Flokkur fólksins vill hækka persónuafslátt og afnema verðtrygginguna Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2017 21:22 Flokkur fólksins vill meðal annars skattleggja inngreiðslur fólks í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna og segir að með því sé hægt að fjármagna aðgerðir til að bæta hag þeirra verst settu. Hækka beri persónuaflsátt skatta, afnema verðtrygginguna og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Markmiðið stórt Flokkur fólksins kynnti í dag helstu áherslur sínar fyrir kosningarnar sem fram fara á laugardaginn. Þar er megin áherslan lögð á að bæta hag hinna verst settu meðal annars með því að lágmarks framfærsla verði 300 þúsund krónur og stórátak verði gert í húsnæðismálum. Inga Sæland formaður segir markmiðið stórt; að útrýma fátækt á Íslandi. „Fá grunnheilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa, ráðast að rótum vandans sem verðtryggingin er og koma okurvöxtunum okkar niður í það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur,“ sagði Inga á fréttamannafundi í dag. Flokkurinn vill að komið verði á félagslegu íbúðakerfi eins og þekktist á árum áður. „Við sjáum það að ríki, lífeyrissjóðir, sveitarfélög ættu allir að geta tekið höndum saman með góðum vilja til að koma í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum,“ segir Inga.Engar sviptingar, ekkert gaman Þá vill Flokkur fólksins að inngreiðslur í lífeyrissjóði verði skattlagðar í stað útgreiðslna. Þannig megi auka tekjur ríkissjóðs um 40 milljarða til að fjármagna nauðsynleg verkefni til að bæta hag þeirra sem búa við lægstu kjörin og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Kannanir eru ýmist að sýna ykkur inni eða úti, er bjartsýnin allsráðandi hjá ykkur?„Eins og þú sérð, það er alltaf bjartsýni. Ef ekki eru neinar sviptingar er ekkert gaman að þessu. Þannig að við hlökkum bara til að fá að sjá hvernig kjósendur taka okkur,“ segir Inga Snæland. Kosningar 2017 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Sjá meira
Flokkur fólksins vill meðal annars skattleggja inngreiðslur fólks í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna og segir að með því sé hægt að fjármagna aðgerðir til að bæta hag þeirra verst settu. Hækka beri persónuaflsátt skatta, afnema verðtrygginguna og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Markmiðið stórt Flokkur fólksins kynnti í dag helstu áherslur sínar fyrir kosningarnar sem fram fara á laugardaginn. Þar er megin áherslan lögð á að bæta hag hinna verst settu meðal annars með því að lágmarks framfærsla verði 300 þúsund krónur og stórátak verði gert í húsnæðismálum. Inga Sæland formaður segir markmiðið stórt; að útrýma fátækt á Íslandi. „Fá grunnheilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa, ráðast að rótum vandans sem verðtryggingin er og koma okurvöxtunum okkar niður í það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur,“ sagði Inga á fréttamannafundi í dag. Flokkurinn vill að komið verði á félagslegu íbúðakerfi eins og þekktist á árum áður. „Við sjáum það að ríki, lífeyrissjóðir, sveitarfélög ættu allir að geta tekið höndum saman með góðum vilja til að koma í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum,“ segir Inga.Engar sviptingar, ekkert gaman Þá vill Flokkur fólksins að inngreiðslur í lífeyrissjóði verði skattlagðar í stað útgreiðslna. Þannig megi auka tekjur ríkissjóðs um 40 milljarða til að fjármagna nauðsynleg verkefni til að bæta hag þeirra sem búa við lægstu kjörin og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Kannanir eru ýmist að sýna ykkur inni eða úti, er bjartsýnin allsráðandi hjá ykkur?„Eins og þú sérð, það er alltaf bjartsýni. Ef ekki eru neinar sviptingar er ekkert gaman að þessu. Þannig að við hlökkum bara til að fá að sjá hvernig kjósendur taka okkur,“ segir Inga Snæland.
Kosningar 2017 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Sjá meira