Mögulegt að taka tíu milljarða úr bönkunum á ári hverju Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. október 2017 16:36 Ágúst Ólafur Ágústsson. Vísir/Stefán Töluvert svigrúm er til að taka fé út úr bönkunum til að fjármagna innviðauppbyggingu. Þetta segir Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ágúst Ólafur var gestur Kosningaspjalls Vísis í dag. Hann segir þó að varlega þurfi að fara í slíkar aðgerðir og jafnframt að Sjálfstæðisflokkurinn sé með óábyrgustu hugmyndirnar um slíkar aðgerðir. Samfylkingin mælist nú með 10-15 prósenta fylgi í skoðanakönnunum. Ágúst Ólafur segir að það megi rekja til þess að flokkurinn hafi farið í naflaskoðun eftir að hafa hlotið 5,7 prósent atkvæða í alþingiskosningunum í fyrra. „Við finnum fyrir talsverðum meðbyr og staðan er allt önnur en í fyrra. Við litum svolítið inn á við og endurnýjuðum listana og meitluðum skilaboðin. Fórum aðeins að tala meira frá hjartanu og ég tel að það hafi skilað árangri,“ segir Ágúst Ólafur. „Ég held að fólk sé tilbúið í breytingar. það er verk að vinna í þessu samfélagi.“ Mikilvægt að varðveita efnahagslegan stöðugleika Ágúst Ólafur segir að kosningaloforð Samfylkingarinnar um tuga milljarða innviðauppbyggingu á hverju ári næstu fjögur ári séu ekki óraunhæf. Það sé meðal annars hægt að fjármagna með því að taka töluvert fé úr bönkunum. Varlega þurfi þó að fara í slíka að gerðir. „Það skiptir mjög miklu máli hvað þetta varðar að varðveita efnahagslegan stöðugleika. Hér hefur verið mjög mikill hagvöxtur það sem við höfum gagnrýnt er að honum er einfaldlega misskipt. Við sjáum að fimm prósent af landsmönnum eiga næstum því jafn mikið af nettó eignum þjóðarbúsins og hin 95 prósentin. Þannig það er gríðarlegur ójöfnuður meðal eigna. Hann er minni þegar litið er til tekna, en ef við lítum á eignaójöfnuðinn þá er hann mjög mikill á íslandi,“ segir Ágúst Ólafur. „Varðandi bankana þá sjáum við það að eignir bankanna hafa aukist um þúsund milljarða síðan frá hruni. Eigið fé þeirra er um 660 milljarðar. Þannig að að okkar mati, og að flestra mati sýnist mér, þá er hægt að taka, lækka eigið féð, til dæmis með arðgreiðslum eða einhverjum öðrum leiðum og setja í svona innviðafjárfestingu, í einskiptisaðgerð eins og sagt er. Til dæmis að byggja nýjan landspítala og annað slíkt,“ Hann segir að ekki sé um að ræða fjármögnun á rekstri heldur einungis innviðauppbyggingu. „Við erum ellefta ríkasta land í heimi. það eru nægir peningar hér til en þeim er ekki skipt rétt í gegnum skattkerfið og gegnum aðgerðir stjórnvalda. Við viljum aðra forgangsröðun, pólitík snýst um forgangsröðun. Við eigum ekki að sætta okkur við að vera ellefta ríkasta land í heimi og að á sama tíma eru 6000 börn sem líða skort í samfélaginu. Fara svöng að sofa, samkvæmt Unicef. að sama skapi ef við lítum á eldri borgara, að eldast á íslandi á ekki að þýða óvissa, óöryggi eða fátækt. Þannig að við þurfum að efla velferðarkerfið, hafa öflugt velferðarkerfi, ekki nálgast velferðarkerfi eins og það sé eitthvað öryggisnet, lágmarksaðstoð, neyðaraðstoð.“Bankarnir söluvænni Til lengri tíma litið vill flokkurinn selja Íslandsbanka og Arion banka. Landsbankinn verði áfram í eigu ríkisins og verði samfélagsbanki. Sé eigið fé bankanna lækkað verði þeir söluvænni og ódýrari fyrir vikið. Hann bendir á að samanborið við banka á Norðurlöndum sé eigið fé íslenskra banka mjög mikið. „En það þarf að vera mikið. Það er ekki svo langt síðan hrunið var hérna og sporin hræða. Það tók íslenska bankamenn einungis fjögur ár að keyra hér allt í þrot. Þannig að við verðum að fara varlega hvað þetta varðar og hafa hér banka sem taka mið af almannahagsmunum og draga úr áhættusækni og ofvexti þeirra eins og við brenndum okkur á illilega fyrir níu árum.“ Aðspurður hversu mikið fé sé raunsætt að taka úr bönkunum á ári hverju segir Ágúst Ólafur að líklega sé um sirka tíu milljarða að ræða á ári. „Það er hægt að ímynda sér þannig tölu, við höfum verið að taka arð úr bönkunum. Mér sýnist allir flokkar vera að lofa um 30 til 50 milljörðum. þannig að svigrúmið er að mati flestra mikið. það er reyndar einn flokkur sem er að tala um 100 milljarða í innviðafjárfestingu á sama tíma og hann ætlar að lækka alla heimsins skatta, það er Sjálfstæðisflokkurinn. þannig að hann er langóábyrgastur að þessu leyti. Hvað varðar okkar loforð við ætlum að fjármagna þetta með arðgreiðslum úr bönkunum.Eigendur sætta sig við eitt prósent af tekjum Samfylkingin stefnir einnig að því að fjármagna loforð með hækkun auðlindagjalda og segir Ágúst mikilvægt að umræðan sé tekin um þau. „Auðlindagjöldin, veiðileyfagjöldin eru minna en 1 prósent af ríkistekjunum. Þjóðin er eigandi þessarar auðlindar. það eru ekki ákveðnar fyrirtæki eða fjölskyldur sem eiga fiskinn í sjónum. það er þjóðin sem á, samkvæmt lögum. Það eru ekki margir eigendur sem myndu sætta sig við að fá eitt prósent af sínum tekjum frá sinni meginauðlynd. Þannig að við teljum að það sé svigrúm. Við ætlum ekki að fara í neinar kollsteypur, við viljum að sjávarútvegurinn sé sjálfbær og við erum stolt af sjávarútveginum, hann er góð vel rekin grein hér á landi. En ég tel að þeir geti lagt meira af mörkum,“ segir Ágúst. „Við sjáum líka orkufyrirtækin, þau geta líka borgað auðlindagjald og ef við værum með sambærilegan orkuauðlindaskatt eins og Noregur þá væri það að gefa okkur um sjö milljarða. þannig það eru margar leiðir til að ná í pening. Því við sjáum að fólkið í landinu er að kalla eftir, það vantar meiri pening í heilbrigðis- og menntakerfið. Einhvers staðar þurfa peningarnir að koma frá og við erum að reyna að finna breiðustu bökin sem geta borið það. Við viljum ekki sætta okkur við það að skattbyrði allra tekjuhópa hafi aukist og mest hjá hinum tekjulægstu.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fylgi Miðflokksins meira en Sigmundur Davíð þorði að vona Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að gengi flokksins í skoðanakönnunum fyrir alþingiskosningar sé betra en hann þorði að vona. Sigmundur Davíð sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag. 12. október 2017 16:00 Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Segir erfitt fyrir Bjarna Benediktsson að stjórna sínu liði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra segir að umhverfismálin hafi of lengi verið í ólestri og að styðja þurfi betur við bakið á þolendum kynferðisofbeldis. 16. október 2017 15:48 Segir þingmenn þvert á móti hafa ýtt á Reykjavíkurborg Guðlaugur Þór Þórðarson segir það alfjörlega fráleitt að óvild Sjálfstæðismanna í garð borgarstjóra hafi staðið uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum. 17. október 2017 16:15 Vildu sameiginlegt framboð með Sósíalistaflokknum Alþýðufylkingin reyndi að efna til kosningabandalags með Sósíalistaflokknum og Dögun en án árangurs. Þetta sagði Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, í Kosningaspjalli Vísis í dag. 18. október 2017 16:00 Vinstri græn reiðubúin til að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, segir flokkinn reiðubúinn að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum. 9. október 2017 16:13 Segir pólítiska andstæðinga óttast Flokk fólksins Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis. 10. október 2017 16:15 Framsókn tilbúin að hugsa út fyrir kassann í húsnæðismálum Stjórnmálamenn sem eru ekki tilbúnir að hugsa í lausnum eiga ekki erindi í stjórnmál. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. 19. október 2017 16:04 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Töluvert svigrúm er til að taka fé út úr bönkunum til að fjármagna innviðauppbyggingu. Þetta segir Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ágúst Ólafur var gestur Kosningaspjalls Vísis í dag. Hann segir þó að varlega þurfi að fara í slíkar aðgerðir og jafnframt að Sjálfstæðisflokkurinn sé með óábyrgustu hugmyndirnar um slíkar aðgerðir. Samfylkingin mælist nú með 10-15 prósenta fylgi í skoðanakönnunum. Ágúst Ólafur segir að það megi rekja til þess að flokkurinn hafi farið í naflaskoðun eftir að hafa hlotið 5,7 prósent atkvæða í alþingiskosningunum í fyrra. „Við finnum fyrir talsverðum meðbyr og staðan er allt önnur en í fyrra. Við litum svolítið inn á við og endurnýjuðum listana og meitluðum skilaboðin. Fórum aðeins að tala meira frá hjartanu og ég tel að það hafi skilað árangri,“ segir Ágúst Ólafur. „Ég held að fólk sé tilbúið í breytingar. það er verk að vinna í þessu samfélagi.“ Mikilvægt að varðveita efnahagslegan stöðugleika Ágúst Ólafur segir að kosningaloforð Samfylkingarinnar um tuga milljarða innviðauppbyggingu á hverju ári næstu fjögur ári séu ekki óraunhæf. Það sé meðal annars hægt að fjármagna með því að taka töluvert fé úr bönkunum. Varlega þurfi þó að fara í slíka að gerðir. „Það skiptir mjög miklu máli hvað þetta varðar að varðveita efnahagslegan stöðugleika. Hér hefur verið mjög mikill hagvöxtur það sem við höfum gagnrýnt er að honum er einfaldlega misskipt. Við sjáum að fimm prósent af landsmönnum eiga næstum því jafn mikið af nettó eignum þjóðarbúsins og hin 95 prósentin. Þannig það er gríðarlegur ójöfnuður meðal eigna. Hann er minni þegar litið er til tekna, en ef við lítum á eignaójöfnuðinn þá er hann mjög mikill á íslandi,“ segir Ágúst Ólafur. „Varðandi bankana þá sjáum við það að eignir bankanna hafa aukist um þúsund milljarða síðan frá hruni. Eigið fé þeirra er um 660 milljarðar. Þannig að að okkar mati, og að flestra mati sýnist mér, þá er hægt að taka, lækka eigið féð, til dæmis með arðgreiðslum eða einhverjum öðrum leiðum og setja í svona innviðafjárfestingu, í einskiptisaðgerð eins og sagt er. Til dæmis að byggja nýjan landspítala og annað slíkt,“ Hann segir að ekki sé um að ræða fjármögnun á rekstri heldur einungis innviðauppbyggingu. „Við erum ellefta ríkasta land í heimi. það eru nægir peningar hér til en þeim er ekki skipt rétt í gegnum skattkerfið og gegnum aðgerðir stjórnvalda. Við viljum aðra forgangsröðun, pólitík snýst um forgangsröðun. Við eigum ekki að sætta okkur við að vera ellefta ríkasta land í heimi og að á sama tíma eru 6000 börn sem líða skort í samfélaginu. Fara svöng að sofa, samkvæmt Unicef. að sama skapi ef við lítum á eldri borgara, að eldast á íslandi á ekki að þýða óvissa, óöryggi eða fátækt. Þannig að við þurfum að efla velferðarkerfið, hafa öflugt velferðarkerfi, ekki nálgast velferðarkerfi eins og það sé eitthvað öryggisnet, lágmarksaðstoð, neyðaraðstoð.“Bankarnir söluvænni Til lengri tíma litið vill flokkurinn selja Íslandsbanka og Arion banka. Landsbankinn verði áfram í eigu ríkisins og verði samfélagsbanki. Sé eigið fé bankanna lækkað verði þeir söluvænni og ódýrari fyrir vikið. Hann bendir á að samanborið við banka á Norðurlöndum sé eigið fé íslenskra banka mjög mikið. „En það þarf að vera mikið. Það er ekki svo langt síðan hrunið var hérna og sporin hræða. Það tók íslenska bankamenn einungis fjögur ár að keyra hér allt í þrot. Þannig að við verðum að fara varlega hvað þetta varðar og hafa hér banka sem taka mið af almannahagsmunum og draga úr áhættusækni og ofvexti þeirra eins og við brenndum okkur á illilega fyrir níu árum.“ Aðspurður hversu mikið fé sé raunsætt að taka úr bönkunum á ári hverju segir Ágúst Ólafur að líklega sé um sirka tíu milljarða að ræða á ári. „Það er hægt að ímynda sér þannig tölu, við höfum verið að taka arð úr bönkunum. Mér sýnist allir flokkar vera að lofa um 30 til 50 milljörðum. þannig að svigrúmið er að mati flestra mikið. það er reyndar einn flokkur sem er að tala um 100 milljarða í innviðafjárfestingu á sama tíma og hann ætlar að lækka alla heimsins skatta, það er Sjálfstæðisflokkurinn. þannig að hann er langóábyrgastur að þessu leyti. Hvað varðar okkar loforð við ætlum að fjármagna þetta með arðgreiðslum úr bönkunum.Eigendur sætta sig við eitt prósent af tekjum Samfylkingin stefnir einnig að því að fjármagna loforð með hækkun auðlindagjalda og segir Ágúst mikilvægt að umræðan sé tekin um þau. „Auðlindagjöldin, veiðileyfagjöldin eru minna en 1 prósent af ríkistekjunum. Þjóðin er eigandi þessarar auðlindar. það eru ekki ákveðnar fyrirtæki eða fjölskyldur sem eiga fiskinn í sjónum. það er þjóðin sem á, samkvæmt lögum. Það eru ekki margir eigendur sem myndu sætta sig við að fá eitt prósent af sínum tekjum frá sinni meginauðlynd. Þannig að við teljum að það sé svigrúm. Við ætlum ekki að fara í neinar kollsteypur, við viljum að sjávarútvegurinn sé sjálfbær og við erum stolt af sjávarútveginum, hann er góð vel rekin grein hér á landi. En ég tel að þeir geti lagt meira af mörkum,“ segir Ágúst. „Við sjáum líka orkufyrirtækin, þau geta líka borgað auðlindagjald og ef við værum með sambærilegan orkuauðlindaskatt eins og Noregur þá væri það að gefa okkur um sjö milljarða. þannig það eru margar leiðir til að ná í pening. Því við sjáum að fólkið í landinu er að kalla eftir, það vantar meiri pening í heilbrigðis- og menntakerfið. Einhvers staðar þurfa peningarnir að koma frá og við erum að reyna að finna breiðustu bökin sem geta borið það. Við viljum ekki sætta okkur við það að skattbyrði allra tekjuhópa hafi aukist og mest hjá hinum tekjulægstu.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fylgi Miðflokksins meira en Sigmundur Davíð þorði að vona Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að gengi flokksins í skoðanakönnunum fyrir alþingiskosningar sé betra en hann þorði að vona. Sigmundur Davíð sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag. 12. október 2017 16:00 Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Segir erfitt fyrir Bjarna Benediktsson að stjórna sínu liði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra segir að umhverfismálin hafi of lengi verið í ólestri og að styðja þurfi betur við bakið á þolendum kynferðisofbeldis. 16. október 2017 15:48 Segir þingmenn þvert á móti hafa ýtt á Reykjavíkurborg Guðlaugur Þór Þórðarson segir það alfjörlega fráleitt að óvild Sjálfstæðismanna í garð borgarstjóra hafi staðið uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum. 17. október 2017 16:15 Vildu sameiginlegt framboð með Sósíalistaflokknum Alþýðufylkingin reyndi að efna til kosningabandalags með Sósíalistaflokknum og Dögun en án árangurs. Þetta sagði Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, í Kosningaspjalli Vísis í dag. 18. október 2017 16:00 Vinstri græn reiðubúin til að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, segir flokkinn reiðubúinn að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum. 9. október 2017 16:13 Segir pólítiska andstæðinga óttast Flokk fólksins Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis. 10. október 2017 16:15 Framsókn tilbúin að hugsa út fyrir kassann í húsnæðismálum Stjórnmálamenn sem eru ekki tilbúnir að hugsa í lausnum eiga ekki erindi í stjórnmál. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. 19. október 2017 16:04 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Fylgi Miðflokksins meira en Sigmundur Davíð þorði að vona Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að gengi flokksins í skoðanakönnunum fyrir alþingiskosningar sé betra en hann þorði að vona. Sigmundur Davíð sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag. 12. október 2017 16:00
Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48
Segir erfitt fyrir Bjarna Benediktsson að stjórna sínu liði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra segir að umhverfismálin hafi of lengi verið í ólestri og að styðja þurfi betur við bakið á þolendum kynferðisofbeldis. 16. október 2017 15:48
Segir þingmenn þvert á móti hafa ýtt á Reykjavíkurborg Guðlaugur Þór Þórðarson segir það alfjörlega fráleitt að óvild Sjálfstæðismanna í garð borgarstjóra hafi staðið uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum. 17. október 2017 16:15
Vildu sameiginlegt framboð með Sósíalistaflokknum Alþýðufylkingin reyndi að efna til kosningabandalags með Sósíalistaflokknum og Dögun en án árangurs. Þetta sagði Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, í Kosningaspjalli Vísis í dag. 18. október 2017 16:00
Vinstri græn reiðubúin til að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, segir flokkinn reiðubúinn að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum. 9. október 2017 16:13
Segir pólítiska andstæðinga óttast Flokk fólksins Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis. 10. október 2017 16:15
Framsókn tilbúin að hugsa út fyrir kassann í húsnæðismálum Stjórnmálamenn sem eru ekki tilbúnir að hugsa í lausnum eiga ekki erindi í stjórnmál. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. 19. október 2017 16:04