Oddviti Dögunar: „Eigum alla möguleika að ná inn fólki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2017 00:00 Ragnhildur L. Guðmundsdóttir er oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Vísir/Anton Brink Dögun á alla möguleika á því að ná inn fólki á þing þrátt fyrir að mælast með undir 1 prósent fylgi. Þetta segir Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Hún segir skoðanakannanir ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Ragnhildur var gestur lokaþáttar Kosningaspjalls Vísis í dag. „Eigum alla möguleika á ná inn fólki en til þess þarf fólk að kjósa. Skoðanakannanir eru kannski ekki að sýna rétta mynd. Hverjir eru spurðir, á hvaða tíma og út frá hvaða forsendum. Við höfum ekki verið mikið í umræðunni, ekki verið mikið í fjölmiðlum. Það er allt í áttina núna,“ sagði Ragnhildur. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn 1,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn á þing. Í þetta sinn býður flokkurinn aðeins fram í Suðurkjördæmi. Ragnhildur segir rætt hafi verið aðra flokka um samstarf, þar á meðal við Sósíalistaflokkinn sem tekur ekki þátt í kosningunum. Þá var einnig rætt við Samfylkinguna en þar reyndist ekki nægur áhugi fyrir hendi. „Þeir vildu málefnin, vildu jafnvel fá vinnuna en þeir viltu ekki hafa neitt af fólkinu í Dögun með og þar var eiginlega ekki um samstarf að ræða. Það þarf tvo í tangó,“ sagði Ragnhildur. Aðspurð um hvað Dögun hafi til málanna að leggja í stjórnmálum sagði hún að flokkurinn væri umbótaflokkur með góðar hugmyndir auk þess sem að hér þyrfti nýtt blóð í stjórnmálin. „Við erum umbótaflokkur, lausnamiðaður. Við erum með ýmsar hugmyndir og kosti sem gætu gagnast, bæði í húsnæðismálum, skattamálum, heilbrigðismálum og þeir sem hafa verið nú þegar hafa verið í áratugi og það hefur ekkert breyst,“ sagði Ragnhildur.Alfarið á móti vegtollum Hugmyndir hafa verið uppi um að fjármagna endurbætur á vegakerfinu í kringum höfuðborgarsvæðið með gjaldtöku. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá, sem og Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness. Skipaði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sérstakan starfshóp til að vinna að tillögur um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að leggja á vegtolla og er Ragnhildur alfarið á móti hugmyndunum. Segir hún þessar hugmyndir vera slæmar fyrir þá fjölmörgu íbúa Suðurkjördæmis sem sæki vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. „Það að leggja vegtolla á fólk fram og til baka, þetta er bara kjaraskerðing. Þetta er aukinn kostnaður sem á ekkert að bjóða upp á,“ segir Ragnhildur. Ljóst sé þó að ráðast þurfi í talsverðar vegaframkvæmdir í kjördæminu og nefnir Ragnhildur að laga þurfi Reykjanesbrautina og koma Suðurlandsvegi í almennilegt horf. Aðspurð um það hvernig ætti að fjármagna slík verkefni segir Ragnhildur að nýta ætti bifreiðaskatta til þess að fjármagna vegakerfið. Kosningar 2017 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Dögun á alla möguleika á því að ná inn fólki á þing þrátt fyrir að mælast með undir 1 prósent fylgi. Þetta segir Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Hún segir skoðanakannanir ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Ragnhildur var gestur lokaþáttar Kosningaspjalls Vísis í dag. „Eigum alla möguleika á ná inn fólki en til þess þarf fólk að kjósa. Skoðanakannanir eru kannski ekki að sýna rétta mynd. Hverjir eru spurðir, á hvaða tíma og út frá hvaða forsendum. Við höfum ekki verið mikið í umræðunni, ekki verið mikið í fjölmiðlum. Það er allt í áttina núna,“ sagði Ragnhildur. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn 1,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn á þing. Í þetta sinn býður flokkurinn aðeins fram í Suðurkjördæmi. Ragnhildur segir rætt hafi verið aðra flokka um samstarf, þar á meðal við Sósíalistaflokkinn sem tekur ekki þátt í kosningunum. Þá var einnig rætt við Samfylkinguna en þar reyndist ekki nægur áhugi fyrir hendi. „Þeir vildu málefnin, vildu jafnvel fá vinnuna en þeir viltu ekki hafa neitt af fólkinu í Dögun með og þar var eiginlega ekki um samstarf að ræða. Það þarf tvo í tangó,“ sagði Ragnhildur. Aðspurð um hvað Dögun hafi til málanna að leggja í stjórnmálum sagði hún að flokkurinn væri umbótaflokkur með góðar hugmyndir auk þess sem að hér þyrfti nýtt blóð í stjórnmálin. „Við erum umbótaflokkur, lausnamiðaður. Við erum með ýmsar hugmyndir og kosti sem gætu gagnast, bæði í húsnæðismálum, skattamálum, heilbrigðismálum og þeir sem hafa verið nú þegar hafa verið í áratugi og það hefur ekkert breyst,“ sagði Ragnhildur.Alfarið á móti vegtollum Hugmyndir hafa verið uppi um að fjármagna endurbætur á vegakerfinu í kringum höfuðborgarsvæðið með gjaldtöku. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá, sem og Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness. Skipaði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sérstakan starfshóp til að vinna að tillögur um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að leggja á vegtolla og er Ragnhildur alfarið á móti hugmyndunum. Segir hún þessar hugmyndir vera slæmar fyrir þá fjölmörgu íbúa Suðurkjördæmis sem sæki vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. „Það að leggja vegtolla á fólk fram og til baka, þetta er bara kjaraskerðing. Þetta er aukinn kostnaður sem á ekkert að bjóða upp á,“ segir Ragnhildur. Ljóst sé þó að ráðast þurfi í talsverðar vegaframkvæmdir í kjördæminu og nefnir Ragnhildur að laga þurfi Reykjanesbrautina og koma Suðurlandsvegi í almennilegt horf. Aðspurð um það hvernig ætti að fjármagna slík verkefni segir Ragnhildur að nýta ætti bifreiðaskatta til þess að fjármagna vegakerfið.
Kosningar 2017 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira