Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2017 09:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson. Vísir/ernir „Hann hefur talað sig út úr hneykslismálinu,“ segir blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í samtali við New York Times þar sem fjallað er um íslensku þingkosningarnar sem fram fara í dag. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir.“ Í greininni segir að eftir einar sjónvarpskappræðurnar í kosningabaráttunni hafi Sigmundur Davið strunsað af sviði án þess að taka í hönd pólitískra andstæðinga sinna. Sem forsætisráðherra hafi hann virst sérlundaður, boðið samstarfsmönnum að leika með legókubbum og á fundi með Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hann klæðst fægðum skó á öðrum fæti og íþróttaskó á hinum. Í grein New York Times kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðnum New York Times um viðtal. Hann hafi hins vegar ítrekað fullyrt að hann hafi ekki gert neitt rangt í tengslum við aflandsfélagið Wintris. Hafi hann hins vegar sagst vera fórnarlamb samsæris pólitíska kerfisins og fjármálakerfis Íslands, allt í samráði við fjármálamanninn George Soros. Lesa má grein New York Times í heild sinni hér. Sigmundur Davíð gekk eins og frægt er orðið út úr viðtali við Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóra Reykjavík Media, og sænska ríkissjónvarpið, SVT, á vormánuðum 2016 þegar þeir spurður hvers vegna hann hafi ekki greint frá félaginu Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu forsætisráðherra. Sigmundur Davíð lét af störfum forsætisráðherra skömmu síðar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Í beinni: Landsmenn ganga enn á ný til kosninga Vísir greinir frá öllu því markverðasta sem gerist, um leið og það gerist, alla kosningahelgina. 28. október 2017 06:18 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Hann hefur talað sig út úr hneykslismálinu,“ segir blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í samtali við New York Times þar sem fjallað er um íslensku þingkosningarnar sem fram fara í dag. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir.“ Í greininni segir að eftir einar sjónvarpskappræðurnar í kosningabaráttunni hafi Sigmundur Davið strunsað af sviði án þess að taka í hönd pólitískra andstæðinga sinna. Sem forsætisráðherra hafi hann virst sérlundaður, boðið samstarfsmönnum að leika með legókubbum og á fundi með Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hann klæðst fægðum skó á öðrum fæti og íþróttaskó á hinum. Í grein New York Times kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðnum New York Times um viðtal. Hann hafi hins vegar ítrekað fullyrt að hann hafi ekki gert neitt rangt í tengslum við aflandsfélagið Wintris. Hafi hann hins vegar sagst vera fórnarlamb samsæris pólitíska kerfisins og fjármálakerfis Íslands, allt í samráði við fjármálamanninn George Soros. Lesa má grein New York Times í heild sinni hér. Sigmundur Davíð gekk eins og frægt er orðið út úr viðtali við Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóra Reykjavík Media, og sænska ríkissjónvarpið, SVT, á vormánuðum 2016 þegar þeir spurður hvers vegna hann hafi ekki greint frá félaginu Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu forsætisráðherra. Sigmundur Davíð lét af störfum forsætisráðherra skömmu síðar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Í beinni: Landsmenn ganga enn á ný til kosninga Vísir greinir frá öllu því markverðasta sem gerist, um leið og það gerist, alla kosningahelgina. 28. október 2017 06:18 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Í beinni: Landsmenn ganga enn á ný til kosninga Vísir greinir frá öllu því markverðasta sem gerist, um leið og það gerist, alla kosningahelgina. 28. október 2017 06:18