Það er gott fyrir okkur öll að skipta um flokk Eygló Halldórsdóttir skrifar 28. október 2017 07:00 Í dag veljum við Íslendingar fulltrúa til að gegna löggjafarstörfum á Alþingi, stjórna ráðuneytum og sitja í ríkisstjórn landsins. Margir flokkar eru í boði og sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra. Sumir kjósendur ætla að velja annan flokk en síðast þegar þeir kusu, en aðrir telja algert óráð að skipta um skoðun og merkja ætíð við sama bókstafinn. Kannski má kalla það eins konar bókstafstrú. En það er annars konar val sem er mér líka hugleikið. Ég er mikið fyrir svokallaða útivist og hef tamið mér um nokkurt skeið á útivistarferðum mínum innanbæjar sem utan að tína upp í hverri ferð minnst 3 stykki af rusli, aðallega plasti, sem ég finn á röngum stað og koma því til skila í ruslaílát. Það er skemmst frá því að segja að þetta er ekki einnar konu verk, sérstaklega þegar keppa þarf við alla hina sem hafa þveröfugt markmið við mitt, þ.e. að fleygja rusli helst ekki í ruslaílát heldur á víðavangi. Það er þetta fólk sem ég vil skora á að skipta um flokk, koma sér úr ruslflokki og í hreinsunarflokk. Mörgum er tamt að gera kröfur til annarra og tala um það sem þeir eiga rétt á, en hvað með eigin ábyrgð og skyldur? Ég veit að sumir hugsa: „Af hverju ætti ég að tína upp rusl sem aðrir fleygja á víðavangi?“ Mitt svar er: „Af því þú vilt sýna umhverfi þínu virðingu og vera ábyrg og góð fyrirmynd fyrir fólkið sem hefur sett sjálft sig í ruslflokk.“ - Það getur enginn allt, en allir geta eitthvað, t.d. tínt upp 3 stk. af rusli á dag. Hugsaðu þér áhrifin ef 10 manns ganga úr ruslflokki í hreinsunarflokk og tína upp 3 stk. af rusli á dag í stað þess að fleygja og ef þessir 10 myndu hver um sig valda því að 10 til viðbótar tæku upp 3 stk. af rusli á dag. Ertu til í að prófa að ganga í hreinsunarflokkinn? Það kostar ekki neitt og ávinningurinn gæti komið á óvart. Gerum betur fyrir okkur öll. Sameiginlegt stórátak til að móta framtíðina. Látum hjartað ráð för og horfum fram á „hreinan“ veginn. Stöndum með náttúrunni því bráðum kemur betri tíð ef við kjósum betra „og hreinna“ Ísland. Tökum stjórn „og gerum þetta“ saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag veljum við Íslendingar fulltrúa til að gegna löggjafarstörfum á Alþingi, stjórna ráðuneytum og sitja í ríkisstjórn landsins. Margir flokkar eru í boði og sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra. Sumir kjósendur ætla að velja annan flokk en síðast þegar þeir kusu, en aðrir telja algert óráð að skipta um skoðun og merkja ætíð við sama bókstafinn. Kannski má kalla það eins konar bókstafstrú. En það er annars konar val sem er mér líka hugleikið. Ég er mikið fyrir svokallaða útivist og hef tamið mér um nokkurt skeið á útivistarferðum mínum innanbæjar sem utan að tína upp í hverri ferð minnst 3 stykki af rusli, aðallega plasti, sem ég finn á röngum stað og koma því til skila í ruslaílát. Það er skemmst frá því að segja að þetta er ekki einnar konu verk, sérstaklega þegar keppa þarf við alla hina sem hafa þveröfugt markmið við mitt, þ.e. að fleygja rusli helst ekki í ruslaílát heldur á víðavangi. Það er þetta fólk sem ég vil skora á að skipta um flokk, koma sér úr ruslflokki og í hreinsunarflokk. Mörgum er tamt að gera kröfur til annarra og tala um það sem þeir eiga rétt á, en hvað með eigin ábyrgð og skyldur? Ég veit að sumir hugsa: „Af hverju ætti ég að tína upp rusl sem aðrir fleygja á víðavangi?“ Mitt svar er: „Af því þú vilt sýna umhverfi þínu virðingu og vera ábyrg og góð fyrirmynd fyrir fólkið sem hefur sett sjálft sig í ruslflokk.“ - Það getur enginn allt, en allir geta eitthvað, t.d. tínt upp 3 stk. af rusli á dag. Hugsaðu þér áhrifin ef 10 manns ganga úr ruslflokki í hreinsunarflokk og tína upp 3 stk. af rusli á dag í stað þess að fleygja og ef þessir 10 myndu hver um sig valda því að 10 til viðbótar tæku upp 3 stk. af rusli á dag. Ertu til í að prófa að ganga í hreinsunarflokkinn? Það kostar ekki neitt og ávinningurinn gæti komið á óvart. Gerum betur fyrir okkur öll. Sameiginlegt stórátak til að móta framtíðina. Látum hjartað ráð för og horfum fram á „hreinan“ veginn. Stöndum með náttúrunni því bráðum kemur betri tíð ef við kjósum betra „og hreinna“ Ísland. Tökum stjórn „og gerum þetta“ saman.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar