar stemma skal stigu við skipulagðri glæpastarfsemi sem þessari.
Tengdar fréttir Upprættu mansalshring með aðstoð íslenskra lögreglumanna Íslenskir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum þriggja ríkja sem leiddu til upprætingu mansalshrings. 19. október 2017 08:53 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Upprættu mansalshring með aðstoð íslenskra lögreglumanna Íslenskir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum þriggja ríkja sem leiddu til upprætingu mansalshrings. 19. október 2017 08:53