Unnur Brá vonar að fólk beri gæfu til að vinna saman Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 02:01 Unnur Brá Konráðsdóttir, vísir/eyþór Ein af þeim konum sem líkast til eru að hverfa af þingi er forseti þingsins á síðasta kjörtímabili, Unnur Brá Konráðsdóttir. Hún brýnir til þeirra sem setjast á þing að afloknum þessum kosningum muni að bera virðingu fyrir hvort öðru í störfum sínum, þjóðinni til heilla. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að ná ekki því sem sóst var eftir og ekki hægt að neita því. Mér finnst ég eiga erindi á þing og sóttist eftir áframhaldandi veru þar. En þetta eru niðurstöður kosninga og kjósendur ráða. Maður verður að vera sátt við þá niðurstöðu sama hvernig hún fer,“ segir Unnur Brá. „Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn þrátt fyrir persónuleg vonbrigði.“ „Það verður að segjast að það lítur út fyrir að fáar konur verði í þingflokknum að loknum kosningum og það er auðvitað ekki gott. Sér í lagi að við vorum svo stolt af kynjahlutfallinu á þingi þegar ég var að taka á móti gestum í þinginu erlendis frá. þá hrifust næstum allir af því hvað við stóðum okkur vel í þeim efnum í þinginu,“ segir Unnur Brá. Unnur Brá var í fjórða sæti í Suðurkjördæmi á eftir þremur körlum. Þeir þrír eru inni samkvæmt nýjustu tölum. Hún segir niðurstöðu flokksins fyrir kosningar að hrófla ekki við röðuninni og því sé þetta svona. Hún segir þá stöðu sem uppi er núna verða snúna en brýnir fyrir þingmönnum að sýna hvoru öðru virðingu og muna eftir kjósendum. „Við getum sagt að það var tiltölulega flókið að vera forseti með sjö flokka. Það verður ekki einfaldara með átta flokka, það get ég sagt þér. Ég vona samt sem áður innilega að fólkið sem velst til starfa beri gæfu til að vinna saman og muna að allir á þingi eru fulltrúar einhverra Íslendinga. Þess vegna ber þingmönnum skylda til að bera virðingu hvor fyrir öðrum og haga störfum sínum eftir því. Þeir verða að muna eftir fólkinu á bak við hvern einasta þingmann.“ Unnur Brá segist ekki vera farin að íhuga það hvort hún sé hætt aðkomu að stjórnvöldum. Nóttin sé enn ung og mikið geti gerst þó auðvitað verði það ólíklegra eftir því sem liður á kvöldið að hún komist inn. Kosningar 2017 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
Ein af þeim konum sem líkast til eru að hverfa af þingi er forseti þingsins á síðasta kjörtímabili, Unnur Brá Konráðsdóttir. Hún brýnir til þeirra sem setjast á þing að afloknum þessum kosningum muni að bera virðingu fyrir hvort öðru í störfum sínum, þjóðinni til heilla. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að ná ekki því sem sóst var eftir og ekki hægt að neita því. Mér finnst ég eiga erindi á þing og sóttist eftir áframhaldandi veru þar. En þetta eru niðurstöður kosninga og kjósendur ráða. Maður verður að vera sátt við þá niðurstöðu sama hvernig hún fer,“ segir Unnur Brá. „Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn þrátt fyrir persónuleg vonbrigði.“ „Það verður að segjast að það lítur út fyrir að fáar konur verði í þingflokknum að loknum kosningum og það er auðvitað ekki gott. Sér í lagi að við vorum svo stolt af kynjahlutfallinu á þingi þegar ég var að taka á móti gestum í þinginu erlendis frá. þá hrifust næstum allir af því hvað við stóðum okkur vel í þeim efnum í þinginu,“ segir Unnur Brá. Unnur Brá var í fjórða sæti í Suðurkjördæmi á eftir þremur körlum. Þeir þrír eru inni samkvæmt nýjustu tölum. Hún segir niðurstöðu flokksins fyrir kosningar að hrófla ekki við röðuninni og því sé þetta svona. Hún segir þá stöðu sem uppi er núna verða snúna en brýnir fyrir þingmönnum að sýna hvoru öðru virðingu og muna eftir kjósendum. „Við getum sagt að það var tiltölulega flókið að vera forseti með sjö flokka. Það verður ekki einfaldara með átta flokka, það get ég sagt þér. Ég vona samt sem áður innilega að fólkið sem velst til starfa beri gæfu til að vinna saman og muna að allir á þingi eru fulltrúar einhverra Íslendinga. Þess vegna ber þingmönnum skylda til að bera virðingu hvor fyrir öðrum og haga störfum sínum eftir því. Þeir verða að muna eftir fólkinu á bak við hvern einasta þingmann.“ Unnur Brá segist ekki vera farin að íhuga það hvort hún sé hætt aðkomu að stjórnvöldum. Nóttin sé enn ung og mikið geti gerst þó auðvitað verði það ólíklegra eftir því sem liður á kvöldið að hún komist inn.
Kosningar 2017 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira