Katrín: Skemmtilegast að hitta fólk augliti til auglitis Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2017 11:30 Katrín Jakobsdóttir kaus í Hagaskóla um klukkan 10. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kveðst bjartsýn og segir að flokksmenn eigi von á því að Vinstri græn bæti við sig fylgi í þessum kosningum. Hún greiddi atkvæði í Hagaskóla um klukkan 10 í morgun. „Þetta er búin að vera skemmtileg barátta. Við höfum verið að fara aftur til upprunans ef svo má að orði komast – gengið í hús, haldið fundi og mikið verið að hitta fólk augliti til auglitis. Það hefur verið það skemmtilegasta finnst mér, af því að það snýst náttúrulega allt um fólk, stjórnmálin.“ Katrín segir það mikilvægast að eiga þessi beinu samtöl og að því leyti hafi þetta verið ótrúlega skemmtileg kosningabarátta. Hún telur einnig að þetta muni vera mjög spennandi kosningar sem sést best á könnunum sem hafa birst síðustu daga. „Þær eru nokkuð misvísandi. Ég hugsa að allir formenn flokkanna verði vakandi til klukkan sex í nótt til að fylgjast með.“ Ertu bjartsýn á að það muni takast að mynda kosningar fljótlega eftir kosningar?„Ég er nú bara róleg yfir því. Ég held að reynsla síðasta árs kenni okkur að stressa okkur ekkert of mikið. Við erum búin að læra af þeirri reynslu. Auðvitað myndum við ríkisstjórn en það kann að verða flókið. Það er engin leið að segja til um það núna, í ljósi spennunnar um úrslitin,“ segir Katrín. Kosningar 2017 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kveðst bjartsýn og segir að flokksmenn eigi von á því að Vinstri græn bæti við sig fylgi í þessum kosningum. Hún greiddi atkvæði í Hagaskóla um klukkan 10 í morgun. „Þetta er búin að vera skemmtileg barátta. Við höfum verið að fara aftur til upprunans ef svo má að orði komast – gengið í hús, haldið fundi og mikið verið að hitta fólk augliti til auglitis. Það hefur verið það skemmtilegasta finnst mér, af því að það snýst náttúrulega allt um fólk, stjórnmálin.“ Katrín segir það mikilvægast að eiga þessi beinu samtöl og að því leyti hafi þetta verið ótrúlega skemmtileg kosningabarátta. Hún telur einnig að þetta muni vera mjög spennandi kosningar sem sést best á könnunum sem hafa birst síðustu daga. „Þær eru nokkuð misvísandi. Ég hugsa að allir formenn flokkanna verði vakandi til klukkan sex í nótt til að fylgjast með.“ Ertu bjartsýn á að það muni takast að mynda kosningar fljótlega eftir kosningar?„Ég er nú bara róleg yfir því. Ég held að reynsla síðasta árs kenni okkur að stressa okkur ekkert of mikið. Við erum búin að læra af þeirri reynslu. Auðvitað myndum við ríkisstjórn en það kann að verða flókið. Það er engin leið að segja til um það núna, í ljósi spennunnar um úrslitin,“ segir Katrín.
Kosningar 2017 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira