Brynjar við þingkonu VG á fundi: „Má ég kyssa þig?“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2017 12:30 Steinunn Þór og Brynjar á fundi Siðmenntar í gær en við hlið þeirra situr Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. „Má ég kyssa þig?,“ spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Steinunni Þór Árnadóttur, þingmann Vinstri grænna, á fundi Siðmenntar í gærkvöldi sem sýndur var í beinni útsendingu á Facebook. Í samtali við Ríkisútvarpið segist Steinunn Þóra telja Brynjar hafa farið yfir strikið en Brynjar lét hafa eftir sér í samtali við Ríkisútvarpið að hann hefði einungis verið að lýsa yfir hrifningu sinni á Steinunni og spurði um leið hvort öll kímnigáfa á landinu væri dauð. Um var að ræða málfund Lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar á Kex Hostel í gærkvöldi þar sem fulltrúar flokka svöruðu spurningum um aðskilnað ríkis og kirkju. Þegar Brynjar spurði Steinunni Þóru hvort hann mætti kyssa hana svaraði hún: „Æi, nei! Þetta er í beinni útsendingu.“ Benti hún um leið á myndavélina sem tók upp fundinn.Steinunn Þóra Árnadóttir og Brynjar Níelsson.VísirFundarstjórinn og framkvæmdastjóri Siðmenntar, Bjarni Jónsson, bað Brynjar um að fara „rólega í þetta“ í kjölfarið. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Steinunn að Brynjar hafi verið asnalegur og óviðeigandi. Hún sagði þetta vera dæmi um hvernig orðræða er reynd til að slá konur út af laginu. „Ég reyndi bara að hunsa hann og einbeita mér að málefnum fundarins,“ sagði Steinunn Þóra við RÚV. Spurður hvort þetta hafi verið óviðeigandi hegðun svaraði Brynjar því neitandi í samtali við RÚV. Þetta hafi hann gert fyrir framan alla og í beinni útsendingu. Hefði hann gengið upp að henni einni út í horni hefði það verið „svolítið óviðeigandi“. „En þetta er fyrir framan alla. Annars er þetta orðin svo ofstækisfull umræða að ég næ ekki upp í nefið á mér,“ sagði Brynjar við RÚV.Brynjar hefur beðist afsökunar á þessari spurningu. Það gerði hann í Facebook-færslu eftir að fréttir höfðu verið sagðar af atvikinu Fundinn má sjá hér fyrir neðan en umrætt atvik á sér stað þegar 28 mínútur eru liðnar af upptökunni. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
„Má ég kyssa þig?,“ spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Steinunni Þór Árnadóttur, þingmann Vinstri grænna, á fundi Siðmenntar í gærkvöldi sem sýndur var í beinni útsendingu á Facebook. Í samtali við Ríkisútvarpið segist Steinunn Þóra telja Brynjar hafa farið yfir strikið en Brynjar lét hafa eftir sér í samtali við Ríkisútvarpið að hann hefði einungis verið að lýsa yfir hrifningu sinni á Steinunni og spurði um leið hvort öll kímnigáfa á landinu væri dauð. Um var að ræða málfund Lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar á Kex Hostel í gærkvöldi þar sem fulltrúar flokka svöruðu spurningum um aðskilnað ríkis og kirkju. Þegar Brynjar spurði Steinunni Þóru hvort hann mætti kyssa hana svaraði hún: „Æi, nei! Þetta er í beinni útsendingu.“ Benti hún um leið á myndavélina sem tók upp fundinn.Steinunn Þóra Árnadóttir og Brynjar Níelsson.VísirFundarstjórinn og framkvæmdastjóri Siðmenntar, Bjarni Jónsson, bað Brynjar um að fara „rólega í þetta“ í kjölfarið. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Steinunn að Brynjar hafi verið asnalegur og óviðeigandi. Hún sagði þetta vera dæmi um hvernig orðræða er reynd til að slá konur út af laginu. „Ég reyndi bara að hunsa hann og einbeita mér að málefnum fundarins,“ sagði Steinunn Þóra við RÚV. Spurður hvort þetta hafi verið óviðeigandi hegðun svaraði Brynjar því neitandi í samtali við RÚV. Þetta hafi hann gert fyrir framan alla og í beinni útsendingu. Hefði hann gengið upp að henni einni út í horni hefði það verið „svolítið óviðeigandi“. „En þetta er fyrir framan alla. Annars er þetta orðin svo ofstækisfull umræða að ég næ ekki upp í nefið á mér,“ sagði Brynjar við RÚV.Brynjar hefur beðist afsökunar á þessari spurningu. Það gerði hann í Facebook-færslu eftir að fréttir höfðu verið sagðar af atvikinu Fundinn má sjá hér fyrir neðan en umrætt atvik á sér stað þegar 28 mínútur eru liðnar af upptökunni.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira