Segir að trúfélagsgjöld Zúista verði endurgreidd eða renni til góðgerðamála Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2017 14:30 Ágúst Arnar sést hér á tali við sjónvarpsmanninn Helga Seljan. Mynd/Janulus Ágúst Arnar Ágústsson, sem nýverið var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism eftir áralanga deilu, segir að trúfélagsgjöld þeirra sem skráð hafi sig í trúfélagið verði endurgreidd. Þá verði einnig í boði að ráðstafa sóknargjöldum til góðgerðarmála. Fjársýsla ríksisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Starfsemi zúista var við að lognast út af árið 2014. Við það tækifæri tók nýr hópur manna yfir félagið og hóf að safna meðlimum í stórum stíl með loforðum um að borga þeim út tæplega 11.000 króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið. Ágúst Arnar taldi þó að hann væri enn forstöðumaður félagsins, höfðaði mál á hendur ríkinu og krafðist þess að innanríkisráðuneytið viðurkenndi hann sem forstöðumann félagsins. Þeirri ákvörðun var vísað til sýslumanns sem nýverið tók fyrrnefnda ákvörðun um að verða við kröfu Ágústs. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla gagnrýnir hann harðlega vinnubrögð starfsmanns hjá embætti Sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem farið hafi með trúfélagsskráninguna og segir hann vísvitandi hafa dregið lappirnar í málinu. Það hafi ekki verið fyrr en Umboðsmaður Alþingis hafi farið í málið fyrr en hreyfing kemst á það. Í yfirlýsingunni segir Ágúst Arnar að unnið sé því að opna heimasíðuna zuism.is þar sem hægt verði að sækja um endurgreiðslu á sóknargjöldum, eftir umsýslugjöld. Félagið vinni nú þegar með ráðgjöfum að því hvernig þessu verði best háttað. Þá segir einnig að val verði um að sóknargjöld sóknarbarna trúfélagsins renni til góðgerðamála. „Félagið hefur t.d. nú þegar sett sig í samband við Barnaspítala Hringsins og hefur fengið lista af tækjum sem vantar á spítalann og hyggst félagið styrkja það málefni ef safnast nægt fé,“ sem birt er í heild sinni á zuism.is Ágúst Arnar, og bróðir hans Einar Ágústsson, verið til umfjöllunar íslenskra fjölmiðla á undanförnum árum. Fyrst vöktu þeir athygli fyrir safnanir á Kickstarter þar sem þeir söfnuðu háum fjárhæðum frá styrktaraðilum fyrir ýmis verkefni, þar á meðal vindmylluna sem nú er komin á markað. Síðar vakti athygli að Kickstarter lokaði á eina söfnun þeirra bræðra fyrir stærri útgáfu af vindmyllunni en miðað við upplýsingar á vef Kickstarter þarf töluvert til að lokað sé fyrir söfnun. Einar var í júní síðastliðnum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tugmilljóna fjársvik. Báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur 2. júní 2017 14:30 Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Ágúst Arnar Ágústsson, sem nýverið var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism eftir áralanga deilu, segir að trúfélagsgjöld þeirra sem skráð hafi sig í trúfélagið verði endurgreidd. Þá verði einnig í boði að ráðstafa sóknargjöldum til góðgerðarmála. Fjársýsla ríksisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Starfsemi zúista var við að lognast út af árið 2014. Við það tækifæri tók nýr hópur manna yfir félagið og hóf að safna meðlimum í stórum stíl með loforðum um að borga þeim út tæplega 11.000 króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið. Ágúst Arnar taldi þó að hann væri enn forstöðumaður félagsins, höfðaði mál á hendur ríkinu og krafðist þess að innanríkisráðuneytið viðurkenndi hann sem forstöðumann félagsins. Þeirri ákvörðun var vísað til sýslumanns sem nýverið tók fyrrnefnda ákvörðun um að verða við kröfu Ágústs. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla gagnrýnir hann harðlega vinnubrögð starfsmanns hjá embætti Sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem farið hafi með trúfélagsskráninguna og segir hann vísvitandi hafa dregið lappirnar í málinu. Það hafi ekki verið fyrr en Umboðsmaður Alþingis hafi farið í málið fyrr en hreyfing kemst á það. Í yfirlýsingunni segir Ágúst Arnar að unnið sé því að opna heimasíðuna zuism.is þar sem hægt verði að sækja um endurgreiðslu á sóknargjöldum, eftir umsýslugjöld. Félagið vinni nú þegar með ráðgjöfum að því hvernig þessu verði best háttað. Þá segir einnig að val verði um að sóknargjöld sóknarbarna trúfélagsins renni til góðgerðamála. „Félagið hefur t.d. nú þegar sett sig í samband við Barnaspítala Hringsins og hefur fengið lista af tækjum sem vantar á spítalann og hyggst félagið styrkja það málefni ef safnast nægt fé,“ sem birt er í heild sinni á zuism.is Ágúst Arnar, og bróðir hans Einar Ágústsson, verið til umfjöllunar íslenskra fjölmiðla á undanförnum árum. Fyrst vöktu þeir athygli fyrir safnanir á Kickstarter þar sem þeir söfnuðu háum fjárhæðum frá styrktaraðilum fyrir ýmis verkefni, þar á meðal vindmylluna sem nú er komin á markað. Síðar vakti athygli að Kickstarter lokaði á eina söfnun þeirra bræðra fyrir stærri útgáfu af vindmyllunni en miðað við upplýsingar á vef Kickstarter þarf töluvert til að lokað sé fyrir söfnun. Einar var í júní síðastliðnum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tugmilljóna fjársvik. Báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur 2. júní 2017 14:30 Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00
Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur 2. júní 2017 14:30
Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00
Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45