Konum fækkar mikið á þingi og elsti þingmaður lýðveldistímans að ná kjöri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2017 03:56 Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins en aðeins fjórar konur ná kjöri fyrir flokkinn eins og staðan er núna, rétt fyrir klukkan fjögur á kosninganótt. vísir/ernir Verði niðurstaða kosninganna í samræmi við stöðuna eins og hún er núna mun konum fækka mikið á Alþingi frá því sem var á seinasta kjörtímabili. Þá höfðu aldrei eins margar konur náð kjöri, eða alls 30, en nú eru 23 konur inni á þingi miðað við nýjustu tölur klukkan þrjú í nótt. Það þýðir að 40 karlar muni ná kjöri og verður kynjahlutfallið þá 63 prósent karlar á móti 37 prósent konum. Á síðasta kjörtímabili var hlutfall kvenna hins vegar 48 prósent. Af þeim þingmönnum sem eru inni núna er Halldór Gunnarsson í Holti elsti þingmaðurinn sem nær kjöri en hann er jöfnunarþingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi. Halldór er 76 ára, 9 mánaða og 14 daga og verður elsti þingmaður lýðveldistímans nái hann kjöri. Sitji hann út kjörtímabilið slær hann met Sighvats Árnasonar sem var tæplega 79 ára þegar hann lauk þingsetu í ágúst 1902. Halldór yrði því elsti þingmaður Íslandssögunnar klári hann kjörtímabilið. Alls 16 þingmenn missa sæti sín á þingi miðað við stöðuna eins og hún er nú, þar á meðal Teitur Björn Einarsson, Hildur Sverrisdóttir, Pawel Bartoszek, Andrés Ingi Jónsson og Gunnar Hrafn Jónsson.Uppfært klukkan 04:04: Hlutirnir gerast hratt á kosninganótt og nú er Halldór í Holti dottinn út af þingi. Það verður spennandi að sjá hvort að hann nái kjöri og verði þar með elsti þingmaðurinn til að ná kjöri á lýðveldistímanum. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. 29. október 2017 02:20 Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir eru ekki inni eins og staðan er núna. 29. október 2017 01:35 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Verði niðurstaða kosninganna í samræmi við stöðuna eins og hún er núna mun konum fækka mikið á Alþingi frá því sem var á seinasta kjörtímabili. Þá höfðu aldrei eins margar konur náð kjöri, eða alls 30, en nú eru 23 konur inni á þingi miðað við nýjustu tölur klukkan þrjú í nótt. Það þýðir að 40 karlar muni ná kjöri og verður kynjahlutfallið þá 63 prósent karlar á móti 37 prósent konum. Á síðasta kjörtímabili var hlutfall kvenna hins vegar 48 prósent. Af þeim þingmönnum sem eru inni núna er Halldór Gunnarsson í Holti elsti þingmaðurinn sem nær kjöri en hann er jöfnunarþingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi. Halldór er 76 ára, 9 mánaða og 14 daga og verður elsti þingmaður lýðveldistímans nái hann kjöri. Sitji hann út kjörtímabilið slær hann met Sighvats Árnasonar sem var tæplega 79 ára þegar hann lauk þingsetu í ágúst 1902. Halldór yrði því elsti þingmaður Íslandssögunnar klári hann kjörtímabilið. Alls 16 þingmenn missa sæti sín á þingi miðað við stöðuna eins og hún er nú, þar á meðal Teitur Björn Einarsson, Hildur Sverrisdóttir, Pawel Bartoszek, Andrés Ingi Jónsson og Gunnar Hrafn Jónsson.Uppfært klukkan 04:04: Hlutirnir gerast hratt á kosninganótt og nú er Halldór í Holti dottinn út af þingi. Það verður spennandi að sjá hvort að hann nái kjöri og verði þar með elsti þingmaðurinn til að ná kjöri á lýðveldistímanum.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. 29. október 2017 02:20 Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir eru ekki inni eins og staðan er núna. 29. október 2017 01:35 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15
Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. 29. október 2017 02:20
Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir eru ekki inni eins og staðan er núna. 29. október 2017 01:35