Mikilvægasti slagurinn er milli Sigmundar Davíðs og Helga Hrafns Jakob Bjarnar skrifar 26. október 2017 12:46 Þrátt fyrir rýrt fylgi nú er Framsóknarflokkurinn enn og aftur í oddastöðu. En, það sem mestu skiptir er hvernig slagurinn milli Helga Hrafns og Sigmundar Davíðs fer. Eins og staðan er nú má segja að mikilvægustu flokkspólitísku átökin séu milli Pírata og Miðflokks; slagurinn milli Helga Hrafns Gunnarssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Að gefnum tilteknum forsendum skipta þau slagsmál og hvernig þeim lyktar sköpum, hvort hér verður hægri eða vinstri stjórn að loknum kosningum.Alger pattstaða í kortunum Vísir ræddi við Guðmund Hálfdánarson sagnfræðiprófessor og helsta niðurstaða hans er sú að hér sé alger pattstaða í kortunum. Á Facebook rýnir nú hver sem betur getur í nýja skoðanakönnun sem 365 birti í morgun. Og mörgum fallast hendur. Kosningakannanir Fréttablaðsins hafa í gegnum tíðina reynst þær haldbestu og það sem sýnir sig þar hefur verið býsna nálægt því sem kemur upp úr kössunum.Salvör Kristjana er ein þeirra sem rýnir í nýja könnun og býður uppá ljómandi fína yfirferð á Facebook.Þessarar könnunar var beðið með mikilli eftirvæntingu og voru kosningastjórar flokkanna strax í gær byrjaðir að reyna að veiða uppúr blaðamönnum 365 hvað væri í kortunum. En, það er kannski ekki frá svo miklu að segja í sjálfu sér: Fréttirnar eru þær að það eru engar hreinar línur. Við erum að stefna hraðbyri í stjórnarkreppu. Menn klóra sér í kollinum.Verðum að sætta okkur við styrk spillingarafla Ein þeirra sem býður uppá góða yfirferð og rýni á samskiptamiðlunum er Salvör Kristjana lektor við HÍ. Hún bendir á að þar sé sennileg einhver skekkja til að mynda í ljósi þess hvaða flokkar eru duglegastir við að toga fólk á kjörstað sem ætla má að séu Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylking, sem búa að smurðustu kosningavélunum. Og spenna er um hvort fólk sem ætlaði sér að kjósa Flokk fólksins kjósi annað ef það heldur að atkvæði sín falli dauð - eða sá flokkur eflist á lokasprettinum því það er mikið í húfi að ná inn fyrir 5 prósenta markið.„En það er eitt sem fólk verður að sætta sig við, fólk sem sér tvíeykið Bjarni Ben og Sigmundur Davíð sem táknmynd spillingar - það er að kjósendur vilja alls ekki spillinguna burt,“ segir Salvör. Kosningaspár segja að flokkar sem þeir leiða séu að fá samanlag 35,5 prósent. „Og það er nú ansi mikið.“Kemst þótt hægt fari Svo virðist sem íslenskir kjósendur séu einkar staðir. Einar Gautur Steingrímsson lögmaður bendir á að Fjórflokkurinn svokallaði lifi góðu lífi, með tilbrigðum og njóti 81 prósenta fylgis. „Framboð Sjálfstæðismanna er í tvennu lagi (D og C) sem gerir 32%, Alþýðuflokkurinn (S) er með 14%, Alþýðubandalagið (Vinstri grænir) er með 19%, Framsóknarflokkurinn (B og M) er með 16% og síðan eru Píratar með 9%. Aðrir komast ekki inná þing.“ Enn hærra hlutfall nær svo inná þing vegna kosningakerfisins. Enn einn sem veltir fyrir sér þróuninni er svo Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður sem skoðar fylgi Sjálfstæðisflokksins og svo samanlagt fylgi Vg og Samfylkingar og birtir súlurit sem sýnir það, allt frá 1930.„Þetta er saga af yfirburðum hægrisins á Íslandi fram að 1978. Eftir það kemur tímabil jafnstöðu hægri og vinstri fram að Davíðsárunum, sem er bakslag í tiltölulega öruggri og augljósri þróun frá hægri til vinstri. Mikilvægi þess hvort er ofar hverju sinni sést á Framsóknarflokknum; frá 1978 til 1991 var Framsókn til vinstri en frá 1995 til 2007 var Framsókn til hægri. Framsókn hallar sér upp að þeim sem er sterkari.“ Það má sem sagt greina þróun, en hún verður að teljast hæg í huga þeirra sem vilja breytingar og eru orðinir óþreyjufullir að sjá eitthvað slíkt.Popúlismi á undir högg að sækja En, svo áfram sé vitnað í Salvöru þá segir hún merkilegt að skoða hverjir séu að toppa á réttum tíma og hvað þeir flokkar eigi sameiginlegt. Sem eru Samfylking og Viðreisn. Evrópusinnaðir flokkar en þó sé Evrópuaðild ekki kosningamál nú. Samanlagt fylgi þeirra eru 22 prósent. „Þessi fylgisaukning ESB flokkanna er ef til vill vísbending um að horft sé frekar út á við núna á seinustu metrum kosningabaráttunnar og þjóðernissinnaðir flokkar eða flokkar sem horfa inn á við (t.d. Flokkur fólksins) hrapi í vinsældum. Það verður heldur ekki vart við neinn uppgang þjóðernissinnaðra flokka núna.“Sigurður Ingi, sætasta stelpan á ballinu. Enn og aftur gagnast það Framsóknarflokknum, sem er valdaflokkur fyrst og síðast, að vera opinn í báða enda.Þetta teljast án vafa góðar fréttir í hugum margra. En, líklegt stjórnarmynstur að loknum kosningum er stóra spurningin. Salvör segir Sjálfstæðisflokkurinn heldrottningu sem drepur allt kvikt í þeim félagshyggjuflokkum sem glæpast á að vinna með þeim flokki. Og þetta skiptir máli: „Samfylkingin var næstum alveg dauð hefur fyrst núna hjarnað við og Björt framtíð mun að öllum líkindum sofna svefninum langa í kosningunum. Framsóknarflokkurinn splundraðist og er bara eins og lítil flís af sjálfum sér eftir að hafa leitt Bjarna-Sigmundar eða Panama stjórnina sálugu.“Vinstri eða hægri stjórn Enn er því staðan sú að Framsóknarflokkurinn er lykilstöðu, þrátt fyrir lítið fylgi, valdaflokkurinn sá opinn í báða enda. Ef Sjálfstæðisflokkurinn og Bjarni Benediktsson fær stjórnarmyndunarumboðið eru einu mögulegu samstarfsaðilarnir Viðreisn, Miðflokkur og Framsóknarflokkur, stjórn sem er með 33 þingmenn. Bjarni Benediktsson er illa brenndur af því að leiða svo veika stjórn og hann hefur oft sagt að honum hugnist lítt margra flokka ríkisstjórnir. Hvað þá veikar slíkar.Bjarni og Katrín. Turnarnir tveir. Fátt getur komið í veg fyrir það að þetta verði fólkið sem Guðni Th. Jóhannesson forseti kallar til sín með það fyrir augum að afhenda umboð til stjórnarmyndunar. Katrín verður líkast til undan í röðinni í ljósi fylgisaukningar Vg.Stjórnarmyndunarumboðið í höndum Katrínar Jakobsdóttur og Vg hlýtur, í ljósi yfirlýsinga í aðdraganda kosninga, svo sem Pírata og Samfylkingar þess efnis að stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki sé ekki inni í myndinni, að leiða til viðræðna við Samfylkingu, Pírata og ... Framsóknarflokk. Þingstyrkur slíkrar stjórnar eru 34 þingmenn. Eins og Baldur Þórhallsson prófessor benti á í samtali við Vísi í gær er rauður þráður í öllu uppleggi Katrínar það að hún vilji ekki fara í stjórn nema hún sé sterk.Skurðarpunkturinn er slagurinn milli Miðflokks og Pírata Þetta er pattstaða, með öðrum orðum. Ef aðrir möguleikar eru útilokaðir svo sem minnihlutastjórn, þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eða að Viðreisn tæki þátt í fjögurra flokka vinstristjórnarsamstarfi, þá veltur þetta á því atriði hvernig slagurinn á milli Sigmundar Davíðs og Helga Hrafns fer. Að því gefnu að þeir séu ekki að taka frá þeim flokkum sem eru inni í myndinni sitthvoru megin átakalínanna. Ef Píratar bæta við sig einum til tveimur og Miðflokkurinn tapar miðað við kosningarnar, og visa versa, er það sveifla uppá kannski fjóra þingmenn. Sem gerbreytir stöðunni hvað varðar þingstyrk væntanlegrar stjórnar.Baldur er kátur, honum líkar ekki illa spennan sem komin er í kortin.Þannig má segja að valið standi á milli þessara tveggja manna meðal þeirra kjósenda sem ekki hafa gert upp hug sinn. Það er ef fólk vill kjósa taktískt.Mikil spenna í kortunum Baldur Þórhallsson prófessor, einn helsti sérfræðingur Vísis, segir að þetta gæti orðið kapphlaup milli Viðreisnar, Pírata og Framsóknar að komast í stjórn með VG og Samfylkingu. „Vg er enn í bestri stöðu til að mynda ríkisstjórn. Samfylking kemur sterk inn. Hinir flokkarnir þrír munu hefja kapphlaupið um leið og fyrstu tölur verða birtar. Framsókn gæti þó orðið það löskuð eftir kosningar að hún fari hægt af stað en endaspretturinn verður þeim mun betri. Kapphlaup minni flokkanna mun styrkja samningsstöðu VG og Samfylkingar. Þannig gæti, sterk velferðarstjórn, draumur VG orðið að veruleika - ef tekið er mið af skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag,“ segir Baldur og er kátur. Honum leiðist ekki spennan sem komin er upp í pólitíkinni í dag. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45 Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Stjórnarkreppa í kortunum Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli prófessors sem segir snemmbúið flug VG hafa mögulega komið niður á þeim. Hann sér fram á áframhaldandi erfiðleika við stjórnarmyndun verði niðurstaða kosninganna í ætt við könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 26. október 2017 11:15 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Eins og staðan er nú má segja að mikilvægustu flokkspólitísku átökin séu milli Pírata og Miðflokks; slagurinn milli Helga Hrafns Gunnarssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Að gefnum tilteknum forsendum skipta þau slagsmál og hvernig þeim lyktar sköpum, hvort hér verður hægri eða vinstri stjórn að loknum kosningum.Alger pattstaða í kortunum Vísir ræddi við Guðmund Hálfdánarson sagnfræðiprófessor og helsta niðurstaða hans er sú að hér sé alger pattstaða í kortunum. Á Facebook rýnir nú hver sem betur getur í nýja skoðanakönnun sem 365 birti í morgun. Og mörgum fallast hendur. Kosningakannanir Fréttablaðsins hafa í gegnum tíðina reynst þær haldbestu og það sem sýnir sig þar hefur verið býsna nálægt því sem kemur upp úr kössunum.Salvör Kristjana er ein þeirra sem rýnir í nýja könnun og býður uppá ljómandi fína yfirferð á Facebook.Þessarar könnunar var beðið með mikilli eftirvæntingu og voru kosningastjórar flokkanna strax í gær byrjaðir að reyna að veiða uppúr blaðamönnum 365 hvað væri í kortunum. En, það er kannski ekki frá svo miklu að segja í sjálfu sér: Fréttirnar eru þær að það eru engar hreinar línur. Við erum að stefna hraðbyri í stjórnarkreppu. Menn klóra sér í kollinum.Verðum að sætta okkur við styrk spillingarafla Ein þeirra sem býður uppá góða yfirferð og rýni á samskiptamiðlunum er Salvör Kristjana lektor við HÍ. Hún bendir á að þar sé sennileg einhver skekkja til að mynda í ljósi þess hvaða flokkar eru duglegastir við að toga fólk á kjörstað sem ætla má að séu Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylking, sem búa að smurðustu kosningavélunum. Og spenna er um hvort fólk sem ætlaði sér að kjósa Flokk fólksins kjósi annað ef það heldur að atkvæði sín falli dauð - eða sá flokkur eflist á lokasprettinum því það er mikið í húfi að ná inn fyrir 5 prósenta markið.„En það er eitt sem fólk verður að sætta sig við, fólk sem sér tvíeykið Bjarni Ben og Sigmundur Davíð sem táknmynd spillingar - það er að kjósendur vilja alls ekki spillinguna burt,“ segir Salvör. Kosningaspár segja að flokkar sem þeir leiða séu að fá samanlag 35,5 prósent. „Og það er nú ansi mikið.“Kemst þótt hægt fari Svo virðist sem íslenskir kjósendur séu einkar staðir. Einar Gautur Steingrímsson lögmaður bendir á að Fjórflokkurinn svokallaði lifi góðu lífi, með tilbrigðum og njóti 81 prósenta fylgis. „Framboð Sjálfstæðismanna er í tvennu lagi (D og C) sem gerir 32%, Alþýðuflokkurinn (S) er með 14%, Alþýðubandalagið (Vinstri grænir) er með 19%, Framsóknarflokkurinn (B og M) er með 16% og síðan eru Píratar með 9%. Aðrir komast ekki inná þing.“ Enn hærra hlutfall nær svo inná þing vegna kosningakerfisins. Enn einn sem veltir fyrir sér þróuninni er svo Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður sem skoðar fylgi Sjálfstæðisflokksins og svo samanlagt fylgi Vg og Samfylkingar og birtir súlurit sem sýnir það, allt frá 1930.„Þetta er saga af yfirburðum hægrisins á Íslandi fram að 1978. Eftir það kemur tímabil jafnstöðu hægri og vinstri fram að Davíðsárunum, sem er bakslag í tiltölulega öruggri og augljósri þróun frá hægri til vinstri. Mikilvægi þess hvort er ofar hverju sinni sést á Framsóknarflokknum; frá 1978 til 1991 var Framsókn til vinstri en frá 1995 til 2007 var Framsókn til hægri. Framsókn hallar sér upp að þeim sem er sterkari.“ Það má sem sagt greina þróun, en hún verður að teljast hæg í huga þeirra sem vilja breytingar og eru orðinir óþreyjufullir að sjá eitthvað slíkt.Popúlismi á undir högg að sækja En, svo áfram sé vitnað í Salvöru þá segir hún merkilegt að skoða hverjir séu að toppa á réttum tíma og hvað þeir flokkar eigi sameiginlegt. Sem eru Samfylking og Viðreisn. Evrópusinnaðir flokkar en þó sé Evrópuaðild ekki kosningamál nú. Samanlagt fylgi þeirra eru 22 prósent. „Þessi fylgisaukning ESB flokkanna er ef til vill vísbending um að horft sé frekar út á við núna á seinustu metrum kosningabaráttunnar og þjóðernissinnaðir flokkar eða flokkar sem horfa inn á við (t.d. Flokkur fólksins) hrapi í vinsældum. Það verður heldur ekki vart við neinn uppgang þjóðernissinnaðra flokka núna.“Sigurður Ingi, sætasta stelpan á ballinu. Enn og aftur gagnast það Framsóknarflokknum, sem er valdaflokkur fyrst og síðast, að vera opinn í báða enda.Þetta teljast án vafa góðar fréttir í hugum margra. En, líklegt stjórnarmynstur að loknum kosningum er stóra spurningin. Salvör segir Sjálfstæðisflokkurinn heldrottningu sem drepur allt kvikt í þeim félagshyggjuflokkum sem glæpast á að vinna með þeim flokki. Og þetta skiptir máli: „Samfylkingin var næstum alveg dauð hefur fyrst núna hjarnað við og Björt framtíð mun að öllum líkindum sofna svefninum langa í kosningunum. Framsóknarflokkurinn splundraðist og er bara eins og lítil flís af sjálfum sér eftir að hafa leitt Bjarna-Sigmundar eða Panama stjórnina sálugu.“Vinstri eða hægri stjórn Enn er því staðan sú að Framsóknarflokkurinn er lykilstöðu, þrátt fyrir lítið fylgi, valdaflokkurinn sá opinn í báða enda. Ef Sjálfstæðisflokkurinn og Bjarni Benediktsson fær stjórnarmyndunarumboðið eru einu mögulegu samstarfsaðilarnir Viðreisn, Miðflokkur og Framsóknarflokkur, stjórn sem er með 33 þingmenn. Bjarni Benediktsson er illa brenndur af því að leiða svo veika stjórn og hann hefur oft sagt að honum hugnist lítt margra flokka ríkisstjórnir. Hvað þá veikar slíkar.Bjarni og Katrín. Turnarnir tveir. Fátt getur komið í veg fyrir það að þetta verði fólkið sem Guðni Th. Jóhannesson forseti kallar til sín með það fyrir augum að afhenda umboð til stjórnarmyndunar. Katrín verður líkast til undan í röðinni í ljósi fylgisaukningar Vg.Stjórnarmyndunarumboðið í höndum Katrínar Jakobsdóttur og Vg hlýtur, í ljósi yfirlýsinga í aðdraganda kosninga, svo sem Pírata og Samfylkingar þess efnis að stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki sé ekki inni í myndinni, að leiða til viðræðna við Samfylkingu, Pírata og ... Framsóknarflokk. Þingstyrkur slíkrar stjórnar eru 34 þingmenn. Eins og Baldur Þórhallsson prófessor benti á í samtali við Vísi í gær er rauður þráður í öllu uppleggi Katrínar það að hún vilji ekki fara í stjórn nema hún sé sterk.Skurðarpunkturinn er slagurinn milli Miðflokks og Pírata Þetta er pattstaða, með öðrum orðum. Ef aðrir möguleikar eru útilokaðir svo sem minnihlutastjórn, þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eða að Viðreisn tæki þátt í fjögurra flokka vinstristjórnarsamstarfi, þá veltur þetta á því atriði hvernig slagurinn á milli Sigmundar Davíðs og Helga Hrafns fer. Að því gefnu að þeir séu ekki að taka frá þeim flokkum sem eru inni í myndinni sitthvoru megin átakalínanna. Ef Píratar bæta við sig einum til tveimur og Miðflokkurinn tapar miðað við kosningarnar, og visa versa, er það sveifla uppá kannski fjóra þingmenn. Sem gerbreytir stöðunni hvað varðar þingstyrk væntanlegrar stjórnar.Baldur er kátur, honum líkar ekki illa spennan sem komin er í kortin.Þannig má segja að valið standi á milli þessara tveggja manna meðal þeirra kjósenda sem ekki hafa gert upp hug sinn. Það er ef fólk vill kjósa taktískt.Mikil spenna í kortunum Baldur Þórhallsson prófessor, einn helsti sérfræðingur Vísis, segir að þetta gæti orðið kapphlaup milli Viðreisnar, Pírata og Framsóknar að komast í stjórn með VG og Samfylkingu. „Vg er enn í bestri stöðu til að mynda ríkisstjórn. Samfylking kemur sterk inn. Hinir flokkarnir þrír munu hefja kapphlaupið um leið og fyrstu tölur verða birtar. Framsókn gæti þó orðið það löskuð eftir kosningar að hún fari hægt af stað en endaspretturinn verður þeim mun betri. Kapphlaup minni flokkanna mun styrkja samningsstöðu VG og Samfylkingar. Þannig gæti, sterk velferðarstjórn, draumur VG orðið að veruleika - ef tekið er mið af skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag,“ segir Baldur og er kátur. Honum leiðist ekki spennan sem komin er upp í pólitíkinni í dag.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45 Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Stjórnarkreppa í kortunum Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli prófessors sem segir snemmbúið flug VG hafa mögulega komið niður á þeim. Hann sér fram á áframhaldandi erfiðleika við stjórnarmyndun verði niðurstaða kosninganna í ætt við könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 26. október 2017 11:15 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45
Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00
Stjórnarkreppa í kortunum Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli prófessors sem segir snemmbúið flug VG hafa mögulega komið niður á þeim. Hann sér fram á áframhaldandi erfiðleika við stjórnarmyndun verði niðurstaða kosninganna í ætt við könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 26. október 2017 11:15