Forgangsraða í þágu hins opinbera heilbrigðiskerfis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2017 17:23 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson eru forystumenn þeirra flokka sem eru með mest fylgi. Vísir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist vilja forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þegar hún hófst við að útskýra stefnu flokksins í heilbrigðismálum, það sé hagkvæmari rekstur til lengri tíma litið. Til snarpra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks og Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þegar þau mættust í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Stjórnmálaflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafa hvorir um sig mælst með mesta fylgið í skoðanakönnunum af þeim flokkum sem bjóða fram krafta sína til Alþingis í komandi þingkosningum. Tekist var á um skattapólitík, þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild, heilbrigðismál og margt fleira. Katrínu er, eins og margoft hefur komið fram í málflutningi frambjóðenda Vinstri grænna, mjög umhugað um að hlúa að innviðum samfélagsins og þá sérstaklega heilbrigðis-og menntakerfinu. Hún gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn bæði fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og fyrir að vara stöðugt við því að ekki megi ráðast í almennilega uppbyggingu því það geti aukið þenslu. Bjarni Benediktsson, sem veitir Sjálfstæðisflokki forystu, kannaðist ekki við það og sagðist einungis vara við auknum skattahækkunum. „Ég horfi til þess að við erum með Landspítala í þeirri stöðu að hann getur ekki staðið undir óbreyttum rekstri miðað við fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórna,“ segir Katrín í umfjöllun sinni um alvarleika stöðunnar.Landspítalinn var Katrínu ofarlega í huga í viðtali á Sprengisandi.Vísir/ErnirForgangsraðar í þágu hins opinbera kerfis„Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði. „Þegar ég segi að við viljum forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þá er það breytt forgangsröðun í heilbrigðismálum í takt við það sem fagaðilar eru að benda á, Landlæknir er að benda á að það þurfi að forgangsraða þessum grunnstoðum vegna þess að það er líka hagkvæmari rekstur á heilbrigðiskerfinu til lengri tíma litið. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um aukin útgjöld, þetta snýst líka um það hvernig við verjum þeim peningum sem við verjum til að mynda til heilbrigðismála,“ segir Katrín um stefnu Vinstrihreyfingarinnar í heilbrigðismálum. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. 22. október 2017 13:28 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist vilja forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þegar hún hófst við að útskýra stefnu flokksins í heilbrigðismálum, það sé hagkvæmari rekstur til lengri tíma litið. Til snarpra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks og Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þegar þau mættust í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Stjórnmálaflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafa hvorir um sig mælst með mesta fylgið í skoðanakönnunum af þeim flokkum sem bjóða fram krafta sína til Alþingis í komandi þingkosningum. Tekist var á um skattapólitík, þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild, heilbrigðismál og margt fleira. Katrínu er, eins og margoft hefur komið fram í málflutningi frambjóðenda Vinstri grænna, mjög umhugað um að hlúa að innviðum samfélagsins og þá sérstaklega heilbrigðis-og menntakerfinu. Hún gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn bæði fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og fyrir að vara stöðugt við því að ekki megi ráðast í almennilega uppbyggingu því það geti aukið þenslu. Bjarni Benediktsson, sem veitir Sjálfstæðisflokki forystu, kannaðist ekki við það og sagðist einungis vara við auknum skattahækkunum. „Ég horfi til þess að við erum með Landspítala í þeirri stöðu að hann getur ekki staðið undir óbreyttum rekstri miðað við fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórna,“ segir Katrín í umfjöllun sinni um alvarleika stöðunnar.Landspítalinn var Katrínu ofarlega í huga í viðtali á Sprengisandi.Vísir/ErnirForgangsraðar í þágu hins opinbera kerfis„Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði. „Þegar ég segi að við viljum forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þá er það breytt forgangsröðun í heilbrigðismálum í takt við það sem fagaðilar eru að benda á, Landlæknir er að benda á að það þurfi að forgangsraða þessum grunnstoðum vegna þess að það er líka hagkvæmari rekstur á heilbrigðiskerfinu til lengri tíma litið. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um aukin útgjöld, þetta snýst líka um það hvernig við verjum þeim peningum sem við verjum til að mynda til heilbrigðismála,“ segir Katrín um stefnu Vinstrihreyfingarinnar í heilbrigðismálum. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. 22. október 2017 13:28 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. 22. október 2017 13:28