Flokkur fólksins vill hækka persónuafslátt og afnema verðtrygginguna Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2017 21:22 Flokkur fólksins vill meðal annars skattleggja inngreiðslur fólks í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna og segir að með því sé hægt að fjármagna aðgerðir til að bæta hag þeirra verst settu. Hækka beri persónuaflsátt skatta, afnema verðtrygginguna og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Markmiðið stórt Flokkur fólksins kynnti í dag helstu áherslur sínar fyrir kosningarnar sem fram fara á laugardaginn. Þar er megin áherslan lögð á að bæta hag hinna verst settu meðal annars með því að lágmarks framfærsla verði 300 þúsund krónur og stórátak verði gert í húsnæðismálum. Inga Sæland formaður segir markmiðið stórt; að útrýma fátækt á Íslandi. „Fá grunnheilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa, ráðast að rótum vandans sem verðtryggingin er og koma okurvöxtunum okkar niður í það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur,“ sagði Inga á fréttamannafundi í dag. Flokkurinn vill að komið verði á félagslegu íbúðakerfi eins og þekktist á árum áður. „Við sjáum það að ríki, lífeyrissjóðir, sveitarfélög ættu allir að geta tekið höndum saman með góðum vilja til að koma í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum,“ segir Inga.Engar sviptingar, ekkert gaman Þá vill Flokkur fólksins að inngreiðslur í lífeyrissjóði verði skattlagðar í stað útgreiðslna. Þannig megi auka tekjur ríkissjóðs um 40 milljarða til að fjármagna nauðsynleg verkefni til að bæta hag þeirra sem búa við lægstu kjörin og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Kannanir eru ýmist að sýna ykkur inni eða úti, er bjartsýnin allsráðandi hjá ykkur?„Eins og þú sérð, það er alltaf bjartsýni. Ef ekki eru neinar sviptingar er ekkert gaman að þessu. Þannig að við hlökkum bara til að fá að sjá hvernig kjósendur taka okkur,“ segir Inga Snæland. Kosningar 2017 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Flokkur fólksins vill meðal annars skattleggja inngreiðslur fólks í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna og segir að með því sé hægt að fjármagna aðgerðir til að bæta hag þeirra verst settu. Hækka beri persónuaflsátt skatta, afnema verðtrygginguna og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Markmiðið stórt Flokkur fólksins kynnti í dag helstu áherslur sínar fyrir kosningarnar sem fram fara á laugardaginn. Þar er megin áherslan lögð á að bæta hag hinna verst settu meðal annars með því að lágmarks framfærsla verði 300 þúsund krónur og stórátak verði gert í húsnæðismálum. Inga Sæland formaður segir markmiðið stórt; að útrýma fátækt á Íslandi. „Fá grunnheilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa, ráðast að rótum vandans sem verðtryggingin er og koma okurvöxtunum okkar niður í það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur,“ sagði Inga á fréttamannafundi í dag. Flokkurinn vill að komið verði á félagslegu íbúðakerfi eins og þekktist á árum áður. „Við sjáum það að ríki, lífeyrissjóðir, sveitarfélög ættu allir að geta tekið höndum saman með góðum vilja til að koma í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum,“ segir Inga.Engar sviptingar, ekkert gaman Þá vill Flokkur fólksins að inngreiðslur í lífeyrissjóði verði skattlagðar í stað útgreiðslna. Þannig megi auka tekjur ríkissjóðs um 40 milljarða til að fjármagna nauðsynleg verkefni til að bæta hag þeirra sem búa við lægstu kjörin og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Kannanir eru ýmist að sýna ykkur inni eða úti, er bjartsýnin allsráðandi hjá ykkur?„Eins og þú sérð, það er alltaf bjartsýni. Ef ekki eru neinar sviptingar er ekkert gaman að þessu. Þannig að við hlökkum bara til að fá að sjá hvernig kjósendur taka okkur,“ segir Inga Snæland.
Kosningar 2017 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira