Bjarkey: „Getum ekki verið í kosningum ár eftir ár“ Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 01:11 Bjarkey Gunnarsdóttir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi segist ekki geta verið annað en ánægð með þær tölur sem séu að birtast. VG sé að bæta við sig í öllum kjördæmum og eins og staðan er núna að bæta við sig þingmanni í kjördæminu. „Við erum nokkuð sátt með okkar gengi. Við erum að bæta við okkur í NA kjördæmi og ég held að þetta lagist þegar líður á nóttina. Við háðum heiðarlega kosningabaráttu og ef það þýðir að við fáum einu til tveimur prósentum minna upp úr kjörkössunum þá verður bara svo að vera,“ segir Bjarkey. Hún segir VG hafa fengið miikið yfir sig af nafnlausum áróðri á netinu en sé stolt af því að flokkurinn hafi tekið þá ákvörðun að fara ekki niður á það plan. „Það er óneitanlega því til að svara að við fengum mikið af neikvæðum áróðri yfir okkur og við ákváðum að fara ekki þangað. Við erum sátt við það og glöð í hjartanu hvað það varðar. Ég trúi að við munum bæta við okkur þegar líður á nóttina.“ segir Bjarkey. Hún segist ekki sjá nýja ríkisstjórn alveg í kortunum. Það sé samt afar mikilvægt að starfhæf ríkisstjórn komist á koppinn og starfi í fjögur ár. „Eins og ég segi nóttin er ung. Við verðum að bíða og sjá hvernig þetta verður. Ég trúi því að við munum bara leysa það verkefni sem er í vændum. Við getum ekki verið í kosningum ár eftir ár og því er það verkefni stjórnmálamanna að búa til starfhæfa ríkisstjórn næstu fjögur ár.“ Ríkisstjórn frá vinstri að miðju er ennþá efst í huga Bjarkeyjar. „Við höfum talað um að við viljum fara frá vinstri inn að miðju. Þar stendur Samfylkingin okkar næst okkar. Einnig höfum við talað um Framsókn og Pírata í þeim efnum. Þetta eru flokkar sem standa okkur næst,“ segir Bjarkey. „Við erum að bæta við okkur hér í kjördæminu og ég er ánægð með þá útkomu.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi segist ekki geta verið annað en ánægð með þær tölur sem séu að birtast. VG sé að bæta við sig í öllum kjördæmum og eins og staðan er núna að bæta við sig þingmanni í kjördæminu. „Við erum nokkuð sátt með okkar gengi. Við erum að bæta við okkur í NA kjördæmi og ég held að þetta lagist þegar líður á nóttina. Við háðum heiðarlega kosningabaráttu og ef það þýðir að við fáum einu til tveimur prósentum minna upp úr kjörkössunum þá verður bara svo að vera,“ segir Bjarkey. Hún segir VG hafa fengið miikið yfir sig af nafnlausum áróðri á netinu en sé stolt af því að flokkurinn hafi tekið þá ákvörðun að fara ekki niður á það plan. „Það er óneitanlega því til að svara að við fengum mikið af neikvæðum áróðri yfir okkur og við ákváðum að fara ekki þangað. Við erum sátt við það og glöð í hjartanu hvað það varðar. Ég trúi að við munum bæta við okkur þegar líður á nóttina.“ segir Bjarkey. Hún segist ekki sjá nýja ríkisstjórn alveg í kortunum. Það sé samt afar mikilvægt að starfhæf ríkisstjórn komist á koppinn og starfi í fjögur ár. „Eins og ég segi nóttin er ung. Við verðum að bíða og sjá hvernig þetta verður. Ég trúi því að við munum bara leysa það verkefni sem er í vændum. Við getum ekki verið í kosningum ár eftir ár og því er það verkefni stjórnmálamanna að búa til starfhæfa ríkisstjórn næstu fjögur ár.“ Ríkisstjórn frá vinstri að miðju er ennþá efst í huga Bjarkeyjar. „Við höfum talað um að við viljum fara frá vinstri inn að miðju. Þar stendur Samfylkingin okkar næst okkar. Einnig höfum við talað um Framsókn og Pírata í þeim efnum. Þetta eru flokkar sem standa okkur næst,“ segir Bjarkey. „Við erum að bæta við okkur hér í kjördæminu og ég er ánægð með þá útkomu.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira