Hefur góðærið náð hámarki? Aukin sala á munaðarvörum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2017 20:00 Samkvæmt hagspá ASÍ sem kom út í gær hefur toppi hagsveiflunnar verið náð og vöxtur einkaneyslu nær hámarki á þessu ári. Í tilefni þess leit fréttastofa á nokkra óformlega hagvísa góðærisins. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust rúmlega 105 þúsund lítrar af kampavíni og freyðivíni á fyrstu níu mánuðum ársins en það jafngildir um tveimur glösum á hvern Íslending. Dýrstustu tegundirnar, sem kosta um sex til sjö þúsund krónur seljast best og er þetta um 25 prósent aukning milli ára.Sala á kampavíni hefur aukist um 25% milli áraEf litið er á söluþróun kampavíns sést að hún nálgast sömu hæðir og hún náði árið 2007 þrátt fyrir að eiga ennþá nokkuð í land. Frank U. Michelsen, úrsmiður, segir sölu á Rolex úrum, sem kosta um eina til tvær milljónir króna, stöðuga og góða. Hann greinir einnig söluaukningu á öðrum dýrari úrum sem kosta um hálfa milljón króna. „Rolex er nú alveg sér á parti, það selur sig sjálft. Síðan byrjuðum við fyrir um tveimur árum með Tag Heuer og salan á þeim hefur aukist mjög," segir Frank. Hann segir Íslendinga sækja mest í dýru úrin. „Þeir fjárfesta í Rolex úrum," segir Frank. Landsmenn slá einnig hvert Íslandsmetið á fætur öðru í utanlandsferðum þessi misserin. Á fyrstu níu mánuðum ársins fóru 462 þúsund íslenskir farþegar í gegnum Leifsstöð en það eru nokkuð fleiri en allt árið 2015. Verkefnastjóri hjá Eskimo Travel, sem skipuleggur hópferðir, segir árhátíðarferðum til útlanda hafa fjölgað mikið. Ferðirnar séu einnig orðnar flottari og var ein árshátíðin til dæmis haldin í fiskabúri á sædýrasafni erlendis á dögunum. „Það er meira lagt upp úr ferðunum núna. Það er stærri umgjörð. Þetta eru oftar leiguvélar af því fyrirtækin eru orðin stærri og oftar eru makar með líka, sem gerir hópinn enn þá stærri. Þær eru orðnar dýrari. Við finnum það allavega hjá okkur. Okkar kúnnar vilja betri ferðir, meiri ferðir, kannski flottari árshátíðir, á flottari stöðum. Þannig já það hefur klárlega orðið breyting þar á," segir Heiðrún Arna Friðriksdóttir, verkefnastjóri hjá Eskimo Travel. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Samkvæmt hagspá ASÍ sem kom út í gær hefur toppi hagsveiflunnar verið náð og vöxtur einkaneyslu nær hámarki á þessu ári. Í tilefni þess leit fréttastofa á nokkra óformlega hagvísa góðærisins. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust rúmlega 105 þúsund lítrar af kampavíni og freyðivíni á fyrstu níu mánuðum ársins en það jafngildir um tveimur glösum á hvern Íslending. Dýrstustu tegundirnar, sem kosta um sex til sjö þúsund krónur seljast best og er þetta um 25 prósent aukning milli ára.Sala á kampavíni hefur aukist um 25% milli áraEf litið er á söluþróun kampavíns sést að hún nálgast sömu hæðir og hún náði árið 2007 þrátt fyrir að eiga ennþá nokkuð í land. Frank U. Michelsen, úrsmiður, segir sölu á Rolex úrum, sem kosta um eina til tvær milljónir króna, stöðuga og góða. Hann greinir einnig söluaukningu á öðrum dýrari úrum sem kosta um hálfa milljón króna. „Rolex er nú alveg sér á parti, það selur sig sjálft. Síðan byrjuðum við fyrir um tveimur árum með Tag Heuer og salan á þeim hefur aukist mjög," segir Frank. Hann segir Íslendinga sækja mest í dýru úrin. „Þeir fjárfesta í Rolex úrum," segir Frank. Landsmenn slá einnig hvert Íslandsmetið á fætur öðru í utanlandsferðum þessi misserin. Á fyrstu níu mánuðum ársins fóru 462 þúsund íslenskir farþegar í gegnum Leifsstöð en það eru nokkuð fleiri en allt árið 2015. Verkefnastjóri hjá Eskimo Travel, sem skipuleggur hópferðir, segir árhátíðarferðum til útlanda hafa fjölgað mikið. Ferðirnar séu einnig orðnar flottari og var ein árshátíðin til dæmis haldin í fiskabúri á sædýrasafni erlendis á dögunum. „Það er meira lagt upp úr ferðunum núna. Það er stærri umgjörð. Þetta eru oftar leiguvélar af því fyrirtækin eru orðin stærri og oftar eru makar með líka, sem gerir hópinn enn þá stærri. Þær eru orðnar dýrari. Við finnum það allavega hjá okkur. Okkar kúnnar vilja betri ferðir, meiri ferðir, kannski flottari árshátíðir, á flottari stöðum. Þannig já það hefur klárlega orðið breyting þar á," segir Heiðrún Arna Friðriksdóttir, verkefnastjóri hjá Eskimo Travel.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira