300.000 mótmæltu í Barcelona í dag Kjartan Kjartansson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 29. október 2017 17:30 Spænski fáninn var áberandi í mótmælunum í Barcelona í dag. Vísir/EPA Hundruð þúsund Katalóníubúa sem eru andsnúnir sjálfstæði héraðsins komu saman í Barcelona í dag. Sumir þeirra kröfðust þess að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, yrði fangelsaður. Skoðanakannanir benda til þess að naumur meirihluti Katalóna sé mótfallinn sjálfstæði. Ríkisstjórn Spánar leysti héraðsþing og stjórn Katalóníu upp á föstudag í kjölfar nokkurra vikna uppnáms vegna tilrauna leiðtoga sjálfsstjórnarhéraðsins til að lýsa yfir sjálfstæði. Boðaði Mariano Rajoy forsætisráðherra til héraðsþingskosninga 21. desember. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC mótmæltu í kringum 300.000 manns sjálfstæðisáformum fyrrverandi héraðsstjórnarinnar í Barcelona í dag. Skipuleggjendur mótmælanna og ríkisstjórnin í Madrid fullyrða hins vegar að fleiri en milljón manns hafi tekið þátt í þeim. Mótmælendur sem BBC ræddi við í dag höfðu sumir áhyggjur af því að afleiðingarnar af sjálfstæðisbaráttunni muni hafa áhrif á sjálfsstjórn Katalóníu í mörg ár. Meirihluti gegn sjálfstæðiPuigdemont kallar sig enn forseta héraðsstjórnarinnar þrátt fyrir að Rajoy fari nú í reynd með málefni héraðsins. Fráfarandi héraðsstjórnin hefur hvatt til friðsamlegrar óhlýðni við fyrirskipanir landsstjórnarinnar í Madrid. Talsmaður landsstjórnarinnar segir að Puigdemont verði leyft að bjóða sig fram í kosningunum í desember. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag bendir ný skoðanakönnun til þess að flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu missi meirihluta sinn á héraðsþingi. Mjótt er þó á mununum á milli sjálfstæðissinna og þeim sem vilja að héraðið verði áfram hluti af Spáni. Önnur könnun sem dagblaðið El País birti bendir til að 52% Katalóna styðji ákvörðun landsstjórnarinnar um að leysa upp héraðsþingið og svipta Puigdemont völdum á móti 43% sem séu andsnúin. Þá sögðust 55% svarenda mótfallin sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþingsins frá því á föstudag en 41% fylgjandi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Kallar eftir friðsamlegri andstöðu í Katalóníu Yfirvöld í Madrid hafa nú tekið yfir stjórn héraðsins og er aðstoðarforsætisráðherra Spánar starfandi forseti Katalóníu. 28. október 2017 15:22 Flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu myndu tapa meirihluta Kosið verður til héraðsþings Katalóníu í desember eftir að ríkisstjórn Spánar svipti héraðið sjálfræði á föstudag. 29. október 2017 12:14 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Hundruð þúsund Katalóníubúa sem eru andsnúnir sjálfstæði héraðsins komu saman í Barcelona í dag. Sumir þeirra kröfðust þess að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, yrði fangelsaður. Skoðanakannanir benda til þess að naumur meirihluti Katalóna sé mótfallinn sjálfstæði. Ríkisstjórn Spánar leysti héraðsþing og stjórn Katalóníu upp á föstudag í kjölfar nokkurra vikna uppnáms vegna tilrauna leiðtoga sjálfsstjórnarhéraðsins til að lýsa yfir sjálfstæði. Boðaði Mariano Rajoy forsætisráðherra til héraðsþingskosninga 21. desember. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC mótmæltu í kringum 300.000 manns sjálfstæðisáformum fyrrverandi héraðsstjórnarinnar í Barcelona í dag. Skipuleggjendur mótmælanna og ríkisstjórnin í Madrid fullyrða hins vegar að fleiri en milljón manns hafi tekið þátt í þeim. Mótmælendur sem BBC ræddi við í dag höfðu sumir áhyggjur af því að afleiðingarnar af sjálfstæðisbaráttunni muni hafa áhrif á sjálfsstjórn Katalóníu í mörg ár. Meirihluti gegn sjálfstæðiPuigdemont kallar sig enn forseta héraðsstjórnarinnar þrátt fyrir að Rajoy fari nú í reynd með málefni héraðsins. Fráfarandi héraðsstjórnin hefur hvatt til friðsamlegrar óhlýðni við fyrirskipanir landsstjórnarinnar í Madrid. Talsmaður landsstjórnarinnar segir að Puigdemont verði leyft að bjóða sig fram í kosningunum í desember. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag bendir ný skoðanakönnun til þess að flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu missi meirihluta sinn á héraðsþingi. Mjótt er þó á mununum á milli sjálfstæðissinna og þeim sem vilja að héraðið verði áfram hluti af Spáni. Önnur könnun sem dagblaðið El País birti bendir til að 52% Katalóna styðji ákvörðun landsstjórnarinnar um að leysa upp héraðsþingið og svipta Puigdemont völdum á móti 43% sem séu andsnúin. Þá sögðust 55% svarenda mótfallin sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþingsins frá því á föstudag en 41% fylgjandi.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Kallar eftir friðsamlegri andstöðu í Katalóníu Yfirvöld í Madrid hafa nú tekið yfir stjórn héraðsins og er aðstoðarforsætisráðherra Spánar starfandi forseti Katalóníu. 28. október 2017 15:22 Flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu myndu tapa meirihluta Kosið verður til héraðsþings Katalóníu í desember eftir að ríkisstjórn Spánar svipti héraðið sjálfræði á föstudag. 29. október 2017 12:14 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Kallar eftir friðsamlegri andstöðu í Katalóníu Yfirvöld í Madrid hafa nú tekið yfir stjórn héraðsins og er aðstoðarforsætisráðherra Spánar starfandi forseti Katalóníu. 28. október 2017 15:22
Flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu myndu tapa meirihluta Kosið verður til héraðsþings Katalóníu í desember eftir að ríkisstjórn Spánar svipti héraðið sjálfræði á föstudag. 29. október 2017 12:14