Spænska stjórnin leysir upp héraðsstjórn Katalóníu Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2017 19:26 Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti í kvöld að hann myndi víkja héraðsstjórn Katalóníu og forseta hennar til hliðar og leysa upp héraðsþingið. Boðað verður til nýrra héraðskosninga 21. desember. Í ljósi tilrauna leiðtoga Katalóníu til að lýsa yfir sjálfstæði beitti Rajoy 155. grein stjórnarskrár Spánar til að taka yfir stjórn sjálfsstjórnarhéraðsins. Efri deild spænska þíngsins veitti honum heimild til þess fyrr í dag. Jafnframt veik Rajoy héraðslögreglustjóranum í Katalóníu til hliðar. „Við teljum brýnt að hlusta á borgara Katalóníu, á þá alla, svo að þeir geti ákveðið framtíð sína og að enginn geti farið á svig við lögin í nafni þeirra,“ sagði Rajoy í sjónvarpsávarpi í kvöld, að því er segir í frétt Reuters. Ríkisstjórnin ákvað jafnframt að loka sendiráðum Katalóníu erlendis og leysa sendifulltrúa héraðsins frá störfum. Katalónska héraðsþingið samþykkti fyrr í dag að lýsa yfir sjálfstæði. Þúsundir manna fögnuðu sjálfstæðisyfirlýsingunni á götum úti í Katalóníu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í frétt spænska blaðsins El País kemur fram að ríkisstjórn Rajoy hafi samþykkt að skjóta samþykkt katalónska þingsins til stjórnlagadómstóls Spánar. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánarþing samþykkir að afturkalla sjálfstjórn Katalóníu Meirihluti þingmanna öldungadeildar Spánaðarþings hefur samþykkt tillögu ríkisstjórnar landsins að afturkalla sjálfstjórn Katalóníuhéraðs. 27. október 2017 14:20 Sjálfstæðisyfirlýsing Katalóníu breytir engu fyrir ESB Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið muni áfram einungis skipta við spænsk stjórnvöld í Madríd. 27. október 2017 14:56 Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Katalónska þingið samþykkir að lýsa yfir sjálfstæði Í leynilegri kosningu á katalónska þinginu greiddu sjötíu þingmenn með tillögunni, tíu gegn og tveir skiluðu auðu. Sambandssinnar á katalónska þinginu sniðgengu atkvæðagreiðsluna. 27. október 2017 13:37 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti í kvöld að hann myndi víkja héraðsstjórn Katalóníu og forseta hennar til hliðar og leysa upp héraðsþingið. Boðað verður til nýrra héraðskosninga 21. desember. Í ljósi tilrauna leiðtoga Katalóníu til að lýsa yfir sjálfstæði beitti Rajoy 155. grein stjórnarskrár Spánar til að taka yfir stjórn sjálfsstjórnarhéraðsins. Efri deild spænska þíngsins veitti honum heimild til þess fyrr í dag. Jafnframt veik Rajoy héraðslögreglustjóranum í Katalóníu til hliðar. „Við teljum brýnt að hlusta á borgara Katalóníu, á þá alla, svo að þeir geti ákveðið framtíð sína og að enginn geti farið á svig við lögin í nafni þeirra,“ sagði Rajoy í sjónvarpsávarpi í kvöld, að því er segir í frétt Reuters. Ríkisstjórnin ákvað jafnframt að loka sendiráðum Katalóníu erlendis og leysa sendifulltrúa héraðsins frá störfum. Katalónska héraðsþingið samþykkti fyrr í dag að lýsa yfir sjálfstæði. Þúsundir manna fögnuðu sjálfstæðisyfirlýsingunni á götum úti í Katalóníu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í frétt spænska blaðsins El País kemur fram að ríkisstjórn Rajoy hafi samþykkt að skjóta samþykkt katalónska þingsins til stjórnlagadómstóls Spánar.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánarþing samþykkir að afturkalla sjálfstjórn Katalóníu Meirihluti þingmanna öldungadeildar Spánaðarþings hefur samþykkt tillögu ríkisstjórnar landsins að afturkalla sjálfstjórn Katalóníuhéraðs. 27. október 2017 14:20 Sjálfstæðisyfirlýsing Katalóníu breytir engu fyrir ESB Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið muni áfram einungis skipta við spænsk stjórnvöld í Madríd. 27. október 2017 14:56 Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Katalónska þingið samþykkir að lýsa yfir sjálfstæði Í leynilegri kosningu á katalónska þinginu greiddu sjötíu þingmenn með tillögunni, tíu gegn og tveir skiluðu auðu. Sambandssinnar á katalónska þinginu sniðgengu atkvæðagreiðsluna. 27. október 2017 13:37 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Spánarþing samþykkir að afturkalla sjálfstjórn Katalóníu Meirihluti þingmanna öldungadeildar Spánaðarþings hefur samþykkt tillögu ríkisstjórnar landsins að afturkalla sjálfstjórn Katalóníuhéraðs. 27. október 2017 14:20
Sjálfstæðisyfirlýsing Katalóníu breytir engu fyrir ESB Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið muni áfram einungis skipta við spænsk stjórnvöld í Madríd. 27. október 2017 14:56
Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00
Katalónska þingið samþykkir að lýsa yfir sjálfstæði Í leynilegri kosningu á katalónska þinginu greiddu sjötíu þingmenn með tillögunni, tíu gegn og tveir skiluðu auðu. Sambandssinnar á katalónska þinginu sniðgengu atkvæðagreiðsluna. 27. október 2017 13:37