Bjarki Þór ver titilinn gegn fyrrum andstæðingi Conors Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. október 2017 16:00 Bardagi þeirra félaga verður að sjálfsögðu aðalbardagi kvöldsins. Bardagakapinn Bjarki Þór Pálsson mun verja Evrópumeistaratitil sinn hjá Fightstar-bardagasambandinu þann 9. desember næstkomandi. Það er skammt stórra högga á milli hjá Bjarka Þór sem tryggði sér titilinn þann 7. október síðastliðinn. Bjarki mun mæta Bretanum Steve O'Keeffe en bardaginn fer fram í London. O'Keeffe er 7-3 á ferlinum en Bjarki 4-0 eða ósigraður. Bretinn er 31 árs gamall og reynslumikill. Hann hefur meðal annars barist við Conor McGregor og Artem Lobov. Hann tapaði gegn Conor en náði að vinna Lobov. „Beltinu fylgir sviðsljós. Þeir bestu girnast það og fyrir vikið var hægt að fá andstæðing eins og Steve O´Keeffe til að fallast á að berjast við mig. Ég er gríðarlega ánægður með að fá bardaga strax aftur og það á móti andstæðingi eins og honum. Þetta er mitt tækifæri til að sýna stóru samböndunum úr hverju ég er gerður og með öruggum sigri þá tek ég af allan vafa um það að ég eigi heima hjá UFC eða Bellator,“ segir Bjarki Þór í fréttatilkynningu. „Ég hef lengi vitað af Steve O´Keeffe. Hann er einn af þeim hæst skrifuðu sem eru að berjast utan stóru sambandanna. Hann hefur barist við virkilega öfluga bardagamenn. Þar á meðal þá Conor og Artem, sem ég hef æft með og þekki nokkuð vel. Hann var að opna sinn eigið klúbb og einbeita sér að þjálfun og tók sér hlé frá keppni á meðan. Þess vegna hefur maður ekkert mikið heyrt hann nefndan síðastliðin 2-3 ár. Hann snéri svo aftur fyrr á þessu ári í bardaga hja Cage Warriors og kláraði sinn andstæðing í fyrstu lotu þannig að það er klárt að hann er í góðu formi og mun mæta með einbeittan vilja til að hirða af mér beltið.“Bjarki ætlar sér alla leið.mynd/baldur kristjánsBjarki Þór hefur í talsverðan tíma verið sá íslenski bardagamaður sem spekingar hafa spáð að sé næstur til að festa sig í sessi í fremstu röð. Hann er enn ósigraður sem atvinnumaður og hyggst halda því þannig. Bardaginn fer fram í íþróttahöllinni Brentford Fountain Leisure Center í suðvestur London og verður Bjarki Þór ekki eini íslendingurinn sem berst þar því þegar hefur atvinnubardagi Akureyringsins Ingþórs Arnar Valdimarssonar (0-1) gegn hinum pólska Dawid Panfil (0-0) verið staðfestur. Sá bardagi átti að fara fram á FightStar 12 bardagakvöldinu fyrr í þessum mánuði en Panfil þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann hefur nú náð bata og bardaginn settur á að nýju. Líkur eru á að fleiri Íslendingar muni bætast í hópinn áður en langt um líður. Viðræður eru í gangi og tilkynnt verður sérstaklega þegar fleiri bardagar hafa verið staðfestir. MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Sjá meira
Bardagakapinn Bjarki Þór Pálsson mun verja Evrópumeistaratitil sinn hjá Fightstar-bardagasambandinu þann 9. desember næstkomandi. Það er skammt stórra högga á milli hjá Bjarka Þór sem tryggði sér titilinn þann 7. október síðastliðinn. Bjarki mun mæta Bretanum Steve O'Keeffe en bardaginn fer fram í London. O'Keeffe er 7-3 á ferlinum en Bjarki 4-0 eða ósigraður. Bretinn er 31 árs gamall og reynslumikill. Hann hefur meðal annars barist við Conor McGregor og Artem Lobov. Hann tapaði gegn Conor en náði að vinna Lobov. „Beltinu fylgir sviðsljós. Þeir bestu girnast það og fyrir vikið var hægt að fá andstæðing eins og Steve O´Keeffe til að fallast á að berjast við mig. Ég er gríðarlega ánægður með að fá bardaga strax aftur og það á móti andstæðingi eins og honum. Þetta er mitt tækifæri til að sýna stóru samböndunum úr hverju ég er gerður og með öruggum sigri þá tek ég af allan vafa um það að ég eigi heima hjá UFC eða Bellator,“ segir Bjarki Þór í fréttatilkynningu. „Ég hef lengi vitað af Steve O´Keeffe. Hann er einn af þeim hæst skrifuðu sem eru að berjast utan stóru sambandanna. Hann hefur barist við virkilega öfluga bardagamenn. Þar á meðal þá Conor og Artem, sem ég hef æft með og þekki nokkuð vel. Hann var að opna sinn eigið klúbb og einbeita sér að þjálfun og tók sér hlé frá keppni á meðan. Þess vegna hefur maður ekkert mikið heyrt hann nefndan síðastliðin 2-3 ár. Hann snéri svo aftur fyrr á þessu ári í bardaga hja Cage Warriors og kláraði sinn andstæðing í fyrstu lotu þannig að það er klárt að hann er í góðu formi og mun mæta með einbeittan vilja til að hirða af mér beltið.“Bjarki ætlar sér alla leið.mynd/baldur kristjánsBjarki Þór hefur í talsverðan tíma verið sá íslenski bardagamaður sem spekingar hafa spáð að sé næstur til að festa sig í sessi í fremstu röð. Hann er enn ósigraður sem atvinnumaður og hyggst halda því þannig. Bardaginn fer fram í íþróttahöllinni Brentford Fountain Leisure Center í suðvestur London og verður Bjarki Þór ekki eini íslendingurinn sem berst þar því þegar hefur atvinnubardagi Akureyringsins Ingþórs Arnar Valdimarssonar (0-1) gegn hinum pólska Dawid Panfil (0-0) verið staðfestur. Sá bardagi átti að fara fram á FightStar 12 bardagakvöldinu fyrr í þessum mánuði en Panfil þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann hefur nú náð bata og bardaginn settur á að nýju. Líkur eru á að fleiri Íslendingar muni bætast í hópinn áður en langt um líður. Viðræður eru í gangi og tilkynnt verður sérstaklega þegar fleiri bardagar hafa verið staðfestir.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Sjá meira