Klukknahljómur berst frá Hallgrímskirkju á ný Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2017 12:03 Hallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna, enda kirkjan eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Klukkurnar í Hallgrímskirkju eru loks farnar að hringja á ný en viðgerð á klukkunum er nú lokametrunum. Ekkert hafði heyrst í klukkunum síðan í ágúst á síðasta ári þegar búnaður sem tengir klukkuspilin og kirkjuklukkurnar bilaði. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir starfsmenn kirkjunnar vera himinlifandi með að loks sé aftur farið að heyrast í klukkunum. Þá hafi nágrannar og aðrir gestir kirkjunnar einnig lýst yfir ánægju sinni. „Við erum enn í þeim fasa að prófa þær. Það er búið að stilla klukkurnar en við erum enn að fínpússa þær. Við erum búin að vinna að þessu síðan í janúar.“ Hallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík, enda kirkjan eitt helsta kennileiti borgarinnar. Jónanna segir að viðgerðin hafi farið þannig fram að ákveðnir hlutir hafi verið teknir niður og sendir til Hollands. „Það tók alveg þrjá, fjóra mánuði að gera við, yfirfara búnaðinn. Annað var ónýtt og sett nýtt, eins og til dæmis aðaltölvan sem stýrir þessu núna. Það eru þrjár klukkur uppi í turni og svo er svokallað klukknaspil sem hægt er að spila lögin á og stilla.“ Hún segir að í síðustu viku hafi komið verkfræðingur frá hollenska fyrirtækinu Eijsbout til landsins og hafi hann unnið að því að koma klukkunum í gang. „Það var á miðvikudaginn sem við heyrðum fyrstu slögin og það var dásamlegt. Klukkurnar hringja á korters fresti, en hringingin á heila tímanum er nokkru lengri en hinar þrjár. Úrin í þann mund að komast í lag Jónanna segir að úrin, sem snúa í höfuðáttirnar fjórar, hafi sömuleiðis verið óvirk þar sem þau tengist einnig aðaltölvunni. „Nú eiga þau að vera virk, en það hefur komið upp einhver smávægileg bilun sem rafvirkjar kirkjunnar vinna nú að því að lagfæra.“ Hörður Áskelsson. Hollenska fyrirtækið Eijsbout sá um viðgerðirnar á klukkunum, en Jónanna segir áætlaðan kostnað við viðgerðirnar hafa verið um 15 milljónir króna. Hörður stýrir spilinu úr símanum sínum Hörður Áskelsson, kantor og stjórnandi klukkuspilsins, segist mjög ánægður með að klukkurnar skuli vera komnar í gagnið. Hann segir þetta þriðja kynslóð stýribúnaðar klukkuspilsins og að hann geti nú stýrt spilinu úr appi í síma sínum. Hörður vonast sé til að hægt verði að vígja klukkuspilið formlega á svokölluðum Lúthersdögum sem haldnir verða í Hallgrímskirkju dagana 26. til 31. október. Hallgrímskirkja Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Klukkurnar í Hallgrímskirkju eru loks farnar að hringja á ný en viðgerð á klukkunum er nú lokametrunum. Ekkert hafði heyrst í klukkunum síðan í ágúst á síðasta ári þegar búnaður sem tengir klukkuspilin og kirkjuklukkurnar bilaði. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir starfsmenn kirkjunnar vera himinlifandi með að loks sé aftur farið að heyrast í klukkunum. Þá hafi nágrannar og aðrir gestir kirkjunnar einnig lýst yfir ánægju sinni. „Við erum enn í þeim fasa að prófa þær. Það er búið að stilla klukkurnar en við erum enn að fínpússa þær. Við erum búin að vinna að þessu síðan í janúar.“ Hallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík, enda kirkjan eitt helsta kennileiti borgarinnar. Jónanna segir að viðgerðin hafi farið þannig fram að ákveðnir hlutir hafi verið teknir niður og sendir til Hollands. „Það tók alveg þrjá, fjóra mánuði að gera við, yfirfara búnaðinn. Annað var ónýtt og sett nýtt, eins og til dæmis aðaltölvan sem stýrir þessu núna. Það eru þrjár klukkur uppi í turni og svo er svokallað klukknaspil sem hægt er að spila lögin á og stilla.“ Hún segir að í síðustu viku hafi komið verkfræðingur frá hollenska fyrirtækinu Eijsbout til landsins og hafi hann unnið að því að koma klukkunum í gang. „Það var á miðvikudaginn sem við heyrðum fyrstu slögin og það var dásamlegt. Klukkurnar hringja á korters fresti, en hringingin á heila tímanum er nokkru lengri en hinar þrjár. Úrin í þann mund að komast í lag Jónanna segir að úrin, sem snúa í höfuðáttirnar fjórar, hafi sömuleiðis verið óvirk þar sem þau tengist einnig aðaltölvunni. „Nú eiga þau að vera virk, en það hefur komið upp einhver smávægileg bilun sem rafvirkjar kirkjunnar vinna nú að því að lagfæra.“ Hörður Áskelsson. Hollenska fyrirtækið Eijsbout sá um viðgerðirnar á klukkunum, en Jónanna segir áætlaðan kostnað við viðgerðirnar hafa verið um 15 milljónir króna. Hörður stýrir spilinu úr símanum sínum Hörður Áskelsson, kantor og stjórnandi klukkuspilsins, segist mjög ánægður með að klukkurnar skuli vera komnar í gagnið. Hann segir þetta þriðja kynslóð stýribúnaðar klukkuspilsins og að hann geti nú stýrt spilinu úr appi í síma sínum. Hörður vonast sé til að hægt verði að vígja klukkuspilið formlega á svokölluðum Lúthersdögum sem haldnir verða í Hallgrímskirkju dagana 26. til 31. október.
Hallgrímskirkja Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira