Eitt fordæmi fyrir fjögurra flokka stjórn Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. október 2017 06:00 Fjögurra flokka ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar lét af störfum 1991. Í henni sátu frá vinstri Júlíus Sólnes, Guðmundur Bjarnason, Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur Hermannsson, Halldór Ásgrímsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson og Óli Þ. Guðbjartsson. Vísir/GVA Eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að mynduð hafi verið fjögurra flokka ríkisstjórn. Það var þegar Borgaraflokkurinn gekk til liðs við Framsóknarflokkinn, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn árið1989. Ríkisstjórnin sat fram að alþingiskosningum 1991. Miðað við niðurstöður skoðanakannana verður ómögulegt að mynda meirihlutastjórn nema með þátttöku þriggja til fjögurra flokka. Nokkur dæmi eru um þriggja flokka stjórnir. „Það hafa yfirleitt verið vinstri stjórnir,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fyrsta slíka stjórnin var mynduð árið 1947 og sat í tvö ár. Sú stjórn var kölluð Stefanía og var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Næsta stjórn var vinstri stjórn frá 1956 til 1958 sem var mynduð af Framsóknarflokknum, Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum. Árið 1971 til 1974 sat stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins og svo sat vinstristjórn Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins á árunum 1978 til 1979. Árið 1987 var mynduð þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar, þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Stjórnin sprakk í beinni útsendingu á Stöð 2 rúmu ári seinna og þá var mynduð vinstristjórn sem var undanfari fjögurra flokka stjórnarinnar. „Síðan erum við bara með tveggja flokka stjórnir eftir það þangað til í fyrra,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræðiÞá hafa nokkrar minnihlutastjórnir verið myndaðar. Árið 1949 myndaði Ólafur Thors minnihlutastjórn sem starfaði til 1950. „Það er eina tilraunin til þess að fá minnihlutastjórn til að virka sem eitthvað annað en bráðabirgðastjórn,“ segir Gunnar Helgi. Árið 1958 sat Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn í skjóli Sjálfstæðisflokksins til að koma á breytingum á kjördæmaskipan. Árin 1979 til 1980 var Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn þangað til kosningar voru haldnar. Þá var minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG mynduð 1. febrúar 2009. Hún naut hlutleysis Framsóknarflokksins. „Þannig að það er engin hefð fyrir minnihlutastjórnum. Ef landslagið ætti að breytast myndi það kalla á töluvert breytt vinnubrögð,“ segir Gunnar Helgi. Á fullveldistímanum hefur einungis ein utanþingsstjórn verið starfandi. Gunnar Helgi segir að það megi læra mjög margt af þeirri stjórn. „Það var stjórn sem var mynduð af ríkisstjóra sem þá var og hafði ekki þingmeirihluta. Hún réði bókstaflega ekkert við þingið og var í mjög veikri stöðu. Menn hafa ályktað út frá því að minnihlutastjórnir myndu ekki eiga glaða daga á Íslandi og myndi ganga illa að koma hlutum í gegnum þingið. En maður veit aldrei.“ Samstarf margra flokka í borgarstjórnÞrátt fyrir að einungis eitt fordæmi sé fyrir fjögurra flokka meirihluta á Alþingi eru nokkur fordæmi fyrir því í sveitastjórnum. Nærtækast er að nefna núverandi meirihluta í Reykjavík, sem er myndaður af fjórum flokkum. Þá var kosningabandalag R-listans upphaflega myndað af fimm stjórnmálahreyfingum, það er Alþýðuflokknum, Alþýðubandalagi, Framsóknarflokknum, Kvennalistanum og Nýjum vettvangi. ----Hér í textanum var upphaflega fullyrt að ríkisstjórnin 1947-1949 og er alla jafna kölluð Stefanía hafi verið mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Alþýðubandalagi. Hið rétta er að hún var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira
Eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að mynduð hafi verið fjögurra flokka ríkisstjórn. Það var þegar Borgaraflokkurinn gekk til liðs við Framsóknarflokkinn, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn árið1989. Ríkisstjórnin sat fram að alþingiskosningum 1991. Miðað við niðurstöður skoðanakannana verður ómögulegt að mynda meirihlutastjórn nema með þátttöku þriggja til fjögurra flokka. Nokkur dæmi eru um þriggja flokka stjórnir. „Það hafa yfirleitt verið vinstri stjórnir,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fyrsta slíka stjórnin var mynduð árið 1947 og sat í tvö ár. Sú stjórn var kölluð Stefanía og var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Næsta stjórn var vinstri stjórn frá 1956 til 1958 sem var mynduð af Framsóknarflokknum, Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum. Árið 1971 til 1974 sat stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins og svo sat vinstristjórn Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins á árunum 1978 til 1979. Árið 1987 var mynduð þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar, þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Stjórnin sprakk í beinni útsendingu á Stöð 2 rúmu ári seinna og þá var mynduð vinstristjórn sem var undanfari fjögurra flokka stjórnarinnar. „Síðan erum við bara með tveggja flokka stjórnir eftir það þangað til í fyrra,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræðiÞá hafa nokkrar minnihlutastjórnir verið myndaðar. Árið 1949 myndaði Ólafur Thors minnihlutastjórn sem starfaði til 1950. „Það er eina tilraunin til þess að fá minnihlutastjórn til að virka sem eitthvað annað en bráðabirgðastjórn,“ segir Gunnar Helgi. Árið 1958 sat Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn í skjóli Sjálfstæðisflokksins til að koma á breytingum á kjördæmaskipan. Árin 1979 til 1980 var Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn þangað til kosningar voru haldnar. Þá var minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG mynduð 1. febrúar 2009. Hún naut hlutleysis Framsóknarflokksins. „Þannig að það er engin hefð fyrir minnihlutastjórnum. Ef landslagið ætti að breytast myndi það kalla á töluvert breytt vinnubrögð,“ segir Gunnar Helgi. Á fullveldistímanum hefur einungis ein utanþingsstjórn verið starfandi. Gunnar Helgi segir að það megi læra mjög margt af þeirri stjórn. „Það var stjórn sem var mynduð af ríkisstjóra sem þá var og hafði ekki þingmeirihluta. Hún réði bókstaflega ekkert við þingið og var í mjög veikri stöðu. Menn hafa ályktað út frá því að minnihlutastjórnir myndu ekki eiga glaða daga á Íslandi og myndi ganga illa að koma hlutum í gegnum þingið. En maður veit aldrei.“ Samstarf margra flokka í borgarstjórnÞrátt fyrir að einungis eitt fordæmi sé fyrir fjögurra flokka meirihluta á Alþingi eru nokkur fordæmi fyrir því í sveitastjórnum. Nærtækast er að nefna núverandi meirihluta í Reykjavík, sem er myndaður af fjórum flokkum. Þá var kosningabandalag R-listans upphaflega myndað af fimm stjórnmálahreyfingum, það er Alþýðuflokknum, Alþýðubandalagi, Framsóknarflokknum, Kvennalistanum og Nýjum vettvangi. ----Hér í textanum var upphaflega fullyrt að ríkisstjórnin 1947-1949 og er alla jafna kölluð Stefanía hafi verið mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Alþýðubandalagi. Hið rétta er að hún var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira