Vann með þjóðernishyggju að vopni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. október 2017 06:00 Flokkur Kurz bætti við sig 15 sætum á austurríska þinginu. Fréttablaðið/EPA Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. Sú er hins vegar raunin enda bætti Þjóðarflokkurinn við sig fimmtán sætum á austurríska þinginu í nýafstöðnum kosningum undir forystu Kurz. Kosningasigurinn grundvallaðist meðal annars á persónutöfrum hins unga formanns og þjóðernishyggju.Wunderwuzzi Vínarbúinn Kurz hefur á örfáum árum skotist upp á stjörnuhimin austurrískra stjórnmála. Sökum ungs aldurs hefur hann hlotið viðurnefnið Wunderwuzzi eða undrabarnið eins og það útleggst á íslensku. Árið 2013 tapaði Þjóðarflokkurinn fjórum þingsætum í kosningu en varð þó áfram næststærsti flokkur Austurríkis. Kurz tók sæti á þingi eftir kosningarnar í fyrsta skipti og gott betur en það. Við ríkisstjórnarmyndun Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins varð undrabarnið utanríkisráðherra einungis 27 ára gamall. Þar með var hann orðinn yngsti ráðherra í sögu lýðveldisins og yngsti utanríkisráðherra heims. Staða Kurz styrktist í starfi. Hélt hann meðal annars utan um viðræður þeirra ríkja sem áttu eftir að komast að hinu svokallaða kjarnorkusamkomulagi um Íran árið 2014. Síðar sama ár boðaði hann jafnframt til viðræðna þrjátíu utanríkisráðherra til þess að freista þess að leysa úr Úkraínudeilunni. Árið 2014 var raunar einstaklega gott fyrir ímynd Kurz. Í lok árs varð hann leiðtogi utanríkisráðherraráðs Evrópska þjóðarflokksins, flokkasamtaka sem eiga 216 sæti á Evrópuþinginu.ÞjóðernishyggjanEf til vill lagði Kurz grunninn að kosningasigri sínum árið 2015 þegar hann fór í auknum mæli að tala fyrir málstað þjóðernishyggjufólks. Fór hann meðal annars fram á að landamæragæsla Evrópusambandsins yrði hert í ljósi flóttamannastraums og kom frumvarpi í gegnum þingið sem nefndist Islamgesetz, eða lög um íslam. Lögin kveða meðal annars á um að erlendir aðilar megi ekki fjármagna byggingar moska eða greiða ímömum laun. Sagði Kurz á sínum tíma að lögunum væri ætlað að stemma stigu við áhrifum róttækra íslamista í Austurríki. Kurz varð síðan formaður Þjóðarflokksins eftir að Reinhold Mitterlehner sagði af sér embætti í maí síðastliðnum. Fékk undrabarnið 98,7 prósent atkvæða á landsfundi og urðu ákvæði um aukin völd formannsins, meðal annars til að breyta stefnu flokksins, samþykkt á fundinum. Washington Post greinir frá því í úttekt sinni á kosningunum að það ætti ekki að koma sérstaklega á óvart að Þjóðarflokkurinn hafi borið sigur úr býtum í kosningunum. Augljóst hafi verið að meginþorri kjósenda hafi verið kominn með nóg af samstarfi Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins. Þessi óánægja gaf Frelsisflokknum, sem lengi hefur verið helsti þjóðernishyggjuflokkur Austurríkis, byr í seglin. Mældist Frelsisflokkurinn með mest fylgi og útlit var fyrir mikinn kosningasigur. Kurz var hins vegar ekki á þeim buxunum að tapa kosningum. Hann sprengdi stjórnarsamstarfið, flýtti kosningum og gerði þjóðernishyggjunni hátt undir höfði í kosningastefnu flokksins. Skiljanlega urðu Frelsisflokksmenn ekkert sérstaklega ánægðir með Kurz. Minntu þeir sífellt á í kosningabaráttunni að flokkurinn hefði verið leiðandi afl þegar kæmi að því að taka á flóttamannavandanum og íslam og að hann hefði barist fyrir hertri landamæragæslu. Hin nýja ímynd Þjóðarflokksins stuðlaði að því að virkja áður óáhugasama kjósendur. Kurz setti sjálfan sig í fyrsta sæti, talaði um „hinn nýja Þjóðarflokk“ og lofaði að binda enda á ólöglegan innflutning fólks til þess að tryggja öryggi Austurríkismanna.Sá yngsti Kurz verður yngsti þjóðarleiðtogi heims þegar eða ef hann sest á kanslarastól. Verður hann þar með einn af allnokkrum ungum þjóðarleiðtogum Vesturlanda, sem fer nú fjölgandi. Á meðal annarra ungra þjóðarleiðtoga eru Justin Trudeau (45), forsætisráðherra Kanada, Emmanuel Macron (39), forseti Frakklands og Leo Varadkar (38), forsætisráðherra Írlands. Í samantekt New Jersey Herald á ungum leiðtogum er einnig minnst á Matteo Renzi, sem tók við ítalska forsætisráðuneytinu 39 ára gamall en sagði af sér á síðasta ári, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, sem tók við íslenska forsætisráðuneytinu 38 ára árið 2013 en sagði af sér árið 2016. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. Sú er hins vegar raunin enda bætti Þjóðarflokkurinn við sig fimmtán sætum á austurríska þinginu í nýafstöðnum kosningum undir forystu Kurz. Kosningasigurinn grundvallaðist meðal annars á persónutöfrum hins unga formanns og þjóðernishyggju.Wunderwuzzi Vínarbúinn Kurz hefur á örfáum árum skotist upp á stjörnuhimin austurrískra stjórnmála. Sökum ungs aldurs hefur hann hlotið viðurnefnið Wunderwuzzi eða undrabarnið eins og það útleggst á íslensku. Árið 2013 tapaði Þjóðarflokkurinn fjórum þingsætum í kosningu en varð þó áfram næststærsti flokkur Austurríkis. Kurz tók sæti á þingi eftir kosningarnar í fyrsta skipti og gott betur en það. Við ríkisstjórnarmyndun Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins varð undrabarnið utanríkisráðherra einungis 27 ára gamall. Þar með var hann orðinn yngsti ráðherra í sögu lýðveldisins og yngsti utanríkisráðherra heims. Staða Kurz styrktist í starfi. Hélt hann meðal annars utan um viðræður þeirra ríkja sem áttu eftir að komast að hinu svokallaða kjarnorkusamkomulagi um Íran árið 2014. Síðar sama ár boðaði hann jafnframt til viðræðna þrjátíu utanríkisráðherra til þess að freista þess að leysa úr Úkraínudeilunni. Árið 2014 var raunar einstaklega gott fyrir ímynd Kurz. Í lok árs varð hann leiðtogi utanríkisráðherraráðs Evrópska þjóðarflokksins, flokkasamtaka sem eiga 216 sæti á Evrópuþinginu.ÞjóðernishyggjanEf til vill lagði Kurz grunninn að kosningasigri sínum árið 2015 þegar hann fór í auknum mæli að tala fyrir málstað þjóðernishyggjufólks. Fór hann meðal annars fram á að landamæragæsla Evrópusambandsins yrði hert í ljósi flóttamannastraums og kom frumvarpi í gegnum þingið sem nefndist Islamgesetz, eða lög um íslam. Lögin kveða meðal annars á um að erlendir aðilar megi ekki fjármagna byggingar moska eða greiða ímömum laun. Sagði Kurz á sínum tíma að lögunum væri ætlað að stemma stigu við áhrifum róttækra íslamista í Austurríki. Kurz varð síðan formaður Þjóðarflokksins eftir að Reinhold Mitterlehner sagði af sér embætti í maí síðastliðnum. Fékk undrabarnið 98,7 prósent atkvæða á landsfundi og urðu ákvæði um aukin völd formannsins, meðal annars til að breyta stefnu flokksins, samþykkt á fundinum. Washington Post greinir frá því í úttekt sinni á kosningunum að það ætti ekki að koma sérstaklega á óvart að Þjóðarflokkurinn hafi borið sigur úr býtum í kosningunum. Augljóst hafi verið að meginþorri kjósenda hafi verið kominn með nóg af samstarfi Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins. Þessi óánægja gaf Frelsisflokknum, sem lengi hefur verið helsti þjóðernishyggjuflokkur Austurríkis, byr í seglin. Mældist Frelsisflokkurinn með mest fylgi og útlit var fyrir mikinn kosningasigur. Kurz var hins vegar ekki á þeim buxunum að tapa kosningum. Hann sprengdi stjórnarsamstarfið, flýtti kosningum og gerði þjóðernishyggjunni hátt undir höfði í kosningastefnu flokksins. Skiljanlega urðu Frelsisflokksmenn ekkert sérstaklega ánægðir með Kurz. Minntu þeir sífellt á í kosningabaráttunni að flokkurinn hefði verið leiðandi afl þegar kæmi að því að taka á flóttamannavandanum og íslam og að hann hefði barist fyrir hertri landamæragæslu. Hin nýja ímynd Þjóðarflokksins stuðlaði að því að virkja áður óáhugasama kjósendur. Kurz setti sjálfan sig í fyrsta sæti, talaði um „hinn nýja Þjóðarflokk“ og lofaði að binda enda á ólöglegan innflutning fólks til þess að tryggja öryggi Austurríkismanna.Sá yngsti Kurz verður yngsti þjóðarleiðtogi heims þegar eða ef hann sest á kanslarastól. Verður hann þar með einn af allnokkrum ungum þjóðarleiðtogum Vesturlanda, sem fer nú fjölgandi. Á meðal annarra ungra þjóðarleiðtoga eru Justin Trudeau (45), forsætisráðherra Kanada, Emmanuel Macron (39), forseti Frakklands og Leo Varadkar (38), forsætisráðherra Írlands. Í samantekt New Jersey Herald á ungum leiðtogum er einnig minnst á Matteo Renzi, sem tók við ítalska forsætisráðuneytinu 39 ára gamall en sagði af sér á síðasta ári, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, sem tók við íslenska forsætisráðuneytinu 38 ára árið 2013 en sagði af sér árið 2016.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira