AP: Kosningar sem snúast um „stöðugleika og traust“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2017 14:16 "En Íslendingar óttast að erfiðleikarnir séu ekki búnir. Á samfélagsmiðlum lýsa kjósendur déjá vu og kvarta yfir flóði nýrra stjórnmálamanna, án nýrra hugmynda.“ Vísir/AP „Ekki er búist við því að kjósendur, sem eru þreyttir á pólitískri og efnahagslegri óreiðu, muni velja afgerandi sigurvegara. Kannanir gefa í skyn að niðurstöðurnar muni leiða til flókinna stjórnarmyndunarviðræðna.“ Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar um kosningarnar á Íslandi sem fréttaveitan segir að hafi að mestu snúist um stöðugleika og traust.Fréttaveitan bendir á að Íslendingar séu að kjósa í þriðja sinn á fjórum árum og að allt að átta stjórnmálaflokkar gætu náð þeim fimm prósentum sem til þurfi til að ná manni á þing.Einnig er rifjað upp hvernig til kosninganna kom. Það er að faðir forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar, hafi reynt að hjálpa dæmdum barnaníðingi að eiga auðveldara með að fá vinnu og að þar áður hafi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sprungið vegna Panamaskjalanna svokölluðu. Mikil uppsveifla hafi verið á hagkerfinu hér á landi á undanförnum árum með mikilli fjölgun ferðamanna. Þeir komi hingað í miklu magni til að sjá jökla Íslands, firði, fossa og norðurljós. „En Íslendingar óttast að erfiðleikarnir séu ekki búnir. Á samfélagsmiðlum lýsa kjósendur déjá vu og kvarta yfir flóði nýrra stjórnmálamanna, án nýrra hugmynda.“ Þá segir í frétt AP að umræðan um kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um þá sem hafi orðið eftir þrátt fyrir góðan efnahag. Hvort nota eigi auknar tekjur ríkisins til að greiða niður skuldir ríkisins, sem enn séu mjög miklar, eða hvort auka eigi fjárútlát. AP segir stjórnmálafræðinga segja að líklegast verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og að þá yrði hún ein af heimsins yngstu leiðtogum. Kosningar 2017 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
„Ekki er búist við því að kjósendur, sem eru þreyttir á pólitískri og efnahagslegri óreiðu, muni velja afgerandi sigurvegara. Kannanir gefa í skyn að niðurstöðurnar muni leiða til flókinna stjórnarmyndunarviðræðna.“ Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar um kosningarnar á Íslandi sem fréttaveitan segir að hafi að mestu snúist um stöðugleika og traust.Fréttaveitan bendir á að Íslendingar séu að kjósa í þriðja sinn á fjórum árum og að allt að átta stjórnmálaflokkar gætu náð þeim fimm prósentum sem til þurfi til að ná manni á þing.Einnig er rifjað upp hvernig til kosninganna kom. Það er að faðir forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar, hafi reynt að hjálpa dæmdum barnaníðingi að eiga auðveldara með að fá vinnu og að þar áður hafi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sprungið vegna Panamaskjalanna svokölluðu. Mikil uppsveifla hafi verið á hagkerfinu hér á landi á undanförnum árum með mikilli fjölgun ferðamanna. Þeir komi hingað í miklu magni til að sjá jökla Íslands, firði, fossa og norðurljós. „En Íslendingar óttast að erfiðleikarnir séu ekki búnir. Á samfélagsmiðlum lýsa kjósendur déjá vu og kvarta yfir flóði nýrra stjórnmálamanna, án nýrra hugmynda.“ Þá segir í frétt AP að umræðan um kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um þá sem hafi orðið eftir þrátt fyrir góðan efnahag. Hvort nota eigi auknar tekjur ríkisins til að greiða niður skuldir ríkisins, sem enn séu mjög miklar, eða hvort auka eigi fjárútlát. AP segir stjórnmálafræðinga segja að líklegast verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og að þá yrði hún ein af heimsins yngstu leiðtogum.
Kosningar 2017 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira