Gylfi hvorki reykir né drekkur og er hin fullkomna fyrirmynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna marki á EM í Frakklandi sumarið 2016. Vísir/EPA Það er áfram mikill áhugi á að fjalla um íslenska knattspyrnuævintýrið ekki síst þar sem íslensku strákarnir fylgdu því eftir að komast í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Áhugsamir blaðamenn eru flestir að reyna að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð geti náð svona árangri í stærstu liðsíþrótt í heimi. Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri Knattspyrnusamband Íslands, er í viðtali hjá vefsíðunni thesefootballtimes.co þar sem hann fer um víðan völl.Iceland and the journey to Russia 2018: an inside perspective with the nation's Technical Director, Arnar Bill. https://t.co/o3rH78LRntpic.twitter.com/p3OwonWhXt — These Football Times (@thesefootytimes) October 24, 2017 Arnar Bill ræðir meðal annars áhrifin af því að hafa týpu eins og Gylfa Þór Sigurðsson sem stærstu stjörnuna í íslenska landsliðinu. „Hann er afar mikilvægur. Hann er einn af fáum leikmönnum sem hafa komist á hæsta stigið. Hann er án vafa fyrirmynd fyrir aðra leikmenn í liðinu. Hann hleypur mest allra og setur gott fordæmi fyrir yngri leikmenn,“ segir Arnar Bill og bætir við: „Hann hvorki reykir né drekkur og er frábær fyrirmynd fyrir alla. Hann er líka kurteis. Það heyrist kannski meira í fyrirliðanum okkar Aroni Einari Gunnarssyni en það má segja að það séu fimm til sex fyrirliðar inn á vellinum í þessu liði. Þetta er það sterk liðsheild,“ segir Arnar Bill. Arnar Bill ber líka saman starfsmannafjöldann hjá KSÍ við þann hjá öðrum samböndum í Evrópu. KSÍ er með sautján starfsmenn í fullu starfi en þeir eru sem dæmi 60 hjá knattspyrnusambandi Möltu. Arnar Bill ræðir einnig áhrifin frá Lars Lagerback. „Lars var frábær. Hann var engin einræðisherra. Hann bar allt undir Heimir. Þeir voru saman í þessu. Það er svo gaman að við héldum áfram að vinna leiki eftir EM. Lars hefur alltaf litið á aðstoðarmenn sína sem jafningja og Heimir var engin undantekning,“ sagði Arnar Bill í viðtalinu. Það má lesa allt viðtalið með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
Það er áfram mikill áhugi á að fjalla um íslenska knattspyrnuævintýrið ekki síst þar sem íslensku strákarnir fylgdu því eftir að komast í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Áhugsamir blaðamenn eru flestir að reyna að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð geti náð svona árangri í stærstu liðsíþrótt í heimi. Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri Knattspyrnusamband Íslands, er í viðtali hjá vefsíðunni thesefootballtimes.co þar sem hann fer um víðan völl.Iceland and the journey to Russia 2018: an inside perspective with the nation's Technical Director, Arnar Bill. https://t.co/o3rH78LRntpic.twitter.com/p3OwonWhXt — These Football Times (@thesefootytimes) October 24, 2017 Arnar Bill ræðir meðal annars áhrifin af því að hafa týpu eins og Gylfa Þór Sigurðsson sem stærstu stjörnuna í íslenska landsliðinu. „Hann er afar mikilvægur. Hann er einn af fáum leikmönnum sem hafa komist á hæsta stigið. Hann er án vafa fyrirmynd fyrir aðra leikmenn í liðinu. Hann hleypur mest allra og setur gott fordæmi fyrir yngri leikmenn,“ segir Arnar Bill og bætir við: „Hann hvorki reykir né drekkur og er frábær fyrirmynd fyrir alla. Hann er líka kurteis. Það heyrist kannski meira í fyrirliðanum okkar Aroni Einari Gunnarssyni en það má segja að það séu fimm til sex fyrirliðar inn á vellinum í þessu liði. Þetta er það sterk liðsheild,“ segir Arnar Bill. Arnar Bill ber líka saman starfsmannafjöldann hjá KSÍ við þann hjá öðrum samböndum í Evrópu. KSÍ er með sautján starfsmenn í fullu starfi en þeir eru sem dæmi 60 hjá knattspyrnusambandi Möltu. Arnar Bill ræðir einnig áhrifin frá Lars Lagerback. „Lars var frábær. Hann var engin einræðisherra. Hann bar allt undir Heimir. Þeir voru saman í þessu. Það er svo gaman að við héldum áfram að vinna leiki eftir EM. Lars hefur alltaf litið á aðstoðarmenn sína sem jafningja og Heimir var engin undantekning,“ sagði Arnar Bill í viðtalinu. Það má lesa allt viðtalið með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira