Svo var raunin Feneyjarmaraþoninu á dögunum þegar heimamaður vann óvæntan sigur eftir einn risastóran misskilning.
Afríkumennirnir Abdulahl Dawud, Gilbert Kipleting Chumba, Kipkemei Mutai og David Kiprono Metto voru fremstir í hlaupinu og voru allir líklegir til afreka.
Þeir hlupu á eftir mótorhjóli sem sýndi þeim rétta leið. Eða það héldu þeir. Ökumaðurinn villtist hinsvegar af leið eftir 25 kílómetra hlaup.
Ítalinn Eyob Faniel var mínútu á eftir forystuhópnum en nýtti sér vel aukakrókinn sem bestu hlaupararnir tóku og varð á endanum fyrsti Ítalinn í 22 ár til að vinna Feneyjarmaraþonið.
Hér fyrir neðan má sjá tímapunktinn þegar hlaupararnir átta sig á því að þeir eru búnir að vera að hlaupa vitlausa leið.
Random dude wins Venice Marathon after leaders directed wrong way: https://t.co/LqqFuqoehCpic.twitter.com/ekmMeQ7P5I
— Deadspin (@Deadspin) October 24, 2017
Hér fyrir neðan má sjá frétt Euronews um hlaupið.