Komandi kosningar og staða flokkanna verður til umræðu í Víglínunni í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12.20. Gestir þáttarins verða Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur, Andrés Jónsson almannatengill og Jón Kaldal fjölmiðlamaður.
Þá verður einnig rætt við Jón Ólafsson formann Gagnsæis um spillingu á Íslandi.

