Lokatölur Reykjavík suður: Lilja hélt sínu sæti og Inga Sæland ný á þingi Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2017 04:25 Lilja Dögg Alfreðsdóttir fyrir miðju. Vísir/Anton Brink Lilja Dögg Alfreðsdóttir hjá Framsóknarflokknum heldur sæti sínu á þingi og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kemur ný inn á þing samkvæmt lokatölum úr Reykjavíkurkjördæmi suður sem bárust klukkan 04:06. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í þessu kjördæmi, eða 22,8 prósent en tapaði einum þingmanni. Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson komust því á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn en Hildur Sverrisdóttir datt út af þingi. Vinstri græn koma þar á eftir með 18,9 prósent og héldu sínu. Verða með tvo þingmenn í þessu kjördæmi, þau Svandísi Svavarsdóttur og Kolbein Óttarsson Proppé. Samfylkingin hlaut 13 prósent atkvæða og bættu þar við sig einum þingmanni en höfðu fyrir engan. Ágúst Ólafur Ágústsson verður því á þingi fyrir Samfylkinguna í þessu kjördæmi. Píratar fengu 11,4 prósent atkvæða og verða með einn þingmann, en voru fyrir kosningar með tvo. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verður þingmaður Pírata í þessu kjördæmi. Björn Leví Gunnarsson var kjördæmakjörinn þingmaður Pírata í þessu kjördæmi en dettur út sem slíkur. Þegar þetta er ritað er hann þó enn á þingi sem jöfnunarþingmaður. Viðreisn hlaut 8,5 prósent og misstu þar með einn þingmann en Hanna Katrín Friðriksdóttir verður ein á þingi fyrir flokkinn í þessu kjördæmi. Pawel Bartozek missir þingsæti sitt. Flokkur fólksins hlaut 8,2 prósent atkvæða og er Inga Sæland, formaður flokksins, því ný á þingi. Þá hlaut Framsókn 8,1 prósent atkvæða og heldur Lilja Dögg Alfreðsdóttir sínu sæti. Björt framtíð hlaut 1,3 prósent atkvæða og missa því sinn þingmann, Nichole Leigh Mosty. Alþýðufylkingin hlaut 0,2 prósent atkvæða. Einhverjir þingmenn gætu mögulega dottið inn sem jöfnunarþingmenn snemma í fyrramáli. Kosningar 2017 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir hjá Framsóknarflokknum heldur sæti sínu á þingi og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kemur ný inn á þing samkvæmt lokatölum úr Reykjavíkurkjördæmi suður sem bárust klukkan 04:06. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í þessu kjördæmi, eða 22,8 prósent en tapaði einum þingmanni. Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson komust því á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn en Hildur Sverrisdóttir datt út af þingi. Vinstri græn koma þar á eftir með 18,9 prósent og héldu sínu. Verða með tvo þingmenn í þessu kjördæmi, þau Svandísi Svavarsdóttur og Kolbein Óttarsson Proppé. Samfylkingin hlaut 13 prósent atkvæða og bættu þar við sig einum þingmanni en höfðu fyrir engan. Ágúst Ólafur Ágústsson verður því á þingi fyrir Samfylkinguna í þessu kjördæmi. Píratar fengu 11,4 prósent atkvæða og verða með einn þingmann, en voru fyrir kosningar með tvo. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verður þingmaður Pírata í þessu kjördæmi. Björn Leví Gunnarsson var kjördæmakjörinn þingmaður Pírata í þessu kjördæmi en dettur út sem slíkur. Þegar þetta er ritað er hann þó enn á þingi sem jöfnunarþingmaður. Viðreisn hlaut 8,5 prósent og misstu þar með einn þingmann en Hanna Katrín Friðriksdóttir verður ein á þingi fyrir flokkinn í þessu kjördæmi. Pawel Bartozek missir þingsæti sitt. Flokkur fólksins hlaut 8,2 prósent atkvæða og er Inga Sæland, formaður flokksins, því ný á þingi. Þá hlaut Framsókn 8,1 prósent atkvæða og heldur Lilja Dögg Alfreðsdóttir sínu sæti. Björt framtíð hlaut 1,3 prósent atkvæða og missa því sinn þingmann, Nichole Leigh Mosty. Alþýðufylkingin hlaut 0,2 prósent atkvæða. Einhverjir þingmenn gætu mögulega dottið inn sem jöfnunarþingmenn snemma í fyrramáli.
Kosningar 2017 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira