Mannréttindi á leigumarkaði Nichole Leigh Mosty skrifar 24. október 2017 08:52 Björt framtíð hefur sýnt ítrekað að mannréttindi eru eitt okkar stærstu stefnumála og útrýming fátæktar í heiminum er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma. Hérlendis lenda sífellt fleiri í fátæktargildru vegna þess að þeir festast á leigumarkaði. Markaði sem er sérstaklega erfiður fyrir ungt fólk. Réttur fólks til fullnægjandi húsnæðis er tilgreindur í alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þar segir „Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans, þar á meðal viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða.“ Íslendingar undirrituðu sáttmálann árið 1968 og staðfestu ellefu árum síðar. Þegar ég var 18 ára flutti ég að heiman, til annars fylkis í Bandaríkjunum til að fara í nám. Mér datt aldrei í hug að kaupa húsnæði þegar ég var á tvítugsaldri. Það hefði þýtt frelsisskerðing. Húsnæðiskaup voru ekki á dagskrá hjá jafnöldrum mínum fyrr en við værum farin að eiga börn og búin að finna okkur framtíðarstarf. Ég hafði hins vegar aðgang að góðum leigumarkaði. Fyrst til að byrja með í stúdentaíbúð sem var svo sem engin draumaíbúð en hún var hagkvæm og örugg. Og möguleikarnir á ýmsum útfærslum af námsmannaíbúðum voru svo sannarlega fyrir hendi. Ég gat ákveðið að búa ein eða með öðrum og alltaf á góðum kjörum þar sem ég var námsmaður. Ég notaði aldrei meira en 20% af laununum mínum í húsnæðiskostnað og hafði tækifæri til að leggja til hliðar fé til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Og það fylgdu því m.a.s. réttindi að greiða tryggingu og undirrita leigusamning. Þetta hljómar eins og útópía á Íslandi. Ég sótti nýverið húsnæðisþing Íbúðalánasjóðs. Þar kom fram að 64% þess fólks sem er á leigumarkaði er á aldrinum 18-34 ára. 33% þeirra eru námsmenn og 47% öryrkjar. Fólk leigir myglaðar kjallaraholur á 200.000 á mánuði. Leigusali hefur svo allt um bæði leiguverð og lengd leigusamnings að segja. Og það er nákvæmlega ekkert heilbrigt við þá slagsíðu. Leigjendur eru upp til hópa fólk með litla möguleika til að afla sér tekna. Húsnæðisbætur ná eingöngu til 42% leigjenda. Ástæðan virðist að einhverju leyti tengd skorti á upplýsingum, tengslum við leigusala eða því að fólk býr í óuppgefnu leiguhúsnæði. Okkur í Bjartri framtíð langar að móta stefnu og aðgerðir til að koma á heilbrigðum leigumarkaði. Tryggja þarf réttindi leigjenda og skýra leikreglur og eftirlit á leigumarkaði. Stefnan þarf að skapa jafnræði og vernd á markaði með tilliti til hópa eins og námsmanna, öryrkja og aldraðra. Hagnaðarsjónarmið stórra leigufélaga ættu að vera þar til umfjöllunar, takmörkun og reglur vegna útleigu í gegnum Airb&b og hvating í gegnum skattkerfið til að leigja út herbergi eða hluta af eigin íbúðarhúsnæði. Vegna skorts á leiguhúsnæði gengur leigumarkaður dagsins í dag út á uppboð og yfirboð sem leiðir þann hóp sem síst skyldi í gildru. Ef ég mætti ráða gengi heilbrigður leigumarkaður út á þessi markmið: Að tryggja öruggt leiguhúsnæði til langs tíma Að leigufélagið væri rekið í eðlilegu hagnaðarskyni, Að leigjendur greiddu ekki meira en 25% af samanlögðum tekjum heimilisins í húsnæðiskostnað, Að fólk þekkti réttindi sín og hefði aðgang að slíkum upplýsingum, Að leigumarkaðurinn leiddi fólk ekki til fátæktar heldur kæmi í veg fyrir slík mannréttindabrot. Við í Bjartri framtíð viljum framtíð með heilbrigðum leigumarkaði. Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Nichole Leigh Mosty Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Björt framtíð hefur sýnt ítrekað að mannréttindi eru eitt okkar stærstu stefnumála og útrýming fátæktar í heiminum er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma. Hérlendis lenda sífellt fleiri í fátæktargildru vegna þess að þeir festast á leigumarkaði. Markaði sem er sérstaklega erfiður fyrir ungt fólk. Réttur fólks til fullnægjandi húsnæðis er tilgreindur í alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þar segir „Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans, þar á meðal viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða.“ Íslendingar undirrituðu sáttmálann árið 1968 og staðfestu ellefu árum síðar. Þegar ég var 18 ára flutti ég að heiman, til annars fylkis í Bandaríkjunum til að fara í nám. Mér datt aldrei í hug að kaupa húsnæði þegar ég var á tvítugsaldri. Það hefði þýtt frelsisskerðing. Húsnæðiskaup voru ekki á dagskrá hjá jafnöldrum mínum fyrr en við værum farin að eiga börn og búin að finna okkur framtíðarstarf. Ég hafði hins vegar aðgang að góðum leigumarkaði. Fyrst til að byrja með í stúdentaíbúð sem var svo sem engin draumaíbúð en hún var hagkvæm og örugg. Og möguleikarnir á ýmsum útfærslum af námsmannaíbúðum voru svo sannarlega fyrir hendi. Ég gat ákveðið að búa ein eða með öðrum og alltaf á góðum kjörum þar sem ég var námsmaður. Ég notaði aldrei meira en 20% af laununum mínum í húsnæðiskostnað og hafði tækifæri til að leggja til hliðar fé til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Og það fylgdu því m.a.s. réttindi að greiða tryggingu og undirrita leigusamning. Þetta hljómar eins og útópía á Íslandi. Ég sótti nýverið húsnæðisþing Íbúðalánasjóðs. Þar kom fram að 64% þess fólks sem er á leigumarkaði er á aldrinum 18-34 ára. 33% þeirra eru námsmenn og 47% öryrkjar. Fólk leigir myglaðar kjallaraholur á 200.000 á mánuði. Leigusali hefur svo allt um bæði leiguverð og lengd leigusamnings að segja. Og það er nákvæmlega ekkert heilbrigt við þá slagsíðu. Leigjendur eru upp til hópa fólk með litla möguleika til að afla sér tekna. Húsnæðisbætur ná eingöngu til 42% leigjenda. Ástæðan virðist að einhverju leyti tengd skorti á upplýsingum, tengslum við leigusala eða því að fólk býr í óuppgefnu leiguhúsnæði. Okkur í Bjartri framtíð langar að móta stefnu og aðgerðir til að koma á heilbrigðum leigumarkaði. Tryggja þarf réttindi leigjenda og skýra leikreglur og eftirlit á leigumarkaði. Stefnan þarf að skapa jafnræði og vernd á markaði með tilliti til hópa eins og námsmanna, öryrkja og aldraðra. Hagnaðarsjónarmið stórra leigufélaga ættu að vera þar til umfjöllunar, takmörkun og reglur vegna útleigu í gegnum Airb&b og hvating í gegnum skattkerfið til að leigja út herbergi eða hluta af eigin íbúðarhúsnæði. Vegna skorts á leiguhúsnæði gengur leigumarkaður dagsins í dag út á uppboð og yfirboð sem leiðir þann hóp sem síst skyldi í gildru. Ef ég mætti ráða gengi heilbrigður leigumarkaður út á þessi markmið: Að tryggja öruggt leiguhúsnæði til langs tíma Að leigufélagið væri rekið í eðlilegu hagnaðarskyni, Að leigjendur greiddu ekki meira en 25% af samanlögðum tekjum heimilisins í húsnæðiskostnað, Að fólk þekkti réttindi sín og hefði aðgang að slíkum upplýsingum, Að leigumarkaðurinn leiddi fólk ekki til fátæktar heldur kæmi í veg fyrir slík mannréttindabrot. Við í Bjartri framtíð viljum framtíð með heilbrigðum leigumarkaði. Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun