Ungt fólk þarf Bjarta framtíð Nichole Leigh Mosty skrifar 20. október 2017 15:42 Síðan Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamtarfinu hef ég lagt mikla áherslu á að hlusta á það hverju landsmenn kalla eftir. Einhvern veginn virðast stjórnmálamenn almennt renna í sama farið og telja sig þess umkomna að skilgreina þarfir annarra. Við keppumst við að móta draumsýn sem við reynum að selja fólki í kosningum þar sem sumt af henni hefur verið mótað af samfélaginu, sumt er floksstefna og sumt er hreint bull. Þið afsakið framhleypnina. Ungt fólk er hópur í samfélaginu sem mætir oft afgangi. Raddir þess eru líklega lágværari en margra annarra. Við ættum hins vegar ekki að vera svo hrokafull að skilgreina þarfir þess án þess að hafa það með í ráðum. Langtímastefnumótun á nefnilega ekki að vera sniðin að þörfum miðaldra stjórnmálamanna. Ef ég tek nokkur dæmi af því sem ég hef rætt við ungt fólk undanfarna mánuði nefnir það þróun skólakerfisins sem eitt af því mikilvægasta. Þróun sem er í takti við þróun samfélagsins og löndin í kringum okkur. Ungt fólk vill ræða um tilfinningar sínar og líðan og vill hafa gott aðgengi að sálfræðingum. Það vill að skólakerfið aðlagi sig að þeim en ekki öfugt. Fæstir eru sáttir við styttingu framhaldsskólans. Ungt fólk dagsins í dag ætlar að taka fullan þátt í fjórðu iðnbyltingunni. Það mun skapa og móta framtíðina. Stjórna henni jafnvel. Til þess þarf að leggja sérstaka áherslu á skapandi hugsun og tækifæri til sköpunar. Þeim sem farið hafa með stjórn þeirra mála sem snerta ungt fólk sérstaklega hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel upp, hingað til. Ungt fólk hefur ekki mörg tækifæri eða nægjanlegt frelsi þegar kemur að skipulagi námsáranna. Í námslánakerfinu gætir ekki jafnréttis þegar kemur að endurgreiðslu lánanna. Þau skapa ójöfnuð til námsmöguleika. Kerfið er farið að stýra námsmönnum inn í tilteknar greinar. Framfærslukostnaður er ekki í neinu samræmi við raunveruleika flestra nemenda og bankarnir hafa enn óheftan aðgang að því að hirða háar vaxtagreiðslur af framfærslufé sem er of lítið fyrir. Ungt fólk vill njóta þess að vera ungt og vera í námi. Björt framtíð vill þess vegna koma á kerfi þar sem námsstyrkir eru í boði en viljum líka leggja af frítekjumörk svo námsmenn geti aflað sér tekna. Það felst frelsi í því að komast sæmilega af. Tölum líka um húsnæðismál. Hvar var ungt fólk þegar stjórnmálamenn mótuðu þá stefnu? Þetta er grín. Hvaða stefnu? Það er engin stefna. Það er fullt af ungu fólki sem vill gjarnan vera á leigumarkaði. Markaði sem er fjandsamlegur flestum leigjendum, á hvaða aldri sem þeir eru. Björt framtíð vill móta húsnæðisstefnu sem endurspeglar þarfir og vilja ungs fólks, hvort sem það vill kaupa eða leigja. Björt framtíð hefur lagt fram tillögu að réttarbótum sem varða réttindi til húsaleigubóta vegna leigu á herbergi. Við þurfum hins vegar að búa til fleiri lausnir til að sinna þörfum ungs fólks og í samráði við ungt fólk. Mig langar að nefna í lokin að ungt fólk hefur lagt sérstaka áherslu á réttlæti og sanngirni. Það vill samfélag þar sem pláss er fyrir alls konar. Þar sem mannréttindi allra eru jöfn, hvort heldur sem fólk er hinsegin, trans eða intersex. Ungt fólk vill losna við gamlar beinagrindur og úreltar hefðir. Ungt fólk vill heiðarleika og hreinskilni. Það er óhrætt við kerfisbreytingar og vill alvöru langtímastefnur og breytingar í samræmi við þær en ekki skammtímaplástra. Ungt fólk þarf Bjarta framtíð, sem var beinlínis stofnuð til að hlusta, horfa til langs tíma, laga kerfin og gera þau manneskjulegri, að þora að standa með almenningi og þora að bjóða gömlum hefðum og beinagrindum birginn. Höfundur er þingmaður Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Síðan Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamtarfinu hef ég lagt mikla áherslu á að hlusta á það hverju landsmenn kalla eftir. Einhvern veginn virðast stjórnmálamenn almennt renna í sama farið og telja sig þess umkomna að skilgreina þarfir annarra. Við keppumst við að móta draumsýn sem við reynum að selja fólki í kosningum þar sem sumt af henni hefur verið mótað af samfélaginu, sumt er floksstefna og sumt er hreint bull. Þið afsakið framhleypnina. Ungt fólk er hópur í samfélaginu sem mætir oft afgangi. Raddir þess eru líklega lágværari en margra annarra. Við ættum hins vegar ekki að vera svo hrokafull að skilgreina þarfir þess án þess að hafa það með í ráðum. Langtímastefnumótun á nefnilega ekki að vera sniðin að þörfum miðaldra stjórnmálamanna. Ef ég tek nokkur dæmi af því sem ég hef rætt við ungt fólk undanfarna mánuði nefnir það þróun skólakerfisins sem eitt af því mikilvægasta. Þróun sem er í takti við þróun samfélagsins og löndin í kringum okkur. Ungt fólk vill ræða um tilfinningar sínar og líðan og vill hafa gott aðgengi að sálfræðingum. Það vill að skólakerfið aðlagi sig að þeim en ekki öfugt. Fæstir eru sáttir við styttingu framhaldsskólans. Ungt fólk dagsins í dag ætlar að taka fullan þátt í fjórðu iðnbyltingunni. Það mun skapa og móta framtíðina. Stjórna henni jafnvel. Til þess þarf að leggja sérstaka áherslu á skapandi hugsun og tækifæri til sköpunar. Þeim sem farið hafa með stjórn þeirra mála sem snerta ungt fólk sérstaklega hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel upp, hingað til. Ungt fólk hefur ekki mörg tækifæri eða nægjanlegt frelsi þegar kemur að skipulagi námsáranna. Í námslánakerfinu gætir ekki jafnréttis þegar kemur að endurgreiðslu lánanna. Þau skapa ójöfnuð til námsmöguleika. Kerfið er farið að stýra námsmönnum inn í tilteknar greinar. Framfærslukostnaður er ekki í neinu samræmi við raunveruleika flestra nemenda og bankarnir hafa enn óheftan aðgang að því að hirða háar vaxtagreiðslur af framfærslufé sem er of lítið fyrir. Ungt fólk vill njóta þess að vera ungt og vera í námi. Björt framtíð vill þess vegna koma á kerfi þar sem námsstyrkir eru í boði en viljum líka leggja af frítekjumörk svo námsmenn geti aflað sér tekna. Það felst frelsi í því að komast sæmilega af. Tölum líka um húsnæðismál. Hvar var ungt fólk þegar stjórnmálamenn mótuðu þá stefnu? Þetta er grín. Hvaða stefnu? Það er engin stefna. Það er fullt af ungu fólki sem vill gjarnan vera á leigumarkaði. Markaði sem er fjandsamlegur flestum leigjendum, á hvaða aldri sem þeir eru. Björt framtíð vill móta húsnæðisstefnu sem endurspeglar þarfir og vilja ungs fólks, hvort sem það vill kaupa eða leigja. Björt framtíð hefur lagt fram tillögu að réttarbótum sem varða réttindi til húsaleigubóta vegna leigu á herbergi. Við þurfum hins vegar að búa til fleiri lausnir til að sinna þörfum ungs fólks og í samráði við ungt fólk. Mig langar að nefna í lokin að ungt fólk hefur lagt sérstaka áherslu á réttlæti og sanngirni. Það vill samfélag þar sem pláss er fyrir alls konar. Þar sem mannréttindi allra eru jöfn, hvort heldur sem fólk er hinsegin, trans eða intersex. Ungt fólk vill losna við gamlar beinagrindur og úreltar hefðir. Ungt fólk vill heiðarleika og hreinskilni. Það er óhrætt við kerfisbreytingar og vill alvöru langtímastefnur og breytingar í samræmi við þær en ekki skammtímaplástra. Ungt fólk þarf Bjarta framtíð, sem var beinlínis stofnuð til að hlusta, horfa til langs tíma, laga kerfin og gera þau manneskjulegri, að þora að standa með almenningi og þora að bjóða gömlum hefðum og beinagrindum birginn. Höfundur er þingmaður Bjartrar framtíðar.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun