Stefna flokkanna: Samgöngur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. október 2017 16:00 Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að samgöngum.Miðflokkurinn: Við ætlum að gera heildaráætlun fyrir uppbyggingu í öllum landshlutum. Nauðsynlegt er að taka á forgangsmálum á svæðum sem hafa beðið lengi. Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. Við ætlum að niðurgreiða innanlandsflug því það er hluti af almenningssamgöngum allra landsmanna.Viðreisn: Viðreisn vill markvissa uppbyggingu samgöngukerfa og hefur lagt til stofnun innviðasjóðs með fjármagni auðlindagjalda. Mikilvægt er að stefna að orkuskiptum í samgöngum, með hagrænum hvötum til rafbílavæðingar og fjölgun hleðslustöðva vítt um landið. Efla þarf almenningssamgöngur og stefnt skal að lagningu Borgarlínu.Björt framtíð: Við viljum að samgönguáætlun sé alltaf höfð til grundvallar uppbyggingu og viðhaldi. Kjördæmapot er ekki viðeigandi lengur. Vöndum okkur. Við viljum að samstarf ríkis og sveitarfélaga um Borgarlínu hefjist sem fyrsta og erum opin fyrir því að skoða gjaldtöku á helstu stofnbrautum til að flýta framkvæmdum.Vinstri græn: Ráðist í löngu tímabært viðhald og uppbyggingu vegakerfis. Uppbygging grunnvegakerfis verði ekki byggð á vegatollum. Samvinna ríkis og sveitarfélaga um umhverfisvænni samgöngur með rafbílavæð- ingu og uppsetningu hleðslustöðva. Efla almenningssamgöngur, einkum á landsbyggðinni. Samgönguáætlun taki mið af loftslagsmarkmiðum.Samfylkingin: Stöndum við samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti rétt fyrir síðustu kosningar. Aukum viðhald vega. Eflum almenningssamgöngur út um allt land og komum að uppbyggingu Borgarlínu. Byrjum undirbúningsvinnu vegna sjálfakandi bíla og þeirra breytinga sem sú tækni mun hafa í för með sér.Flokkur fólksins: Gert verði átak til að efla samgöngur og umferðaröryggi í landinu. Flugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýri.Sjálfstæðisflokkur: Ráðstafa þarf auknum fjármunum í uppbyggingu vegakerfisins. Framkvæmdir eiga að stuðla að auknu umferðaröryggi, aukinni burðargetu og styttingu vegalengda. Efla þarf almenningssamgöngur, fækka einbreiðum brúm, gera ferjuleiðir að hluta þjóðvegakerfisins og taka fleiri skref í að bæta aðgengi að hagkvæmu innanlandsflugi.Framsókn: Framsókn vill stórauka framlög til viðhalds og nýbygginga vega. Þetta er ein mikilvægasta fjárfesting landsmanna. Framsókn hafnar hugmyndum um vegtolla og hækkun olíugjalds. Framsókn vill efla almenningssamgöngur og taka upp niðurgreiðslu á flugi innanlands fyrir íbúa á landsbyggðinni að skoskri fyrirmynd.Píratar: Píratar vilja einblína á að bæta það vegakerfi sem fyrir er, í stað þess að lofa stórum framkvæmdum sem verða ekki fjármagnaðar nema á kostnað viðhalds. Stjórnvöld hafa undanfarin ár leyft viðhaldi að sitja á hakanum. Við viljum styrkja innviði fyrir rafbíla, en á sama tíma efla almenningssamgöngur og vistvænan samgöngumáta. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að samgöngum.Miðflokkurinn: Við ætlum að gera heildaráætlun fyrir uppbyggingu í öllum landshlutum. Nauðsynlegt er að taka á forgangsmálum á svæðum sem hafa beðið lengi. Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. Við ætlum að niðurgreiða innanlandsflug því það er hluti af almenningssamgöngum allra landsmanna.Viðreisn: Viðreisn vill markvissa uppbyggingu samgöngukerfa og hefur lagt til stofnun innviðasjóðs með fjármagni auðlindagjalda. Mikilvægt er að stefna að orkuskiptum í samgöngum, með hagrænum hvötum til rafbílavæðingar og fjölgun hleðslustöðva vítt um landið. Efla þarf almenningssamgöngur og stefnt skal að lagningu Borgarlínu.Björt framtíð: Við viljum að samgönguáætlun sé alltaf höfð til grundvallar uppbyggingu og viðhaldi. Kjördæmapot er ekki viðeigandi lengur. Vöndum okkur. Við viljum að samstarf ríkis og sveitarfélaga um Borgarlínu hefjist sem fyrsta og erum opin fyrir því að skoða gjaldtöku á helstu stofnbrautum til að flýta framkvæmdum.Vinstri græn: Ráðist í löngu tímabært viðhald og uppbyggingu vegakerfis. Uppbygging grunnvegakerfis verði ekki byggð á vegatollum. Samvinna ríkis og sveitarfélaga um umhverfisvænni samgöngur með rafbílavæð- ingu og uppsetningu hleðslustöðva. Efla almenningssamgöngur, einkum á landsbyggðinni. Samgönguáætlun taki mið af loftslagsmarkmiðum.Samfylkingin: Stöndum við samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti rétt fyrir síðustu kosningar. Aukum viðhald vega. Eflum almenningssamgöngur út um allt land og komum að uppbyggingu Borgarlínu. Byrjum undirbúningsvinnu vegna sjálfakandi bíla og þeirra breytinga sem sú tækni mun hafa í för með sér.Flokkur fólksins: Gert verði átak til að efla samgöngur og umferðaröryggi í landinu. Flugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýri.Sjálfstæðisflokkur: Ráðstafa þarf auknum fjármunum í uppbyggingu vegakerfisins. Framkvæmdir eiga að stuðla að auknu umferðaröryggi, aukinni burðargetu og styttingu vegalengda. Efla þarf almenningssamgöngur, fækka einbreiðum brúm, gera ferjuleiðir að hluta þjóðvegakerfisins og taka fleiri skref í að bæta aðgengi að hagkvæmu innanlandsflugi.Framsókn: Framsókn vill stórauka framlög til viðhalds og nýbygginga vega. Þetta er ein mikilvægasta fjárfesting landsmanna. Framsókn hafnar hugmyndum um vegtolla og hækkun olíugjalds. Framsókn vill efla almenningssamgöngur og taka upp niðurgreiðslu á flugi innanlands fyrir íbúa á landsbyggðinni að skoskri fyrirmynd.Píratar: Píratar vilja einblína á að bæta það vegakerfi sem fyrir er, í stað þess að lofa stórum framkvæmdum sem verða ekki fjármagnaðar nema á kostnað viðhalds. Stjórnvöld hafa undanfarin ár leyft viðhaldi að sitja á hakanum. Við viljum styrkja innviði fyrir rafbíla, en á sama tíma efla almenningssamgöngur og vistvænan samgöngumáta.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira