Formaðurinn getur ekki kosið flokkinn Haraldur Guðmundsson skrifar 28. október 2017 06:00 Pálmey er ekki búin að ákveða hver fær atkvæði hennar. vísir/Ernir „Ég hef nú fyrir reglu að gefa ekki upp hvað ég kýs en ég get ekki kosið Dögun þó ég sé á lista hjá flokknum og formaður hans,“ segir Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar, sem er búsett í Reykjavík og getur því ekki kosið sinn eigin flokk þar sem flokkurinn býður einungis fram í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2017. Pálmey segist ekki búin að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fær hennar atkvæði í dag þegar hún mætir í Ingunnarskóla í Grafarholti til að kjósa. „Ég er í rauninni ekki búin að ákveða neitt. Það eru margir flokkar sem eru með mjög góð málefni. Þau eru öll í málefnaskrá Dögunar og þeir virðast flestir hafa kosið að taka þau upp. Ef ég fengi að ráða væri öllum steypt saman í einn flokk sem héti Dögun og við gætum kosið hann. En ég er ansi hrædd um að ruslatunnur landsins fyllist á sunnudag af sviknum loforðum,“ segir Pálmey. Formaðurinn tók við embættinu hjá Dögun í janúar síðastliðnum. Afskipti Pálmeyjar af stjórnmálum hófust að hennar eigin sögn árið 2012 þegar hún tók þátt í stofnun og var síðar kjörin varaformaður Samstöðu. Pálmey var í framboði fyrir Flokk heimilanna í alþingiskosningunum 2013 og Dögun í kosningunum í október í fyrra þar sem flokkurinn fékk 1,7 prósent atkvæða. Báðir flokkarnir buðu fram á landsvísu og var Pálmey á framboðslistum í Norðvesturkjördæmi en búsett í borginni. „Ég ólst upp í mjög pólitísku umhverfi á Sauðárkróki þar sem Framsókn réði en fjölskyldan studdi Sjálfstæðisflokkinn. En mér var kennt að maður ætti að skoða málin frá öllum hliðum og að allir hefðu sjálfstæða hugsun og getu til þess að velja og hafna. En ég er eins og kötturinn. Ég kem alltaf niður á fæturna,“ segir Pálmey og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
„Ég hef nú fyrir reglu að gefa ekki upp hvað ég kýs en ég get ekki kosið Dögun þó ég sé á lista hjá flokknum og formaður hans,“ segir Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar, sem er búsett í Reykjavík og getur því ekki kosið sinn eigin flokk þar sem flokkurinn býður einungis fram í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2017. Pálmey segist ekki búin að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fær hennar atkvæði í dag þegar hún mætir í Ingunnarskóla í Grafarholti til að kjósa. „Ég er í rauninni ekki búin að ákveða neitt. Það eru margir flokkar sem eru með mjög góð málefni. Þau eru öll í málefnaskrá Dögunar og þeir virðast flestir hafa kosið að taka þau upp. Ef ég fengi að ráða væri öllum steypt saman í einn flokk sem héti Dögun og við gætum kosið hann. En ég er ansi hrædd um að ruslatunnur landsins fyllist á sunnudag af sviknum loforðum,“ segir Pálmey. Formaðurinn tók við embættinu hjá Dögun í janúar síðastliðnum. Afskipti Pálmeyjar af stjórnmálum hófust að hennar eigin sögn árið 2012 þegar hún tók þátt í stofnun og var síðar kjörin varaformaður Samstöðu. Pálmey var í framboði fyrir Flokk heimilanna í alþingiskosningunum 2013 og Dögun í kosningunum í október í fyrra þar sem flokkurinn fékk 1,7 prósent atkvæða. Báðir flokkarnir buðu fram á landsvísu og var Pálmey á framboðslistum í Norðvesturkjördæmi en búsett í borginni. „Ég ólst upp í mjög pólitísku umhverfi á Sauðárkróki þar sem Framsókn réði en fjölskyldan studdi Sjálfstæðisflokkinn. En mér var kennt að maður ætti að skoða málin frá öllum hliðum og að allir hefðu sjálfstæða hugsun og getu til þess að velja og hafna. En ég er eins og kötturinn. Ég kem alltaf niður á fæturna,“ segir Pálmey og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira